Síða 1 af 3
Lokuðu Ártúnsbrekku vegna bensínverðs
Sent: Fim 27. Mar 2008 16:14
af Viktor
Atvinnubílstjórnar hafa hætt aðgerðum í Ártúnsbrekku og opnað fyrir umferð í báðar áttir að nýju. Lögregla kom á staðinn um hálfri stundu eftir að tugum vöruflutningabíla var lagt á götuna en með aðgerðunum vildu bílstjórarnir mótmæla háu eldsneytisverði og aðgerðaleysi stjórnvalda.
Einn úr hópi bílstjóra sagði, að aðgerðum sem þessum yrði haldið áfram, hugsanlega daglega, ef ekkert yrði að gert.
Langar bílaraðir mynduðust á Vesturlandsvegi og Miklubraut og gætti áhrifa lokunar atvinnubílstjóranna niður í miðborgina.
Þótt þetta sé skondið hugsa ég alltaf "Hvað ef að sjúkrabíll hefði þurft að komast leiðar sinnar þarna?".
[url=http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/03/27/bilstjorar_haetta_adgerdum/]
Frétt MBL[/url]
[url=http://www.visir.is/article/20080327/FRETTIR01/80327080]
Frétt Vísis[/url]
Sent: Fim 27. Mar 2008 16:16
af Gúrú
Hann hefði ekki komist
Þetta er álíka ábyrgðarlaust og þegar gaurinn skar á hjólbarðana hjá lögreglunni... Hvað ef hún hefði þurft að bjarga einhverjum úr skurði? Eða elta glæpamann? "Strætó! Follow that bicycler!"
Sent: Fim 27. Mar 2008 16:22
af GuðjónR
Mér finnst þetta flott hjá þeim.
Loksins gerir einhver eitthvað.
Sent: Fim 27. Mar 2008 16:24
af Gúrú
Sent: Fim 27. Mar 2008 16:53
af einzi
Mér finnst þú Gúrú bara aðeins og drastic imo. Hefði nú haldið að það væri hægt að komast aðrar leiðir en bara um Ártúnsbrekkuna þó svo að landafræðiþekking mín á Reykjavík sé ekki mjög mikil.
Gúrú skrifaði:Stofnar ekki mannslífum í hættu vegna þess að bensínverð er hátt
tja .. mannslíf eru nú oft í hættu þegar er verið að reyna að "berjast" fyrir einhverju. Sé ekki að þetta sé neitt öðruvísi.
Sent: Fim 27. Mar 2008 16:55
af GuðjónR
Svo mættu þeir alveg henda hlassi af skít á tröppur alþingis eins og þeir hafa talað um.
Sent: Fim 27. Mar 2008 17:23
af djjason
GuðjónR skrifaði:Svo mættu þeir alveg henda hlassi af skít á tröppur alþingis eins og þeir hafa talað um.
Þú þarft nú bara að fara að leggja þig....
Sent: Fim 27. Mar 2008 17:29
af GuðjónR
djjason skrifaði:GuðjónR skrifaði:Svo mættu þeir alveg henda hlassi af skít á tröppur alþingis eins og þeir hafa talað um.
Þú þarft nú bara að fara að leggja þig....
hehehehe.
Gott að þið eruð sáttir við verðlagið.
Enda svona hugsunarháttur ástæða þess að ísland er dýrast í heimi.
Sent: Fim 27. Mar 2008 18:00
af urban
GuðjónR skrifaði:djjason skrifaði:GuðjónR skrifaði:Svo mættu þeir alveg henda hlassi af skít á tröppur alþingis eins og þeir hafa talað um.
Þú þarft nú bara að fara að leggja þig....
hehehehe.
Gott að þið eruð sáttir við verðlagið.
Enda svona hugsunarháttur ástæða þess að ísland er dýrast í heimi.
reyndar er bensín ódýrara hér á landi en á flestum norðurlöndum, og einnig í t.d. bretlandi
Sent: Fim 27. Mar 2008 18:04
af ManiO
Gúrú skrifaði:Þetta er álíka ábyrgðarlaust og þegar gaurinn skar á hjólbarðana hjá lögreglunni... Hvað ef hún hefði þurft að bjarga einhverjum úr skurði? Eða elta glæpamann? "Strætó! Follow that bicycler!"
Nei, sá sem skar á hjólbarðann er bara að hjálpa samfélaginu að taka stórhættulegt ökutæki úr umferð. Mannstu ekki eftir fréttinni sem sagði frá lögreglubifreiðunum sem drápu á sér á fleygiferð?
Sent: Fim 27. Mar 2008 18:10
af gumol
einzi skrifaði:Mér finnst þú Gúrú bara aðeins og drastic imo. Hefði nú haldið að það væri hægt að komast aðrar leiðir en bara um Ártúnsbrekkuna þó svo að landafræðiþekking mín á Reykjavík sé ekki mjög mikil.
