Síða 1 af 1

aðstoð við verðlagninu á tölvu

Sent: Mið 16. Des 2009 23:03
af kwoti
ég er að fara að selja gömlu tölvuna en hef ekki góðan skilning á afskriftum á tölvuíhlutum svo ég biðst aðstoðar við val á söluverði
tölvan var keypt ný í lok janúar 2007 en skipt var um móðurborð vegna bilunar meðan það var enn í ábyrgð í júlí sama ár og fékk ég eins móðurborð og var fyrir.

kassi: coolermaster stacker með 3 bracketum fyrir hdd (12hdd samtals) og 5x120mm viftum + 1x80mm viftu
geisladrif: msi dvd skrifari
móðurborð: asus p5n32-sli se deluxe
ram: 2gb ddr2 800mhz kingston
örgjörvi: 2,67 interl core2duo lga77
aflgjafi: 700w tough power

ath. ekkert skjákort er í vélinni þar sem það skemmdist (sem varð kveikjan að kaupum á dýrinu sem ég skrifa á nú)

til eru allir diskar og bæklingar sem fylgdu með auk dekkja sem hægt er að skrúfa á kassann, það eru rispur á kassanum og fínar beyglur á grillunum sem þekja framhliðina en meðfylgjandi eru 2 auka grill sem að eru þau mest beygluðu. af hinum 6 usb tengjum framan á tölvunni virka einungis 2 en nóg er af tengjum aftan á.
Ég á einnig raid controller sem ég er tilbúinn að láta fylgja með.

með fyrirfram þökk
- Kwóti

Re: aðstoð við verðlagninu á tölvu

Sent: Fim 17. Des 2009 11:40
af addi32
Svona 35-50þús myndi ég segja

Re: aðstoð við verðlagninu á tölvu

Sent: Fim 17. Des 2009 11:59
af Godriel
já... ég færi allavegana ekki mikið yfir 30k

Re: aðstoð við verðlagninu á tölvu

Sent: Fim 17. Des 2009 12:57
af blitz
Færð örugglega meira í partasölu heldur en að selja þetta sem pakka