Síða 1 af 1

tekinn í tollinum

Sent: Þri 11. Nóv 2008 23:04
af dos
Vitiði hver refsingin er ef maður kemur með dýran hlut td myndavél eða fartölvu og ætlar í gegnum græna hliðið í tollinum en er stoppaður, er draslið gert upptækt eða sleppur maður með toll+vsk+sekt og fær að halda dótinu.

Re: tekinn í tollinum

Sent: Þri 11. Nóv 2008 23:24
af vesley
taktu tölvuna bara úr kassanum eða láttu kassan lýta út fyrir að vera notaður og þá ættiru að sleppa ;)

Re: tekinn í tollinum

Sent: Þri 11. Nóv 2008 23:27
af eeh
Þetta er tekið af þér og þarft að borga sekt, færð ekkert til baka.

Veit um tilfelli.

Re: tekinn í tollinum

Sent: Mið 12. Nóv 2008 04:30
af Minuz1
dos skrifaði:Vitiði hver refsingin er ef maður kemur með dýran hlut td myndavél eða fartölvu og ætlar í gegnum græna hliðið í tollinum en er stoppaður, er draslið gert upptækt eða sleppur maður með toll+vsk+sekt og fær að halda dótinu.


Borgar (vsk og toll) * 2

Er tilfelli

Re: tekinn í tollinum

Sent: Mið 12. Nóv 2008 09:17
af dos
Minuz1 skrifaði:
Borgar (vsk og toll) * 2

Er tilfelli


Var þetta dýrt tæki hjá þér?

Re: tekinn í tollinum

Sent: Mið 12. Nóv 2008 14:26
af AngryMachine

Re: tekinn í tollinum

Sent: Mið 12. Nóv 2008 15:14
af hallihg
Ef þú ert að kaupa fartölvu eða myndavél, passaðu þig bara að losa þig við alla kassa, filmur eða pappír sem lætur vöruna líta út fyrir að vera nýja.

Kveiktu á fartölvu eða öðru raftæki í fyrsta skipti áður en þú ferð heim, mundu að hlaða líka.

Ef þú gerir þetta og lætur hana líta út fyrir að hafa verið í þinni eigu í einhvern tíma þá geta þeir aldrei sannað þetta.

Re: tekinn í tollinum

Sent: Mið 12. Nóv 2008 16:43
af AngryMachine
Tekið af tollur.is:
Ef tollskyldur varningur sem ekki hefur verið greint frá kemur fram við tollskoðun skoðast hann ólöglega innfluttur. Er heimilt að gera slíkan varning upptækan til ríkissjóðs auk þess sem viðkomandi kann að þurfa að sæta refsingu lögum samkvæmt.

...
hallihg skrifaði:Ef þú ert að kaupa fartölvu eða myndavél, passaðu þig bara að losa þig við alla kassa, filmur eða pappír sem lætur vöruna líta út fyrir að vera nýja.
Kveiktu á fartölvu eða öðru raftæki í fyrsta skipti áður en þú ferð heim, mundu að hlaða líka.
Ef þú gerir þetta og lætur hana líta út fyrir að hafa verið í þinni eigu í einhvern tíma þá geta þeir aldrei sannað þetta.


Þeir þurfa svo sem ekki að sanna eitt né neitt. Sá sem að hefur nýlegt og dýrt rafmagnstæki undir höndum (tali nú ekki um fartölvu) en getur ekki reitt fram kvittanir fyrir henni er bara ekki mjög trúverðugur.

Ég hef unnið dálítið með tollverði hans hátignar og helsta ályktunin sem að ég dró af þeirri reynslu er að það er algjört lottó hvað sleppur í gegn og hvað ekki. Á góðum degi lendir þú á líbó tollvörð og gætir þá sloppið í gegn með nánast hvað sem er. Á slæmum degi lendir þú á tollvörð sem að er algjör nasisti og ert svo gjörsamlega tekinn í bakaríið og skiptir þá engu máli hvað þú segir eða gerir.

Athugaðu líka það að allar afsakanir og útskýringar sem að þú getur látið þig detta í hug hafa þeir heyrt áður og heyra oft á dag.

Re: tekinn í tollinum

Sent: Mið 12. Nóv 2008 22:45
af hallihg
Já já allt gott og gilt hjá þér.

En þeir eru löngu hættir að skrá t.d. þessar fartölvur þegar þú ferð með þær útúr landinu sem er MJÖG algengt, sérstaklega í ljósi góðærisins (sem nú er reyndar á enda).