Þú ferð ekki aðra leið nema þú vitir að það er teppa þarna. Þetta snýst líka dáldið um að slökkvuliðið þarf að endurskipuleggja hvaðan þeir senda bíla í útköllin. Undir venjulegum kringumstæðum getur verið best að senda sjúkrabíla úr slökkvistöðinni á Tunguhálsi þegar það berst td. tilkynning um mann í hjartastoppi á Pizza hut Sprengisandi. Þarna hefði kanski frekar þurft að senda sjúkrabíl úr Skógarhlíð eða jafnvel Hafnarfirði. Voðalega leiðinlegt fyrir sjúkrabílinn að komast að svona lokun þegar það stoppar í umferðarlestinni, og fara þá að spá í hvaðan sé best að senda sjúkrabíl og hvaða leið.
einzi skrifaði:Gúrú skrifaði:Stofnar ekki mannslífum í hættu vegna þess að bensínverð er hátt
tja .. mannslíf eru nú oft í hættu þegar er verið að reyna að "berjast" fyrir einhverju. Sé ekki að þetta sé neitt öðruvísi.
Heimskulegasta comment sem ég hef séð á vaktinni frá upphafi.
Sent: Fim 27. Mar 2008 18:13
af GuðjónR
urban- skrifaði:reyndar er bensín ódýrara hér á landi en á flestum norðurlöndum, og einnig í t.d. bretlandi
Eftir að krónan hrundi! Þú ert að umreikna verðið þar í ónýtar íslenskar krónur.
Í USA kostar líterinn um 30kr og þar er allt brjálað út af háu bensínverði.
Hérna erum við að borga sama í virðisaukaskatt af bensínlíter og bandaríkjamenn borga fyrir bensínið með skatti!
Sent: Fim 27. Mar 2008 18:23
af Gúrú
Svo var þetta ekkert bara í ártúnsbrekkunni... Og ef ég kann mína landafræði rétt þá er engin leið til kópavogs héðan úr 108 nema um sprengisandinn...
Nema kannski ef þú ferð í gegnum nýbýlaveg... veit ekki hvort það er hægt heldur...
Sent: Fim 27. Mar 2008 18:49
af Viktor
Gúrú skrifaði:Svo var þetta ekkert bara í ártúnsbrekkunni... Og ef ég kann mína landafræði rétt þá er engin leið til kópavogs héðan úr 108 nema um sprengisandinn...
Nema kannski ef þú ferð í gegnum nýbýlaveg... veit ekki hvort það er hægt heldur...
Það eru tvær leiðir hjá Mjódd, ein fyrir ofan Seljahverfið og tvær til þrjár hjá Bústaðarvegi/Kringlumýrabraut. Tvær aðalleiðir.
Gerði fallegt kort
Sent: Fim 27. Mar 2008 18:55
af urban
GuðjónR skrifaði:urban- skrifaði:reyndar er bensín ódýrara hér á landi en á flestum norðurlöndum, og einnig í t.d. bretlandi
Eftir að krónan hrundi! Þú ert að umreikna verðið þar í ónýtar íslenskar krónur.
Í USA kostar líterinn um 30kr og þar er allt brjálað út af háu bensínverði.
Hérna erum við að borga sama í virðisaukaskatt af bensínlíter og bandaríkjamenn borga fyrir bensínið með skatti!
nei reyndar reiknað í usd/us gallon
og reyndar er verðið á líter eitthvað rétt tæpur dollar út í usa
en það þýðir alls ekki að miða við það, það hefur alltaf verið mun ódýrara í usa en evrópu
Sent: Fim 27. Mar 2008 18:57
af urban
Gúrú skrifaði:Svo var þetta ekkert bara í ártúnsbrekkunni... Og ef ég kann mína landafræði rétt þá er engin leið til kópavogs héðan úr 108 nema um sprengisandinn...
Nema kannski ef þú ferð í gegnum nýbýlaveg... veit ekki hvort það er hægt heldur...
hvað kallaru þetta annað en ártúnsbrekkuna ?
rétt eftir brúna þarna yfir lækjarsprnuna, með IH á vinstri hönd og síðan er N1 þarna uppfrá á hægri hönd
Sent: Fim 27. Mar 2008 18:59
af Gúrú
urban- skrifaði:Gúrú skrifaði:Svo var þetta ekkert bara í ártúnsbrekkunni... Og ef ég kann mína landafræði rétt þá er engin leið til kópavogs héðan úr 108 nema um sprengisandinn...
Nema kannski ef þú ferð í gegnum nýbýlaveg... veit ekki hvort það er hægt heldur...
hvað kallaru þetta annað en ártúnsbrekkuna ?
rétt eftir brúna þarna yfir lækjarsprnuna, með IH á vinstri hönd og síðan er N1 þarna uppfrá á hægri hönd
Já
En þeir voru ekki með þetta 'umsátur' BARA á ártúnsbrekkunni
Lestu póþtinn minn aþtur...
