Síða 1 af 2

Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 15:52
af Darknight
Hver annar tók eftir jarðskjálftanum? var ekkert smá

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 15:58
af ErectuZ
Ég fann hann, fór allt á fleygiferð og ég hélt fyrst að það hafi komið þvílík vindhviða en svo áttaði ég mig á hvað væri að gerast :lol:

Er í 105 rvk.

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 16:07
af vldimir
101 rvk,

Ég þurfti að hlaupa að sjónvarpinu mínu því það var til að grípa það því það var uþb að hrynja niður.

Man ekki eftir svona öflugum jarðskjálfta síðan fyrir þónokkrum árum þegar svipaður jarðskjálfti varð 17. júní.

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 16:09
af Dazy crazy
101, hugsaði nú ekki mikið um það að grípa hlutina mína heldur stökk ég bara í dyrnar það hristist allt svo mikið hérna. 6,1 á richter í Hveragerði klukkan 15:45 og svo annar 3,2 á richter hjá skógum klukkan 15:50. ég stökk bara í dyrnar það hristist allt svo mikið hérna

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 16:10
af Darknight
fokk ég ætla vona að nýja sjónvarpið mitt heima hafi ekki dottið :s

við vorum allir að byrja hlaupa hérna út. Vörur á veggjunum voru ennþá á fleygi ferð þegar ég gerði innleggið mitt

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 16:12
af Dazy crazy
er visir.is og vedur.is úti hjá öllum eða bara mér?

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 16:13
af Darknight
Dazy crazy skrifaði:er visir.is og vedur.is úti hjá öllum eða bara mér?


það eru bara allir að reyna fara á þær, overload á serverinn, reyndu bara aftur, kom í endan hjá mér.

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 16:14
af lukkuláki
Já shit ég hélt að einhver stæði fyrir aftan mig að rugga stólnum til hliðanna...
Þessi var langur og stór. Óþægileg tilfinning.

RUV Datt út á netinu ÞOLI ÞAÐ EKKI ÞAR SEM ÞAÐ Á AÐ KALLAST ÖRYGGISTÆKI !!!!

visir.is hékk inni hjá mér en GSM kerfið datt út það er ekki síður lélegt

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 16:17
af Viktor
Ég var nú bara sallarólegur hérna í kópavoginum, fann ekkert fyrir honum :)

Hann mældist 6,7 á richter :o Fólk er beðið að vera ekki að hringja að óþörfu, símkerfið e-ð klikkað eftir þessa skjálfta.

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 16:18
af Darknight
http://www.ruv.is/

6.7 á richter scale samkvæmt rúv, sá ekki inleggið þitt *edit

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 16:21
af Dazy crazy
6,1 samkvæmt vedur.is og mbl.is

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 16:26
af Revenant
6.1 - USGS
6.2 - European-Mediterranean Seismological Centre

Mér leið eins og gólfið væri orðið að öldu.

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 16:28
af techseven
Frændi minn var í heimsókn hjá mér þegar fyrsti skjálftinn reið yfir. Við vorum að spila duel í UT3 og hann sat fyrir aftan mig, ég hélt að hann hefði verið eitthvað að stríða mér, hrista stólinn minn!

Svo spurði ég hann "fannstu þetta?!" þegar ég sá að hann var límdur við skjáinn... Þá kom seinni langi skjálftinn og við hlupum út úr húsinu...

Honum brá svo að hann var ekki til í að spila meira og fór heim í :lol:

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 16:37
af Gúrú
Var í bíl á bensínstöð og byrjaði að hristast svona, fór strax að skoða hvort að einhver væri að hrista bílinn :shock:

Fattaði svo ekki fyrr en 10 min seinna að þetta hafði verið jarðskjálfti þegar að einhver sagði það 20metra frá mér :?

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 17:00
af Darknight
Verslunin okkar á selfossi er í rúst. Skjáveggurinn hrundi...

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 17:05
af ManiO
Darknight skrifaði:Verslunin okkar á selfossi er í rúst. Skjáveggurinn hrundi...


Ouch #-o

Ég var bara í klefanum í WC á nesinu þegar hann reið yfir, fann ekkert en skáparnir og bekkirnir titruðu slatta.

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 17:24
af Allinn
200 Kóp

Ég var heima að spila PS2 og ég fann að rúmið mitt hristist. En það duttu bara nokkrar myndir frá veggnum.

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 17:38
af Sydney
Var að vinna upp í vatnsenda, ég og annar gaur sem vorum að taka til eitthvað timbur vorum þeir einu á vinnustaðnum sem tóku ekki eftir því...

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 17:39
af zedro
107 Didnt feel a thing :-$

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 18:07
af dezeGno
Ég var í kópavogi í vinnunni og fann vel fyrir honum, sama með alla í húsinu. Vinn á vöruhúsi/lager, og efri hæðarnar eru notaðar undir skrifstofur og þar var allt á fleigiferð. Það sem mér datt fyrst í hug var að einhver krani fyrir utan hefði mist gám, eða að einhver stór fluttningabíll væri að keyra framhjá. Erum vön því að stórir bílar keyri þarna hjá Vesturvör í Kóðavogi. Þegar ég kom heim í 221 þá hafði svona kall sem er gerður til að halda á vín/bjór flöskum dottið niður af hillu og flaskan sem hann hélt á, mölbrotnað.

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 19:17
af ManiO
Og svo allur frétta tímir RÚV og kastljósið verða bara um jarðskjálftann... :roll:

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 19:26
af Kobbmeister
ég fann ekki fyrir neinu en vinur minn sem að heima 2 götum neðar fann fyrir honum :?

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 20:06
af CraZy
Ak, fann ekkert augljóslega ;)

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 20:31
af Heliowin
Var að setja upp nýtt eldhúsi upp í Breiðholti þegar þetta gekk á. Var að færa til skápaplötur á sama tíma og hélt ég hefði verið með læti. En svo hélt þetta áfram og sá ég þá rúðurnar á öllum svölunum á einni blokkinni hristast.

Re: Jarðskjálfti

Sent: Fim 29. Maí 2008 21:39
af LillGuy
108rvk
ég fann ekki.. en allir í fjölskyldan mín fann það... og ég var sú eini sem var úti :?