Þetta er alveg svakalegt mál:
http://visir.is/article/20080907/VIDSKIPTI07/823360308
Tekið af visir.is
Sony innkallar 500.000 fartölvur um allan heim
Sony hefur innkallað tæplega 500.000 Vaio fartölvur um allan heim.
Þetta kemur í kjölfar fjölda kvartana um að eldur hafi óvænt komið upp í fartölvunum og skaðað eigendur þeirra.
Innköllunin þykir meiriháttar áfall fyrir Sony og féllu hlutir í tölvurisanum um yfir 4% á mörkuðum er málið varð opinbert í vikulokin. Hafa hlutabréf í Sony ekki verið lægri í þrjú ár.
Í frétt um málið í breska blaðinu The Guardian segir heimildarmaður innan Sony að félagið hafi vitað af þessu vandamáli síðan snemma í ágúst og hefði átt að bregðast fyrr við vandanum.
Alls er vitað um 203 tilfelli þar sem þessar fartölvur hafa ofhitnað og eldur kviknað í þeim þannig að eigendur þeirra hlutu brunasár. Af fjöldanum eru 83 tilfelli í Japan.
Sony segir að þeir muni bjóða upp á ókeypis viðgerðir á tölvunum í þeim 48 löndum sem Vaio fartölvur hafa verið til sölu.
Átt þú Sony Vaio Fartölvu ? Innköllun
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Átt þú Sony Vaio Fartölvu ? Innköllun
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 621
- Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
- Reputation: 99
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Átt þú Sony Vaio Fartölvu ? Innköllun
Þetta er rosaleg!
Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p
Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p
Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB
-
- Fiktari
- Póstar: 96
- Skráði sig: Þri 24. Jún 2008 13:13
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Átt þú Sony Vaio Fartölvu ? Innköllun
Eru þessar tölvur til sölu hér? VInkona mín verslaði sér svona vél í USA í sumar og er núna að brasa við að komast að því hvort hennar vél sé ein af þessum 500.000. Henni var sagt við kaupin að það væri alþjóðleg ábyrgð á vélinni, en í fréttinni segir að það verði bara boðið upp á "ókeypis viðgerðir á tölvunum í þeim 48 löndum sem Vaio fartölvur hafa verið til sölu".
Einhver ráð fyrir greyið?
p.s. töff tölva samt, batteríið svínvirkar og hún er alveg fislétt
Einhver ráð fyrir greyið?
p.s. töff tölva samt, batteríið svínvirkar og hún er alveg fislétt
\o/
Re: Átt þú Sony Vaio Fartölvu ? Innköllun
Er þetta innkallað á Íslandi? Ég keypti mína reyndar árið 2005 en hún er ljóta draslið. Ég hef sem betur fer greinilega aldrei hlaðið batteríið í henni...
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Átt þú Sony Vaio Fartölvu ? Innköllun
Super skrifaði:Er þetta innkallað á Íslandi? Ég keypti mína reyndar árið 2005 en hún er ljóta draslið. Ég hef sem betur fer greinilega aldrei hlaðið batteríið í henni...
Ef þú hefur keypt hana af þjónustuaðila hér á Íslandi og ef að þetta er ein af þessum 500k Vaio tölvum sem hitnar gríðarlega..
Modus ponens
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 264
- Skráði sig: Fim 30. Des 2004 15:54
- Reputation: 0
- Staðsetning: Iceland
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Átt þú Sony Vaio Fartölvu ? Innköllun
Er hægt að komast að því einhverstaðar hvaða týpur þetta eru? Eða á maður að bíða eftir að einhver brenni sig og fara þá með hana
AMD64 - 3000+1.8ghz@2.4ghz. ASUS A8N-SLI Deluxe. 6800GT. OCZ Platinum EL PC-3200 1024 Dual. OCZ 450w ModStream Psu