Munum eitt, tímarnir breytast, þekkingin og tæknin með, og ég mátti til að bæta við þennan þráð.
Það er ekki eins einfalt að laga lakkskemmdir og menn vilja halda, þar þarf þekkingu til.
Pósturaf TechHead » Fös 27. Jún 2008 15:11
1# Taka litanúmerið af bílnum (Númer í vélarými eða hringja í umboð og gefa upp fastnúmer)
2# Fara og versla Lakkið, Primer með ryðbreyti, Grófann og fínann sandpappír, spíra, ryðbólubursta, Lakk- glæru og Duct tape.
3# Setja Duct tape í kringum ryðblettinn.
4# Pússa með grófum sandpappír / Ryðbólubursta mesta ryðið af.
5# Þrífa með Spíra.
6# Grunna 2svar (primer með ryðbreyti)
7# Sparsla ef þarf með boddy sparsli og grunna svo yfir sparslið.
8# Pússa grunninn með fínum sandpappír svo hann sé sléttur við lakkið í kringum blettinn.
9# Bera lakkið á í þunnu lagi með jöfnum strokum með góðum pensli eða teipa dagblöð allt í kringum þann hluta bílsins sem mála á og spreyja (INNANDYRA)
10# Setja lakkglæru á lakkið þegar það er búið að liggja í 8-12 tíma.
11# Bóna svo eftir viku.
Voila.
P.s. Litlu hvítu blettina þrífuru bara með spíra og setur lakk beint í, svo glæruna á eftir.
Síðast breytt af TechHead á Fim 17. Júl 2008 07:47, breytt samtals 1 sinni.
1# Litanúmer getur jafnvel haft fjórar litatóna af litnum, fáðu litaspjald með þessu númeri.
2# Passa að grunnur,litur og glæra passi saman. (Þ.e.a.s. lakkið hlaupi ekki upp.)
hægt er að fá ryðbreyti eða nota Fosfórsýru til að drepa ryðið. Ef notuð er Fosfórsýra þá er best
að eyða sýru sem situr eftir á fleti með blöndu af vatni og matarsóda, endurtaka það nokkrum sinnum.
Þrífa vel allar leifar eftir á. Sumir hafa kannski séð bíla með upplitað lakk, sérstaklega rauðann.
einmitt vegna sýruþvottar fyrir sprautun.
3# Engin Ath. Nema að gera ráð fyrir vinnusvæði um ryðblettinn.
4# Pússa vel ryða af. 300 sanpappír, nota svo Fosfórsýru eða annað efni sem mælt er með til að drepa ryð, og skola svo af.
5# Hreinsa vel með efni sem mælt er með, Aceton eða Spíra.
6# Grunna með sink grunni, fyrsta umferð nudda vel með pensli í hringi upp á bestu viðloðun, önnur umferð með grunni væri í lagi að spreyja. (Sink grunnur kemur í veg fyrir ryðbólumyndun, þar sem súrefnið í rakananum þarf fyrst að oxa sinkið áður stálið fer að ryðga.)
7# Engin Ath. ( ekki þarf sink grunn yfir sparsl.)
8# Engin ATH. (leitið ráða hvernig sandpappír þarf 300p til 1000p)
9# Engin Ath. (Eða spreyja í léttum umferðum. munum að penslun er betri en sprautun ef rétt er staðið að.)
Hægt er að vinna svona smáverk utandyra en ekki ef sól skín á og best væri að raki væri í lágmarki.
10# Ath. Ekki nota venjulega vatnsglæru sem þú kaupir út úr búð,það er algjört No No.
Epoxy glæra fer ekki af við þvott, og er notuð á alla bíla með sanseringu. Einlitt lakk án sanseringar
er með glæru blandað við lakkið.
Ég sá á þessu ári Plastikote Epoxi glæru sprey-brúsa með pinna á botni sem ætlað var að kippa úr fyrir notkun
þá er ætlunin sú að pinnanum sé kippt úr og brúsinn hristur mjög vel.
11# Misjafnt, vika eða tvær.
Varðand P.s. Athugasemd, vegna hvítu blettina. Eru hvítu blettirnir grunnur eða bón, ef bón þá þarf að leysa það vel upp. (Aceton eða Spritt.)
Ef lakka þarf plast, nota þá plastgrunn.
P.S. Munum að lakk gengur í gegnum þurrkunar fasa (Snertiþurrt, þurrt og hersla sem tekur lengstan tíma). munum að nota lakk og grunn sem þolir hvort annað, annars hleypur allt upp.
leitum ráð hjá sölumanni eða fagaðila vegna framkvæmda á málningarvinnu.