Síða 1 af 2

Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Þri 03. Feb 2009 17:42
af TwiiztedAcer
Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu?

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Þri 03. Feb 2009 19:00
af Gúrú
Fann ekki hliðina á turnkassanum og var að fara að setja viftu á hana.

Fann hana eftir 25 mínútna leit.

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Þri 03. Feb 2009 19:19
af Zimbi
formata

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Þri 03. Feb 2009 19:29
af vesley
hmm . hef lent í mörgu á kassanum sem ég á núna... bilað audio input á móðurborðinu..(skipt um móðurborð) gallaður skjár (var með 20" fékk 22" :D)
hélt að þeir hefðu látið vitlaust vinnsluminni í tölvuna (rugl í mér)
3 formattað tölvuna(1vista.2xp3afturvista)
braut eitt plastið sem heldur front coverinu truflar mig ekkert en cover er ekki alveg þétt að kassanum neðarlega vinstra megin ... .
sleit headsett með að flækja lappirnar á mér í snúrunni. og allt þetta á 1 ári :S. held að ég sé kominn með allt saman er ekki alveg viss bæti bara ;)


já týndi 1 skrúfu af hliðinni í 1 viku fann það svo undir turninum .

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Þri 03. Feb 2009 19:35
af da61
einhvernvegin kveiknaði í tölvuni minni þegar ég ræsti hana... endaði að ég keypti mér bara nýja... það var vesen :P

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Þri 03. Feb 2009 19:38
af mainman
Mesta vesenið mitt byrjaði daginn sem ég installaði windoz

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Þri 03. Feb 2009 19:52
af Turtleblob
Þegar ég var að enda við að setja saman nýja vél og hún POST-aði ekki. :shock:

Ekki skemmtilegar pælingar sem fylgja því...

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Þri 03. Feb 2009 21:35
af KermitTheFrog
Var að setja saman turninn minn og hann POST'aði ekki heldur. Ég fór í gegnum gríðarlega leiðinlegt kvöld að athuga allt sem gæti mögulega hafa farið úrskeiðis við samsetninguna. Eftir langa athugun rek ég augun í rauð og græn ljós á móðurborðinu og fletti manualnum aðeins. Kemst ég ekki að því að dual channelið á minnunum væri að klikka eitthvað, færi eitt minnið og hún ræsir sig!

Eitthvað var maður nú svekktur

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Mið 04. Feb 2009 00:53
af zedro
Task aka. Digital :x

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Mið 04. Feb 2009 01:06
af methylman
Nýbúinn að fá nýtt móðurborð og nýja 3200 Athloninn minn, vel heitt í herberginu örgjörvinn á leiðinni á sökkulinn OG þá datt svitadropi af enninu beina leið ofaní sökkulinn [-X og ég vildi ekki trúa óheppninni og setti örgjörfann á og hélt áfram .... það varð aldrei tölva úr þessum hlutum. :oops:

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Mið 04. Feb 2009 09:27
af Hyper_Pinjata
svekk svekkiddí svekk svekk...

mesta tölvuvesen hjá mér var örugglega þegar ég setti "full size" ATX móðurborð í lítinn Compaq Tölvukassa fyrir µATX móðurborð....ég henti aflgjafanum utan á kassann,lét hann bara hanga (chilla) þar...svo var heilmikið snúruvesen sem fylgdi þessu....sem endaði með blossum þegar aflgjafinn "losnaði" aftan af kassanum....en já...snúrur slitnuðu og blossar voru þarna líka....og hvílíkt "view" hef ég aldrei séð...

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Mið 04. Feb 2009 18:10
af DoofuZ
Ég hef nú lent í ýmsu en sem betur fer hefur aldrei kvikmað í tölvu hjá mér :) En einu sinni var nú ekki langt í það, fann brunalykt frá aflgjafanum einn daginn svo ég slökkti á tölvunni, svo um kvöldið þegar ég kom heim úr vinnunni hafði bróðir minn kveikt á henni og var í henni en hann var ekkert að spá í brunalyktina :shock: Skipti þá að sjálfsögðu um aflgjafa :)

Ég var síðan einu sinni að reyna að fá svoldið stórann disk til að virka í tölvunni og eftir smá fikt endaði ég í fdisk þar sem ég eyddi partition sem ég hélt að væri á þeim disk en strax eftirá áttaði ég mig á því að ég hafði óvart eytt af disknum þar sem C drifið var með Windows inná :roll: :lol:

Og svo var það vesenið með fyrstu tölvuna mína sem var Tulip Universa (einn stór hlunkur, skjár og tölva saman í einum kassa, var úrelt við kaupin :roll:) en einu sinni var ég eitthvað að fikta í henni og missti heila lúku af skrúfum á móðurborðið :? Hélt svo að hún væri dauð þar sem hún fór ekki í gang og skildi þannig við hana í heilt ár eða svo en þá var mér bent á að prófa að flassa biosinn, eftir að ég gerði það þá virkaði hún að sjálfsögðu og næstu árin fengu foreldrar mínir að nota hana :D