Sent: Fim 27. Mar 2008 19:04
af zedro
Gott framtak hjá þeim, um að gera teppa smá umferð!
En varðandi sjúkrabílana erum við ekki að tala um svona
Held að þessir bílar séu nú vel off road hæfir. Þeir skella sér bara uppá gangstéttir, tún o.m.fl.
Sent: Fim 27. Mar 2008 19:23
af urban
Gúrú skrifaði:urban- skrifaði:Gúrú skrifaði:Svo var þetta ekkert bara í ártúnsbrekkunni... Og ef ég kann mína landafræði rétt þá er engin leið til kópavogs héðan úr 108 nema um sprengisandinn...
Nema kannski ef þú ferð í gegnum nýbýlaveg... veit ekki hvort það er hægt heldur...
hvað kallaru þetta annað en ártúnsbrekkuna ?
rétt eftir brúna þarna yfir lækjarsprnuna, með IH á vinstri hönd og síðan er N1 þarna uppfrá á hægri hönd
Já
En þeir voru ekki með þetta 'umsátur' BARA á ártúnsbrekkunni
Lestu póþtinn minn aþtur...
þeir voru sjálfir bara í ártúnsbrekkunni, en aftur á móti gætti þess lengst niðrí bæ
Sent: Fim 27. Mar 2008 19:27
af Viktor
Zedro skrifaði:Gott framtak hjá þeim, um að gera teppa smá umferð!
En varðandi sjúkrabílana erum við ekki að tala um svona
Held að þessir bílar séu nú vel off road hæfir. Þeir skella sér bara uppá gangstéttir, tún o.m.fl.
Satt, en það er voðalega erfitt að komast yfir elliðaána á þeim
Og svo upp Ártúnsbrekkuna þaðan.
Sent: Fim 27. Mar 2008 19:44
af Darknight
loksins gerir einhver einhvað, finnst þetta bara snillt hjá þeim.
aðalflutningar fóru á hausinn, og mér skildist í dag að ístak væri líka að loka sér
Re:
Sent: Fös 28. Mar 2008 09:44
af einzi
gumol skrifaði:einzi skrifaði:Mér finnst þú Gúrú bara aðeins og drastic imo. Hefði nú haldið að það væri hægt að komast aðrar leiðir en bara um Ártúnsbrekkuna þó svo að landafræðiþekking mín á Reykjavík sé ekki mjög mikil.
Þú ferð ekki aðra leið nema þú vitir að það er teppa þarna. Þetta snýst líka dáldið um að slökkvuliðið þarf að endurskipuleggja hvaðan þeir senda bíla í útköllin. Undir venjulegum kringumstæðum getur verið best að senda sjúkrabíla úr slökkvistöðinni á Tunguhálsi þegar það berst td. tilkynning um mann í hjartastoppi á Pizza hut Sprengisandi. Þarna hefði kanski frekar þurft að senda sjúkrabíl úr Skógarhlíð eða jafnvel Hafnarfirði. Voðalega leiðinlegt fyrir sjúkrabílinn að komast að svona lokun þegar það stoppar í umferðarlestinni, og fara þá að spá í hvaðan sé best að senda sjúkrabíl og hvaða leið.
Fór það framhjá einhverjum að það væri teppa þarna? Svo gæti nú kannski verið að þeir hafi látið vita að þeir ætluðu að teppa svo að hægt væri að gera ráðstafanir í þeim efnum.
gumol skrifaði:einzi skrifaði:Gúrú skrifaði:Stofnar ekki mannslífum í hættu vegna þess að bensínverð er hátt
tja .. mannslíf eru nú oft í hættu þegar er verið að reyna að "berjast" fyrir einhverju. Sé ekki að þetta sé neitt öðruvísi.
Heimskulegasta comment sem ég hef séð á vaktinni frá upphafi.
Kjaftæði og þú veist það
Re: Lokuðu Ártúnsbrekku vegna bensínverðs
Sent: Fös 28. Mar 2008 12:20
af Windowsman
Einzi þeir létu ekki vita.
En samt þetta er helvíti fyndið en betra væri bara að loka á bensínstöðvar.
leggja bílunum þannig að það kemst enginn þangað og fara að fá sér að borða.
Re: Lokuðu Ártúnsbrekku vegna bensínverðs
Sent: Fös 28. Mar 2008 12:24
af gumol
Já, það hafa nefnilega margir sagt eitthvað vitlausara en að það væri allt í lagi að fórna mannslífum á Íslandi afþví bensínlíterinn var að hækka.
Re: Lokuðu Ártúnsbrekku vegna bensínverðs
Sent: Fös 28. Mar 2008 12:27
af GuðjónR
gumol skrifaði:Já, það hafa nefnilega margir sagt eitthvað vitlausara en að það væri allt í lagi að fórna mannslífum á Íslandi afþví bensínlíterinn var að hækka.
Dramadrottning.
Efast um að margi hafi týnt lífi í gær út af þessum mótmælum.´