Því er nánast ómögulegt fyrir þá að sanna að fartölva sem þú kemur með í heimleiðinni, sé ekki tölva sem þú tókst sömuleiðis með þér út þeas. svolengi sem þú ert ekki auli að hafa hana ennþá í kassanum. Ef maður getur kveikt á henni (gangi þeir svo langt að biðja um það, sem þeir gera stundum), þá geta þeir þannig séð lítið gert.

Svo fartölvur og ipodar sem er búið að hlaða og kveikja á í fyrsta skipti = 99% safe IMO.

Re: tekinn í tollinum

Sent: Mið 12. Nóv 2008 23:04
af Harvest
Drengir.

Ef þið eruð að standa í svona mæli ég STERKLEGA með því að vara með stórann minnislykil og hlaða inná hann alskonar drasli bara og setja á desktopinn og út um allt. Einnir að vera búnir að setja upp forrit og annað slíkt.

Sama gildir með ipoddana. Setjið inná þá lög og annað drasl.

Einnig að vara búnir að fjarlægja þessa "nýju" lykt sem vill koma af fartölvum :) - þá er ég ekki að tala um að skíta í hana. Meira bara spreyja rakspíra nálægt hennig og þannig. Einnir er vinsælt að vera með ísl. lyklaborðslímmiða með sér til að setja á hana plús að setja nokkur fingraför á skjáinn.


Það skiptir líkamiklu máli að hafa hana í fartölvutösku!

Re: tekinn í tollinum

Sent: Mið 12. Nóv 2008 23:07
af eeh
Þeir þurfa svo sem ekki að sanna eitt né neitt. Sá sem að hefur nýlegt og dýrt rafmagnstæki undir höndum (tali nú ekki um fartölvu) en getur ekki reitt fram kvittanir fyrir henni er bara ekki mjög trúverðugur.


Þetta er ekki rétt, þeir verða að sanna að vöru sé verið að smigla inn, maður er ekki skildugur að geima nótur nema að maður sé með fyrirtæki.
En ef þeim grunar eitthvað þá geta þeir gert voruna upptæka og þú verður að stana í stappi við sýslumann, hef þurft að gera það með mynda vél og ég náði svo í hana þangað án þess að borga neitt.

Fyrir ári var gómul kona tekin og gleraugu voru gerð upptæk því hún var ekki með nótu, þetta gengur ekki og var mikil óþægindi fyrir hana en það leistist.

Svo ef við eigum að vera með nótur fyrir öllu sem við erum með og erum í þá væru við með ansi margar nótur, því ef þú kaupir tildæmis hlut sem kostar 10þ og ferð með hann í gegn og síðan ferðu út og kaupir annan hlut á 15þ ári sedna og ert með hinn hlutin líka þá ertu komin með meira en 23Þ sem þíðir að þetta yrið tekið af þér ef u yrðir stoppaður.
Kveðja EEH

Re: tekinn í tollinum

Sent: Mið 12. Nóv 2008 23:45
af Bessi
Nei, Tollurinn þarf ekki að sanna neitt. Sönnunarbyðrin er öfug í þessu tilfelli þ.e. þú þarft að geta sannað að varan sé keypt á Íslandi (eða að þú ert búin að borga vask af henni áður). Ein leið til að gera það er að vera alltaf með nótur á sér. Já, þetta er asnalegt en svona eru lögin/reglugerðirnar.

Eins og einhver sagði þá er íslenskt lyklaborð á ferðatölvu góð og einföld leið til að 'sanna' þetta. En ef tollarinn fattar að hún er með útlenskt lyklaborð, og hún lítur út fyrir að vera minna en hálfs árs gömul þá ertu að öllum líkindum að fara að borga vask og sektir.

Re: tekinn í tollinum

Sent: Fim 13. Nóv 2008 00:31
af Gets
Ég hef ekki lent í neinu veseni hjá tollinum enda ekki smyglað svo mikið sem einni súkkilaðistöng
Þegar ég fór fór til Spánar fyrir tveimur árum þá kom ég við hjá tollinum áður en ég fór út og óskaði eftir því að fá að skrá tvær myndavélar sem ég var með til að ég lenti ekki í veseni þegar heim væri komið “önnur þeirra í dýrari kantinum” og kærði mig ekki um að borga aftur toll af henni inn í landið og jafnvel missa hana.

Tollarinn var hinn vinsamlegasti og bað mig um að skrá niður raðnúmer vélana á þartilgert plagg og hann bar síðan númerin saman við þau sem voru á vélunum því næst bað hann mig um greiðslukvittun fyrir vélunum til að staðfesta það að ég hefði keipt þessar velar hérna heima :shock: ég viðurkenni að þarna varð ég algerlega kjaftstopp í smá stund, sagði honum síðan að ég leggði nú ekki í vana minn að ganga með kvittanir í vasanum fyrir mínu dóti í mínu heimalandi, bætti því við að það væri lítið mál að útvega nótur en ekki á innan við klukkutíma þar sem vélin væri að fara eftir klukkutíma.

