Síða 1 af 2

Dagvaktin.

Sent: Sun 26. Okt 2008 21:07
af Dust
Jahá, þetta var án efa sá allra lélegasti þáttur í þessari svo annars ágætu seríu sem ég hef séð. Vona að þetta sé undirbúningur á einhverju mun skemmtilegra í framhaldinu.

Varð að koma þessu frá brjóstholinu.

Re: Dagvaktin.

Sent: Sun 26. Okt 2008 21:11
af Klemmi
Innilega sammála :(

Re: Dagvaktin.

Sent: Sun 26. Okt 2008 21:14
af machinehead
Mér finnst þessi sería bara út í hött. Leiðileg vægast satt.
Söguþráðurinn helst aldrei saman, það er farið úr einu í annað eins og að drekka vatn.

Húmorinn er líka orðinn hálf-þreyttur og kjánalegur á köflum.

Næturvaktin var margfalt betri verð ég að segja!
Er ég kannski einn um þessa skoðun?

Re: Dagvaktin.

Sent: Sun 26. Okt 2008 21:50
af GuðjónR
Mér finnst Dagvaktin ágæt, ekki eins góð og Næturvaktin en samt fínir þættir.

Sjáið Prison Break, fyrsta serían var geggjuð og sería tvö gaf fyrri lítið eftir, jafnvel betri, sería þrjú var svo leiðinlegt að ég gafst upp á fjórða þætti.
Svipað var að segja með LOST, nema hvað að ég gafst mun fyrr upp á þeirri vitleysu.
HEROES, sería 1 var snilld, sería tvö var meiri snilld, sería þrjú algjört flopp, sá fyrstu þrjá og gafst upp.
24, fyrstu seríurnar flottar, síðan breyttist allt í einu litla saklausa dóttirinn í súper-agent, þá datt botninn úr.
Shield, sama sagan og hér að ofan...
Nip/Tuck....sama...


Er að horfa á snilldarseríu núna, Journeyman. Sem betur fer hættu þeir eftir seríu 1 sem er 13 þættir.
Því þá fær maður tækifæri á að hætta að horfa á þeim forsendum og serían mun lifa í minningunni.
Held maður ætti bara að halda sig við bíómyndir, þær hafa jú upphaf og endi, eitthvað sem flestar seríur geta ekki státað af.

Re: Dagvaktin.

Sent: Sun 26. Okt 2008 22:00
af depill
GuðjónR skrifaði:Held maður ætti bara að halda sig við bíómyndir, þær hafa jú upphaf og endi, eitthvað sem flestar seríur geta ekki státað af.


Hmm Die Hard 4.0 nuff said. Svo ætla ég að vona að árs hléið á 24 hafi náð að ýta þeim aftur á toppinn.

Re: Dagvaktin.

Sent: Sun 26. Okt 2008 22:05
af Orri
Mér fannst þessi þáttur kannski ekki alveg jafn fyndinn og hinir, en samt alveg ágætur.
Ekki gefast upp á Dagvaktinni, hinir þættirnir hafa verið mjög fyndnir, líka "sveppa" þátturinn, þótt hann hafi ekki tengst söguþræðinum mikið.

Re: Dagvaktin.

Sent: Sun 26. Okt 2008 22:05
af GuðjónR
depill.is skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Held maður ætti bara að halda sig við bíómyndir, þær hafa jú upphaf og endi, eitthvað sem flestar seríur geta ekki státað af.


Hmm Die Hard 4.0 nuff said. Svo ætla ég að vona að árs hléið á 24 hafi náð að ýta þeim aftur á toppinn.

depill....come one! fullorðnir menn eins og við...nennum ekki að horfa á DieHard4+

Re: Dagvaktin.

Sent: Sun 26. Okt 2008 23:37
af hallihg
Die Hard 4.0 er ein leiðinlegasta hasarmynd sem ég hef séð. Ég sofnaði tvisvar minnir mig. Og ég nenni ekki að horfa á dagvaktina, maður rúllar kannski í gegnum þetta þegar serían er búin...

Re: Dagvaktin.

Sent: Sun 26. Okt 2008 23:59
af Dust
Í enda þessa texta kemur fram upplýsingar um þáttinn sem var í kvöld (ef þið eruð ekki búinn að sjá hann).

Já ég er svo sammála því að þetta er sería sem helst ekkert í hendur. Það kom hérna rosalega skemmtilegur sveppaþáttur, svo var næsti um einhvað svo allt annað og sveppirnir og aukaverkarnir þeirra bara horfnir úr sögunni. Þessi þáttur var í rauninni sá eini sem var tengdur einhverju sem liðið er. Þetta minnir rosalega á The Simpsons, allt sjálfstæðir þættir.

