Síða 1 af 1

"Virkar umræður"

Sent: Mið 04. Jún 2008 15:05
af Viktor
Ég veit ekki með ykkur en ég þoli ekki þetta box. Er vanur gömlu vaktinni og þetta var ekki þar, þá skoðaði ég bara þá flokka sem ég vildi. Mér finnst þetta ótrúlega pirrandi, þarf alltaf að skrolla niður í hvert einasta skipti sem ég ýti á "Forsíða".

Er ekki hægt að hafa einhverja stillingu einhversstaðar til að taka þetta af, eða bara taka þetta af alfarið?

Takk.

Re: "Virkar umræður"

Sent: Mið 04. Jún 2008 16:43
af Blasti
I like that box!

Re: "Virkar umræður"

Sent: Mið 04. Jún 2008 20:00
af GuðjónR
I love that box

Re: "Virkar umræður"

Sent: Mið 04. Jún 2008 20:05
af Gúrú
Stillinga tillaga:

<< Setja Box efst
>> Setja Box neðst

--Fylgjast með spjallborðunum:

Eitthvað eitthvað eitthvað

--Sýna x marga nýja spjallþræði í boxinu

--Slökkva á boxi (hægt er að kveikja á boxi aftur í stillingum)

Re: "Virkar umræður"

Sent: Mið 04. Jún 2008 21:28
af hallihg
Ég er búinn að vera hérna síðan 2003 og mér finnst virkar umræður frábær nýjung.

Re: "Virkar umræður"

Sent: Fim 05. Jún 2008 01:13
af djjason
hallihg skrifaði:Ég er búinn að vera hérna síðan 2003 og mér finnst virkar umræður frábær nýjung.


Ég tek undir þetta, mér finnst þetta vera fín nýjung. Með tilkomu "virkar umræður" hef ég uppgötvað umræður í flokkum sem ég að öllu jöfnu skoða aldrei.

Re: "Virkar umræður"

Sent: Fim 05. Jún 2008 08:52
af beatmaster
Mér finnst nú bara einfaldlega langbest að nota Sjá ný innlegg og er hann bookmarkaður hjá mér, þetta er langþægilegast, það eru hvort sem er ekki nema ca 30 póstar hérna á dag VS hitt spjallborðið sem að ég er fastagestur á (L2C) þar sem að nýjir póstar range-a frá 300-500 á dag (ég vill samt minna á það að Vaktin is the shit ;))