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Mið 04. Feb 2009 19:09
af Glazier
Það var bara þegar fartölvan mín stút fylltist af vírusum og ég kunni voða lítið á tölvur og og var heilu næturnar að eyða vírusum bara til að geta kveikt á henni án þess að hún mundi frjósa.
Runnaði hana alltaf í safe mode til að geta kveikt á henni eftir þetta þá kann ég miklu meira á tölvur :P
Og núna um daginn í sömu tölvu þá ætlaði ég að prófa að fara í counter strike og þegar loading merkið var búið að vera í smá stund þá byrjaði skjárinn bara að blikka á fullu ég restartaði vélinni og skjárinn var enn svona blikkandi eftir að hafa restartað henni nokkrum sinnum þá virkaði hún og ég var bara að vafra á netinu í svona klukkutíma svo alltíeinu slökkti hún á sér og síðan þá hef ég aldrei náð að kveikja á henni :/ eða kemur bara blár skjár og stundum blikk :/
Pabbi fór með hana í viðgerð og þá voru 4 aðrar allveg eins tölvur í viðgerð með sama gallann þetta helv. dell drasl

D= Drasl ! ;)

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Fim 05. Feb 2009 10:31
af Some0ne
Formattaði einu sinni tölvuna mína 7 sinnum á innan við 3 tímum.

Var tiltölulega nýr í tölvudæminu öllu, var álíka hooked á CS og á krakki, kem heim úr skólanum og adslið virkar ekki og ég hringi í Símann og þeir segja að það sé ekkert að adslinu. Ég skellti vandamálinu á Windowsið ( WindowsME don't ask.) og formattaði, aldrei kom adslið inn og ég var orðinn alveg trítilóður búinn að formatta tölvuna 7 sinnum en aldrei virkaði netið. Á þriðja tímanum hringdi ég svo í Símann, og þá segir þjónustufulltrúinn "öh já það er víst einhver bilun í adsl kerfinu á svæðinu þínu" ég skellti á og kýldi vegg.

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Fim 05. Feb 2009 11:32
af TechHead
Þegar úttaks festingin á triple radiatorinum gaf sig í gamla stacker kassanum mínum fyrir einhverjum 5 árum.
Hann var nátturulega skrúfaður upp í toppinn á kassanum og ég lá steinsofandi upp í rúmi þegar festingin gaf sig.

Morguninn fór í að þurrka upp bleytu, rífa sundur tölvuna og bölva bólgnu parketinu.
Dagurinn fór að mestu í að þurrka íhlutina með hárþurrku, eyrnapinnum og Isopropanoli.
Kvöldið fór í að rífa upp parket, þurrka steypu og leggja nýjar plötur

Þetta var ekki til að bæta skoðun konunnar minnar á þessu áhugamáli mínu :roll:

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Fös 27. Feb 2009 22:56
af TwiiztedAcer
BöMP

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Fös 27. Feb 2009 23:04
af Gúrú
TwiiztedAcer skrifaði:BöMP


Vá hvað þú þreytir mig...

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Fös 27. Feb 2009 23:18
af KermitTheFrog
Fór í gegnum viku af formati og gagnatapi með gamla lappann minn þegar ég var bara græningi sem var búinn að fara of illa með lappann sinn. Og ekki bætti það úr skák að það var vikan sem ég fékk í vetrarfrí í skólanum.

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Lau 28. Feb 2009 03:34
af DoofuZ
Gleymdi alveg því þegar ég lét systur mína fá hennar fyrstu tölvu og ákvað að gera hana eins örugga og ég gæti með því að loka á að hún gæti breytt hinu og þessu og sett eitthvað óæskilegt inná tölvuna svo ég fór í MMC og fór í gegnum allar helstu stillingar þar. Hélt svo að allt væri gott og blessað þar til hún lenti í vandræðum með að setja einhvern leik inná, reyndi þá að setja leikinn inn sem admin en það var ekki að virka þar sem mér var líka bannað það sem admin :? Fór þá í MMC aftur til að reyna að laga þetta en komst þá ekki í fjandans stillingarnar þar sem ég hafði bannað aðgang að því, ekki bara fyrir venjulega notendur heldur líka admin :shock: Náði síðan sem betur fer að laga allt á endanum með repair install á XP ef ég man rétt, þurfti amk. ekki að gera clean install :D

Svo hef ég einstaka sinnum fengið í hendurnar tölvu fulla af vírusum með enga vírusvörn, þá er alltaf gaman að sjá hve slæmt ástandið getur orðið án varnar :) Fékk t.d. einu sinni til mín fartölvu sem var varnarlaus, byrjaði á því að setja vírusvörn inná og fór síðan að skanna. Gleymdi að slökkva á hljóðinu sem kemur alltaf þegar vírus finnst og heyrði því speakerpíp á 2ja sekúnda fresti í næstum 3 tíma :? Nennti ekki að stoppa skannið bara til að slökkva á hljóðinu, hehe :roll: Það endaði svo með því að það fundust nokkur þúsund sýkingar og það bara allt í einni möppu á desktop innan um hundruðir af mp3 lögum... hefði alveg getað bara eitt öllu *.exe í þeirri möppu, skannað svo og fundið ekkert #-o