En næturvaktin var að sjálfsögðu ekkert nema snild. Mér er búið að finnast þessi sería vera fara fína leið og margt sem hefur mátt gráta augun úr (samanber fyrsta nauðgun Ólafs). Svo fannst mér þetta vera orðinn nokkuð skemmtileg tilbreyting að Georg væri orðinn hinn kúgaði einstaklingur. En í seinasta þætti og þessum sem var í kvöld, fór maður að sjá sömu fléttuna og í næturvaktinni. Skitið yfir Ólaf í öllum hornum, Georg farinn að drottna allt of mikið og Daníel farinn í sömu sjálfsvorkunnina og þar af leiðandi gargandi og stamandi allann þáttinn (fyrir utan í þessum þætti þá sá maður einhvað smá nýtt hjá honum, undirokaður af Georg). Svo það eina nýja í þáttunum sem ég var virkilega að fíla Gugga, núna Dauð! (þó svo maður viti aldrei nema þeir hafi greint hana vitlaust).

Re: Dagvaktin.

Sent: Mán 27. Okt 2008 00:33
af Viktor
GuðjónR skrifaði:Mér finnst Dagvaktin ágæt, ekki eins góð og Næturvaktin en samt fínir þættir.

Sjáið Prison Break, fyrsta serían var geggjuð og sería tvö gaf fyrri lítið eftir, jafnvel betri, sería þrjú var svo leiðinlegt að ég gafst upp á fjórða þætti.
Svipað var að segja með LOST, nema hvað að ég gafst mun fyrr upp á þeirri vitleysu.
HEROES, sería 1 var snilld, sería tvö var meiri snilld, sería þrjú algjört flopp, sá fyrstu þrjá og gafst upp.
24, fyrstu seríurnar flottar, síðan breyttist allt í einu litla saklausa dóttirinn í súper-agent, þá datt botninn úr.
Shield, sama sagan og hér að ofan...
Nip/Tuck....sama...


Sammála með Dagvaktina. En vá, afþví að þú minnist á Nip/Tuck. Fyrsta serían var frábær, þvílíkt flott gert á skurðborðinu, skemmtilegir kúnnar og spennandi söguþráður. Hinsvegar er þetta núna komið bara útí eitthvað leiðinda Bold & the Beautiful rugl. Þoli það ekki [-(

Re: Dagvaktin.

Sent: Mán 27. Okt 2008 00:45
af jonsig
Meðan þetta selst , þá er gert meira. Svo eru svo miklir peningar í þessu oft að framleiðendurnir verða metnaðarlausir eftir fyrstu seríu

Re: Dagvaktin.

Sent: Mán 27. Okt 2008 18:41
af Lester
Nýjasti þátturin var ágætur ekkert spes næturvaktin var MIKLU betri
er bara vonsvikin :(

Re: Dagvaktin.

Sent: Mán 27. Okt 2008 19:33
af kallikukur
þessi þáttur var hörmung en annars er ég að fíla dagvaktina jafn mikið og næturvaktina :)

Re: Dagvaktin.

Sent: Þri 28. Okt 2008 01:57
af Andriante
Þetta var mjög fínn þáttur. You guys are idiots!

Re: Dagvaktin.

Sent: Þri 28. Okt 2008 02:28
af DoofuZ
Sammála síðasta ræðumanni! Það var kannski ekkert neitt svakalega mikið að gerast í þættinum, töluvert færri brandarar í gangi miðað við fyrstu þættina, en ég held að þessi þáttur sé meira svona smá brú á milli betri þátta seríunnar. Ég er pottþéttur á því að í næstu þáttum muni eitthvað svakalegt gerast, ef maður þekkir þessa þætti rétt þá er það frekar líklegt.

*SPOILER ALERT*
Þessi þáttur átti örugglega bara að sýna hvernig Georg höndlaði "slysið" hennar Guggu en svo á núna eftir að finna hana og ef hún er virkilega dauð, þá verður rannsókn og þá verður gaman að sjá allt verða kolvitlaust þegar þeir verða yfirheyrðir, sérstaklega Daníel :lol: En ef hún er ekki dauð þá verður ennþá meira fjör, þá verður hún örugglega alveg brjáluð útí Georg og hundskammar hann fyrir að taka bara stjórnina og titla sig sem hótelstjóra :D En annars þá er aldrei að vita hvað á eftir að gerast, kannski eiga þættirnir eftir að fara niður á við eftir þennan en ég bara vona ekki og hreinlega efast um það :-k
*/SPOILER ALERT*

En hvað sem á svosem eftir að gerast þá er mér persónulega alveg sama, ég horfi ekki bara á þættina til að sjá endalausa brandara, ég er meira fyrir það að sjá hlutina verða vandræðalega og sorglega en svo lengi sem það er samt í hófi og mér finnst þetta bara vera í góðum gír eins og er hvað það varðar :)

Re: Dagvaktin.

Sent: Þri 28. Okt 2008 16:54
af jonsig
Bara leiðinlegt að missa þennan eina carakter úr þáttunum sem er eins og raunverulegur íslendingur , passive aggresive - Fat bastard .

Re: Dagvaktin.

Sent: Þri 28. Okt 2008 16:58
af machinehead
jonsig skrifaði:Bara leiðinlegt að missa þennan eina carakter úr þáttunum sem er eins og raunverulegur íslendingur , passive aggresive - Fat bastard .


