TVB lokað, Deilt.net tekur við

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Jakob
Ofur-Nörd
Póstar: 272
Skráði sig: Mið 28. Ágú 2002 23:30
Reputation: 1
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

TVB lokað, Deilt.net tekur við

Pósturaf Jakob » Þri 27. Maí 2008 22:24

Svo virðist sem TheVikingBay.org sé lokuð.

En á síðunni Deilt.net eru þessar tilkynningar:
2008-05-27 19:07:26GMT (3 klst. síðan) --- eftir Aglii
Kæru notendur..

Svo að það verði ekki búnir til endalausir þræðir um sama málið.
Þá, ætla ég að útskýra þetta hérna..

Deilt.net hefur tekið við starfsemi TheVikingBay.org um tíma,
og á morgun vonandi þá fáum við notendagagnagrunn þeirra sem þýðir að þeir sem áttu notenda á TVB, geta loggað sig inná deilt.net með þeim notenda og halda einnig deilimagni og öllu.


og þessi:

2008-05-27 17:04:43GMT (5 klst. síðan) --- eftir Aglii
TheVikingBay og Deilt.net sameinast.

Stjórn TVB og Deilt.net hefur ákveðið að sameina vefsíðurnar undir nafninu Deilt.net,
ekki er búið að sameina gagnagrunninn en þegar það verður gert geta notendur skráð sig inn með gamla notandanafninu,
gamla deilimagnið sem notendur hafa safnað sér verður til staðar,
en þangað til verða notendur að skrá sig uppá nýtt ef þeir vilja nota vefsíðuna.
Búist er við að gagnagrunnirnir verða sameinaðir á morgun.

TheVikingBay mun ekki annast rekstur Deilt.net og verður Deilt.net rekið sjálfstætt.

Til þess að útskýra þetta nánar;

Í stuttu má segja að Deilt.net er dóttursíða félagsins TheVikingBay,
en aðstandendur þeirra síðu ætla ekki að koma beint að rekstri BitTorrent vefsíðna næstu 6-9 mánuðina vegna bæði rannsóknarinnar gegn þeim,
og vegna þess að stjórnendur hennar og aðrir hjálpsamir eru að kanna möguleikann á að búa til ský (cloud) af tölvum á Íslandi á mismunandi tengingum tengdar saman á "virtual lani" til þess að búa til öruggara kerfi fyrir p2p á Íslandi sem einnig verður erfiðara að taka niður, á meðan mun Deilt.net sjá um þann rekstur sem TheVikingBay sá um (þ.e.a.s private tracker).
Það verkefni verður útskýrt nánar þegar verkefnislýsingin á því er tilbúin.

Þeir styrkir sem hafa farið til TVB munu sjá um rekstur Deilt.net héðan í frá.