Síða 1 af 1

Tölvubúðir í Kaupmannahöfn/Danmörku

Sent: Þri 09. Jún 2009 23:41
af benregn
Ég er að fara að flytja til Kaupmannahafnar og var að velta því fyrir mér hvort Vaktararnir hefðu einhverja vitneskju um góðar tölvubúðir þar ytra?

Re: Tölvubúðir í Kaupmannahöfn/Danmörku

Sent: Mið 10. Jún 2009 20:49
af benregn
Það hlýtur einhver að þekkja einhvað tölvu "geek" í Köpen?

Re: Tölvubúðir í Kaupmannahöfn/Danmörku

Sent: Fim 02. Júl 2009 13:30
af Molfo
Sæll.

Það var inni í Kaupmannahöfn þegar ég bjó þar, gata sem var með fullt af tölvubúðum, misjöfnum að gæðum eins og gengur og gerist...
Hef reyndar verið að lesa að það séu margar þeirra farnar á hausinn...

En gatan heitir Falconer Alle og er ekkert mjög langt frá miðbænum. http://www.krak.dk/query?what=map&mop=yp&advert_code=597908&hits_on_map=1&search_word=Multimedia%20World%20A/S
Tók bara nafnið á einni tölvubúð sem var/er þarna... þetta er ein af þessum búðum sem er farinn á hausinn... :?


Kv.

Molfo

Re: Tölvubúðir í Kaupmannahöfn/Danmörku

Sent: Fim 02. Júl 2009 15:29
af dadik
Kíktu á http://www.edbpriser.dk - þetta er vaktin á sterum, samanburður á flestum netverslunum með tölvubúnað í Danmörku.

Þessi síða er líka nokkuð góð til að bera saman verð á tölvubúnaði milli Íslands og Danmerkur.