Hún er ekki dauð. Nokkuð viss um það, það var sýnt í trailernum áður en þættirnir byrjuðu.

Re: Dagvaktin.

Sent: Þri 28. Okt 2008 18:23
af DaRKSTaR
mikið rosalega er ég ósammála ykkur.

síðasti þáttur var slappur.. true.. samt gat maður hlegið þegar daníel vaknaði með pönnuna í hendinni.

þessir þættir á undan hafa verið hrein snilld og maður hefur ekki getað annað en hlegið að þessu..

næturvaktin betri en dagvaktin, nei.

Re: Dagvaktin.

Sent: Þri 28. Okt 2008 19:44
af Gúrú
Ætti nú ekki að vera erfitt djobb að bera saman 5 mínútna trailerana og þáttinn og gá hvort að eitthvað með henni er ekki komið :)

Problem sölvd varðandi óþolinmæði =P~

Re: Dagvaktin.

Sent: Mið 29. Okt 2008 21:54
af jonsig
já það gengur ekki að hafa Georg sem hótelstjóra , hann er svo geðtruflaður einstaklingur. ahh Ég þoli ekki meira af honum þar sem hann er eftirmynd af einum frænda mínum sem ég hef þurft að þola síðan ég fæddist, carakterinn sem Georg er byggður á :cry: , sá kall er áttræður, einnig elskar hann þessa þætti.

Re: Dagvaktin.

Sent: Fös 31. Okt 2008 21:32
af Demon
GuðjónR skrifaði:Mér finnst Dagvaktin ágæt, ekki eins góð og Næturvaktin en samt fínir þættir.

Sjáið Prison Break, fyrsta serían var geggjuð og sería tvö gaf fyrri lítið eftir, jafnvel betri, sería þrjú var svo leiðinlegt að ég gafst upp á fjórða þætti.
Svipað var að segja með LOST, nema hvað að ég gafst mun fyrr upp á þeirri vitleysu.
HEROES, sería 1 var snilld, sería tvö var meiri snilld, sería þrjú algjört flopp, sá fyrstu þrjá og gafst upp.
24, fyrstu seríurnar flottar, síðan breyttist allt í einu litla saklausa dóttirinn í súper-agent, þá datt botninn úr.
Shield, sama sagan og hér að ofan...
Nip/Tuck....sama...


Er að horfa á snilldarseríu núna, Journeyman. Sem betur fer hættu þeir eftir seríu 1 sem er 13 þættir.
Því þá fær maður tækifæri á að hætta að horfa á þeim forsendum og serían mun lifa í minningunni.
Held maður ætti bara að halda sig við bíómyndir, þær hafa jú upphaf og endi, eitthvað sem flestar seríur geta ekki státað af.


Shield sama sagan?
Get nú alls ekki sagt það, ég var hvað mest spenntur í enda seríu 5 ef eitthvað var. Þvílíkur cliffhanger þar á ferð.
Sería 6 gaf svo ekkert eftir þannig að ég skil eiginlega ekki hvað þú átt við.

Re: Dagvaktin.

Sent: Lau 01. Nóv 2008 00:37
af GuðjónR
Auðvitað er Gugga ekki dauð.
Gruna samt að hún verði minnislaus þegar hún raknar úr rotinu.

Re: Dagvaktin.

Sent: Þri 18. Nóv 2008 21:35
af jonsig
Ég er nokk á því að kærasta Fleming gay , sé jú einn ófríðasti kvenmaður sem ég á æfinni hef séð.. SagaFilm hafa örugglega fundið hana á einkamal.is . titluð sem "megababe90"

Re: Dagvaktin.

Sent: Þri 18. Nóv 2008 23:13
af coldcut
jonsig skrifaði:Ég er nokk á því að kærasta Fleming gay , sé jú einn ófríðasti kvenmaður sem ég á æfinni hef séð.. SagaFilm hafa örugglega fundið hana á einkamal.is . titluð sem "megababe90"


hehe satt...hún er samt af Reykhólum sko. Hún er í fjölbraut hérna uppi á skaga og er eitthvað mesta stykki sem ég hef séð. Þú ættir líka að sjá hana í ræktinni maður.
Má til gamans geta að gaurinn sem leikur Flemming Geir býr ekki stutt frá akranesi og mætti nú stundum í ræktina í fyrra.

kv, gaurinn sem lyftir með fræga fólkinu. :besserwisser

Re: Dagvaktin.

Sent: Þri 18. Nóv 2008 23:44
af Pollonos
jonsig skrifaði:Ég er nokk á því að kærasta Fleming gay , sé jú einn ófríðasti kvenmaður sem ég á æfinni hef séð.. SagaFilm hafa örugglega fundið hana á einkamal.is . titluð sem "megababe90"


Stúlkunni finnst örugglega gaman að lesa svona um sig á netinu og þetta eykur án efa sjálfsöryggi hennar og lífsgleði!!

Vonum að þeir sem láti svona kjaftæðis athugasemd út úr sér séu með eindemum fríðir og venjulegir sjálfir.