Vá hvað þetta líður hratt, ég var samt einn af þessum fyrstu, enda lækkaði þetta símreikningin hjá mér umtalsvert, enda orðinn netsjúklingur '99
En vá hvað ég man eftir því hvað ADSL var böggað í upphafi, slit, BRAS vandamál, svo var eithvað framleiðanda vandamál og svo þegar ég skipti yfir til Íslandssíma á sínum tíma ( byrjaði með ADSLið í Mosó, flutti svo í Kópavog og skömmu eftir það var Íslandssími kominn með sitt eigið ADSL ) en þá var vesenið að Síminn hafði verið að keyra fyrst ADSL fyrir ISDN yfir POTS línur ( sem er hægt, en ekki öfugt víst ) og létu mig fá Alcatel ADSL 1000 módem ( sem mér finnst enn þann dag í dag í minningunni hafa verið ossom, ethernet tengt ) og þá gat ég ekki notað það.
Fékk í staðinn ömurlegasta módemið sem ég hef átt sem var Topcom USB módem, öll þessi fjandans USB ADSL sökkuðu feitast.
En já fyndið að þetta sé ekki nema 10 ár síðan þannig séð.... og hvað við höfum komið langt í raun og veru, ég komst á netið 93 eða 94 og keypti mér svo í lok árs 94 í Bandaríkjunum 33,6 kbps módem sem var alveg OSSOM nema það hafði þann óþægilega galla að ISPinn minn ( minnir ÍF á þessum tíma, fór frá ITN -> ÍF -> Hugur -> Síminn rétt í byrjun ADSL væðingarinnar -> Islandia Internet um leið og þeir byrjuðu með ADSL -> Íslandssími -> Og Vodafone -> Vodafone -> HIVE -> Vodafone -> Síminn ( sem er bara ekki fyrir mig -> TAL
) að hann var bara með 28,8 kbps módem þannig ég náði engum hærri hraða. Ossom Digicom innbyggt módem. Fyndið að hugsa til baka í hraða muninn, pabbi var með 2400 bps módem frá Íslandsbanka LENGI fyrir Skjálínuna frá Íslandsbank ( út af fyrirtækinu sem hann vann hjá ), ég fór úr 14,4 -> 28,8 -> 33,6 ( sem nýttist mér eiginlega aldrei fyrr en undir lokin á módemunum -> 256 kbps -> 1,5 Mbps ( envy of all my friends, kostaði minnir mig 15 þúsund kr sem var ennþá meira þá ) -> Man ekki upphaflega hraðan hjá Íslandssíma og í 16/2 núna í dag og allt annar staðall heldur en var notaður þá.
Svo bölvar maður öllu í sand og ösku í dag ef þetta virkar ekki fullkomnlega og maður fær ekki að d/la eins og mofó ( 2 GB á mánuði kom manni ekki langt á IRC rásinni #vcdvault á DALnet í DCC transferum, helv HÍ kerfisstjórar sem voru þeir einu sem gátu d/lað eins og mofós )