kbg skrifaði:ManiO skrifaði:"Þetta" svæði var ekki neitt til að hrópa húrra fyrir áður en framkvæmdir hófust, því "spilltist" nánast engin náttúrufegurð. Ferðamannastraumurinn jókst svívirðilega eftir framkvæmdir hófust, eins og ég minntist á fyrr í þræðinum, og er það tvennu að þakka. Fyrsta lagi betri vegir að aðkoma að svæðinu og svo aukin umfjöllun.
Þannig að þú sem sagt ferðaðist um þetta svæði fótgangandi áður en það fór undir lón? Eða gerirðu bara ráð fyrir að þetta svæði hafi verið "ljótt"?
Það má ekki gleyma að svæðið er ekki bara það sem fer undir lónið. Flestar ár í nágrenninu voru þurrkaðar upp, sem þýðir að fossar og ár á stóru svæði á þarna í kring eru horfin.
Þetta er spurning um hverju er verið að fórna og fyrir hverja. Það var alltaf tala um að við myndum græða gífurlega á þessu og það myndu myndast svo mörg störf.
Núna er kreppa. Hvar eru allir þessir peningar? Hvar eru öll þessi lausu störf? Af hverju er Landsvirkjun gjaldþrota?
Getur verið að þeir einu sem græði á þessu séu útlensku álverin? og við sitjum með ónýtt land og skuldirnar af þessu ævintýri, sem eru komnar upp í 130 milljarða samkvæmt nýjustu tölum.
Tjahh ég veit ekki betur en að það sé eitthvað um 400 störf í álverinu.
og ætli það sé ekki eitthvað nálægt því 200 (jafnvel fleiri) störf tengd álverinu.
þannig að þar eru líklegast um 600 (jafnvel fleiri) störf sem að eru upptekin, ath ekki laus, heldur 600 mans í vinnu í landsfjórðungi sem að var því miður bara deyjandi.
jújú vissulega finnst mér á fáránlegt að alcoa skuli vera fá þessa orku hgér um bil gefins, en því er alls ekki hægt að neita að það er óhemju mikið af störfum í álverinu og tengd því.
í virkjuninni sjálfri vinna hins vegar ekki nema 5 - 10 kallar, enda var aldrei reikna með neinu meira þar á bæ.
Og já annað, hvar hefur komið fram að Landsvirkjun sé í raun gjaldþrota ?
það hefur komið fram að landsvirkju standi ekki sérstaklega vel, en hvergi komið fram að hún sé gjaldþrota.
en það er nú bara þannig að í þessu blessaða ástandi þá hafa erlendar skuldir rokið upp hjá öllum þeim sem að þær hafa.
ekkert hægt að kenna alcoa eða virkjunum um það, heldur deyjandi krónu.
en munurinn er aftur á móti sá að landsvirkjun hefur örugg gjöld (og hluta þeirra í erlendri mynnt.)
og já, það var aldrei reiknað með að þessi virkjun mundi borga sig upp á 2 árum, þannig að hvernig væri aðeins að slaka á því að tala um skuldir henni tengdar.
og já ég tek það aftur fram, ég fór þarna upp að kárahnjúkum áður en að þessi virkjunar umræða fór af stað.
ég fór já um þar gangandi, þar sem að annað var basicly ekki hægt, vegna vegaleysis.
og segi það enn og aftur, það er óhemju mikið af gljúfrum þarna fyrir neðan virkjun (sem að virðist stundum gleymast að tala um)
það var ekki hægt að sjá nema hluta af þessari ógurlegu náttúrufegurð sem að t.d. ómar hafa sýnt með myndskotum úr flugvélum, og það vissi basicly engin um þetta svæði.
og að ætla að halda því fram að þetta hefði orðið einhver ógurleg náttúruperla og ferðamannaparadís er vitleysa, vegna þess að þá hefði það fyrir langa löngu orðið.