Keypti síðan einu sinni nýjan disk í tölvuna (frá Computer.is) en um leið og ég steig útúr bílnum heima, með diskinn og nýjan síma í fanginu, þá missti ég diskinn í jörðina :o Prófaði samt að tengja hann í tölvuna, gera format og svo scandisk, en að sjálfsögðu komu endalausar villur svo ég skilaði honum daginn eftir. Þá tók við löng bið því það þurfti að senda diskinn út til að fá framleiðandan til að skera úr um ábyrgð en um ári seinna þá hringdi ég til að athuga málið, eins og ég var búinn að gera reglulega, og þá var mér sagt að ég fengi diskinn bættann, fékk bara annan alveg eins í staðinn :D

Eyðilagði svo einu sinni nýjann aflgjafa sem var líka keyptur í Computer.is 8-[ Var bara eitthvað að vesenast fyrir aftan tölvuna og tók eftir takka á aflgjafanum þar sem á stóð 230, prófaði að ýta takkanum til hliðar og sá þá 115 í staðinn en um leið heyrði ég aflið minnka og svo komu tveir hvellir ásamt blossum og rafmagnið sló út :lol: Ýtti takkanum þá bara til baka en það lagaði þetta ekki svo ég skilaði honum og sagði hvað gerðist, en sleppti auðvitað að nefna að ég hefði ýtt takkanum til hliðar, og fékk svo bara nýjan aflgjafa nokkrum dögum seinna =D>

Og svo má ekki gleyma því hvernig ég gerði fyrstu tölvu heimilisins ónothæfa :shock: Það var Sirius Victor, 286 kvikyndi, en ég lærði mjööög mikið á henni, sérstaklega um dos og hvernig allt þarf að vera í sér möppum og svoleiðis. Var nefnilega einn daginn eitthvað að fikta í einhverjum filemanager í henni, datt í hug að taka smá til og fór því í það að færa ALLT úr öllum möppum yfir í EINA möppu :shock: Það var að sjálfsögðu ekki sniðugt enda komst maður bara ekkert meira í hana eftir það ](*,)

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Lau 28. Feb 2009 07:07
af urban
alveg án efa þegar að ég var að formata tölvuna hennar mömmu fyrir nokkrum árum...

jæja ég tek hitt og þetta og færi yfir á flakkara hjá mér (þar á meðal t.d. póstinn og favorites úr vöfrum)
jæja.. síðan tek ég copy af my documents og formata síðan...

fatta hvað ég gerði vitlaust þegar að ég var að færa "drasið" hennar á sinn stað....

ég tók copy af "My documents" á desktop...
fór ekki inní möppuna og copyaði allt þaðan, heldur copyaði shortcuttið af desktop..

þetta slapp samt vegna þess að ég windows installaðist greinilega á sömu sectora á hdd og ég gat notað datarecoveryback forritið til þess að bjarga þessu

*lagað vegna 19584 stafsetningarvilla*
p.s. dont drink and post

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Fim 12. Mar 2009 17:06
af EmmDjei
þegar netkortoð bilaði

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Fim 12. Mar 2009 17:48
af Sydney
Þegar ég keypti nýtt skjákort í gömlu fermingartölvuna, var með MSI RS480 mobo og keypti mér 7600GT, og móðurborðið bara einfaldlega hafnaði kortinu, kortið virkaði fínt með öðrum borðum...

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Fim 12. Mar 2009 18:07
af littel-jake
Some0ne skrifaði:Formattaði einu sinni tölvuna mína 7 sinnum á innan við 3 tímum.

Var tiltölulega nýr í tölvudæminu öllu, var álíka hooked á CS og á krakki, kem heim úr skólanum og adslið virkar ekki og ég hringi í Símann og þeir segja að það sé ekkert að adslinu. Ég skellti vandamálinu á Windowsið ( WindowsME don't ask.) og formattaði, aldrei kom adslið inn og ég var orðinn alveg trítilóður búinn að formatta tölvuna 7 sinnum en aldrei virkaði netið. Á þriðja tímanum hringdi ég svo í Símann, og þá segir þjónustufulltrúinn "öh já það er víst einhver bilun í adsl kerfinu á svæðinu þínu" ég skellti á og kýldi vegg.


7 formatts á 3 tímum... hlítur að vera góð íkja eða met

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Fim 12. Mar 2009 18:26
af TwiiztedAcer
Hehe skemmtilegt að lesa þetta hjá ykkur :D

Mesta vesenið hjá mér var þegar ég formattaði fartölvuna mína og þá var eitthvað vesen útaf wireless netinu og það var ekkert hljóð í tölvunni, því ég fattaði ekki að ég þyrfti að installa driverunum :S (Algjör nýliði sko)

Re: Hvað er mesta vesenið sem þú hefur lent í varðandi tölvu

Sent: Þri 17. Mar 2009 23:10
af Siggi86
eitt orð...Windows