Síða 1 af 1
Einkennilegt...
Sent: Mán 07. Júl 2008 18:23
af ManiO
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/0 ... fsaakstur/Í annarri efnisgreininni er greint frá manni sem varð í bifhjólaslysi og lamaðist frá hálsi og niður. Var hann svo dæmdur fyrir háskaakstur og sviptur ökuréttindum, er einhver tilgangur fyrir því? Ekki sé ég mann sem getur ekki hreyft hendur né fætur keyra bíl.
Re: Einkennilegt...
Sent: Mán 07. Júl 2008 18:47
af hallihg
Sé hvert þú ert að fara, en þetta er formsatriði, sama gengur yfir alla.
Þótt að nauðgari missi getnaðarliminn, þá er það ekki ástæða fyrir dómstóla til að sleppa refsingunni sem hann á yfir höfði sér
Öfgafullur samanburður en þú skilur
Re: Einkennilegt...
Sent: Mán 07. Júl 2008 19:00
af Gúrú
hallihg skrifaði:Þótt að nauðgari missi getnaðarliminn, þá er það ekki ástæða fyrir dómstóla til að sleppa refsingunni sem hann á yfir höfði sér
Mér líst betur á þetta svona:
Þótt að nauðgari missi getnaðarliminn, þá er það ekki ástæða fyrir dómstóla til að því að banna honum að nauðga meira
Og jafnvel það passar ekki, því hann getur áfram nauðgað fólki án getnaðarlims..
Re: Einkennilegt...
Sent: Mán 07. Júl 2008 19:03
af hallihg
Sviptingin á ökuleyfinu er samt refsing, rétt eins og fangelsisvist er refsing fyrir nauðgara, en þú ert að taka þessum samanburði of alvarlega
Re: Einkennilegt...
Sent: Mán 07. Júl 2008 19:09
af CendenZ
Þetta eru formsatriði sem ber að ljúka.
aðalega fyrir tryggingarnar.
Re: Einkennilegt...
Sent: Mán 07. Júl 2008 19:24
af ManiO
Þetta er frekar svipað skella nálgunarbanni á morðingja, þ.e.a.s. að banna honum að nálgast þann sem að hann drap.
Re: Einkennilegt...
Sent: Mán 07. Júl 2008 19:29
af hallihg
4x0n skrifaði:Þetta er frekar svipað skella nálgunarbanni á morðingja, þ.e.a.s. að banna honum að nálgast þann sem að hann drap.
Haha
Re: Einkennilegt...
Sent: Mán 07. Júl 2008 19:32
af urban
Þetta er í fyrsta lagi formsatriði sem að þeir verða að gera. (hann t.d. fékk ekki annan dóm en bara þennan)
í öðru lagi "fordæmisgefandi" þó svo að það virki að sjálfsögðu engan vegin þar sem að þetta stoppar ekki hraðaksturinn.
í þriðja lagi er þetta gert upp á að ef að hann fengi máttinn aftur, þá er hann próflaus.