Tollarinn sagði mér að hann gæti ekkert gert í því og ég yrði bara að taka sénsinn á að lenda ekki í tékki og útskýra þá mitt mál, :evil: það var þá sem ég hreinlega tapaði mér og eftir nokkur vel valin orð labbaði ég um borð með kvittun fyrir vélunum og í flýtinum hafði hann gleimt að strika yfir þær skráningarlínur á blaðinu sem voru auðar þannig að ég hefði getað keipt slatta af raftækjum úti og skrifað þær inn á blaðið sem var kvittað og stimplað að ég hefði farið utan með þessar vörur.

Re: tekinn í tollinum

Sent: Fim 13. Nóv 2008 01:17
af Minuz1
dos skrifaði:
Minuz1 skrifaði:
Borgar (vsk og toll) * 2

Er tilfelli


Var þetta dýrt tæki hjá þér?


105 Þúsund króna leðurgalli.
Sektin átti upphaflega að vera 103 þúsund en var lækkuð niður í 50 þúsund vegna þess að hann er framleiddur innan EB. (enginn tollur)

Re: tekinn í tollinum

Sent: Fim 13. Nóv 2008 14:33
af AngryMachine
eeh skrifaði:
Þeir þurfa svo sem ekki að sanna eitt né neitt. Sá sem að hefur nýlegt og dýrt rafmagnstæki undir höndum (tali nú ekki um fartölvu) en getur ekki reitt fram kvittanir fyrir henni er bara ekki mjög trúverðugur.


Þetta er ekki rétt, þeir verða að sanna að vöru sé verið að smigla inn, maður er ekki skildugur að geima nótur nema að maður sé með fyrirtæki.
En ef þeim grunar eitthvað þá geta þeir gert voruna upptæka og þú verður að stana í stappi við sýslumann, hef þurft að gera það með mynda vél og ég náði svo í hana þangað án þess að borga neitt.


Ef að tollurinn heldur að þú sért að smygla, þá er það þú sem að verður að sannfæra þeim um hið gagnstæða - annars geta þeir búið til allskyns vandræði fyrir þig, eins og þú bendir sjálfur á. Eins og þú bendir líka á þá þurfa fyrirtæki hér á landi að geyma bókhaldið sitt (í sex ár að mig minnir). Þannig að ef að varan er á annað borð keypt hér á landi þá ætti það ekki að flækjast fyrir neinum að fara þangað sem að varan var keypt og fá afrit eða endurprentun af reikningnum. Nú þá ættu flestir að geta reitt fram debet/kreditkorta færslur úr netbankanum, sérstaklega ef að um er að ræða nýlega vöru. Þannig að 'ég geymi ekki kvittanir' er ekki valid afsökun.

Finns bera á þeim misskilningi hér að fólk haldi að opinberum embættismönnum beri skyldu til að trúa öllu sem að þeim er sagt. Þegar staðreyndin er sú að tollurinn þarf ekki að trúa neinu sem að þú segir sem að þú getur ekki fært sönnur fyrir, jafnvel þótt þú sért að segja satt og rétt frá.

Ég er ekki með þessu að verja Tollinn eða sýsteminu sem þeir halda uppi - tollreglur sökka. Ég vill bara benda á að það þýðir lítið að kvarta undan því að tollverðir vinni vinnuna sína, til þess eru þeir þarna.

Re: tekinn í tollinum

Sent: Mán 17. Nóv 2008 15:59
af natti
Það var nú í umræðunni fyrr á þessu ári að hætta að leyfa fólki að skrá vörur á leiðinni út úr landi, heldur að fólk þyrfti ávallt að geta sýnt fram á kvittanir.
Þar var meðal annars talað um að það væri ekki hægt að ef að fólki hefði eitt sinn tekist að "smygla" hlut (t.d. myndavél/ferðatölvu) inn í landið, að það væri bara "stikkfrí" ef það ætlaði með vöruna með sér í sumarfrí erlendis næst.
Og í sömu umræðu var bent á að sönnunarbyrðin væri algjörlega á ábyrgð einstaklingsins sem að er með varninginn. Viðkomandi þarf að geta sýnt fram á kvittun, eða að öðrum kosti þarf að borga sekt og vsk/toll/whatnot.

By "umræðu", þá er ég ekki að vitna í umræðu hérna á spjallinu, heldur get ég svarið að ég hafi séð þetta sem fréttatilkynningu eða grein á mbl.is eða sambærilegum fréttamilði.
Ég er bara alltof latur núna til þess að fara og leita mér að heimildum.