Opinber lögreglurannsókn á TheVikingBay.
Sent: Fös 23. Maí 2008 18:40
Nú ætla ég að vitna í fyrrverandi talsmann TheVikingBay, Unnar Geir.
Einnig kom fram að eini notandinn sem þeir væru að eltast við færi lillaloo fyrir að senda inn pressuna í miklu magni.
Sæl öll, Unnar Geir, fyrrverandi talsmaður TVB hér..
Mig langar til að segja ykkur ógeðslega skemmtilega sögu.
Fyrir nokkrum vikum fór ég á fund með Snæbirni (Smáís) og sagðist ætla að gefa honum upplýsingar varðandi TVB sem gæti sakfellt stjórnendur og eigendur. Eftir að hafa gefið upp það sem allir vita sagðist ég muna koma aftur seinna með sönnunargögn.
Snæbjörn tók mjög vel í þetta og sagði mér frá öllu því sem HANN vissi um TVB í staðinn.
Daginn eftir hringdi ég í hann og sagðist ekki muna bera vitni þar sem ráðist var á mig og taldi ég að það væri tengdt því að ég væri að fara gegn TVB mönnunum.
Núnú, ekki halda að ég sé eitthvað svakalega evil, þetta var allt planað af mér, þar sem núna vissi ég allt sem Snæbjörn vissi um TVB og var það svakalega þægilegt uppá öryggi stjórnenda.. frekar fyndið, ekki satt? Ég svindlaði á Snæbirni, haha.
Eftir þetta hélt ég að þetta mál væri búið en núna í dag fékk ég símhringingu frá engum öðrum en ÁSGEIRI LJÓSHRAÐA! Margir kannast við hann sem mannin sem snitchaði gegn DC++ málinu og bar vitni gegn Istorrent.
Ég var tekinn á fund með Ásgeiri, Snæbirni og einhverjum ríkisgaur, þar sem mér var sagt að það væri opinber rannsókn í gangi varðandi TVB, og það væri verið að fara kæra 4 manns, ég meðaltalinn, og ég gæti bjargað mér útúr því með því að bera vitni gegn TVB.
Þeir héldu semsagt ENNÞÁ að ég væri snitch! Priceless!
Á þessum fundi fékk ég að sjá um það bil 1000 blaðsíður af öllum þeim sönnunargögnum gegn TVB og verð ég að segja fyrir 1000 blaðsíður var ekki mikið um nein sönnunargögn að ræða, bara nöfn stjórnenda, en engin raunveruleg sönnunargögn um brotarathæfi eða neitt þannig, þetta voru 1000 blaðsíður með copy paste af 4 nöfnum.
Ég spilaði mig allan fundinn til að læra meira um þetta mál, en þeir vilja HELST ná einstaklingnum DamnDude, en enn þann dag í dag vita þeir ekki hver hann er. Kudos DamnDude, kudos! Þeir vildu halda því fram að ég væri DamnDude, en ég útskýrði mál mitt, eða; Ég VAR DamnDude, ég átti hugmyndina á því að stofna þennan vef þegar ég var stjórnandi á DCi undir nickinu DamnDude, en gaf það frá mér til að stofna vefinn og vera opinber talsmaður, ekki er vitað hver þessi misterous DamnDude er, allavegana, Smáís og Co. vita það ekki.
Restin af sönnunargögnunum var screenshot af spjallborðinu og póstum sem stjórnendur hafa gert.
Afhverju er ég að segja frá þessu? Mig langaði bara til að sýna fram á það hversu stupid þessi rétthafasamtök eru, þeir sýndu mér öll sönnunargögnin og núna eru stjórnendur TVB að vinna úr þeim.
Ég tel að það þurfi ekki að hafa áhyggjur af TVB þar sem það virtist augljóst að þeir ÞURFTU á vitnisburði mínum á að halda, en ég sagði ekki neitt sem var ekki þegar á blaði hjá þeim.. Sem var ekki mikið.
Ásgeir Ljóshraði sér um að afla upplýsinga um TVB crewið og segist vera með 15 manns í vinnu við það. Þessvegna tel ég líklegt að hann muni lesa þetta hér núna:
Fuck you.
Þetta er einnig pósturinn sem mun upplýsa þá um að ég var að spila með þá allan tímann.
Einnig kom fram að eini notandinn sem þeir væru að eltast við færi lillaloo fyrir að senda inn pressuna í miklu magni.