Atvinnubílstjórnar hafa hætt aðgerðum í Ártúnsbrekku og opnað fyrir umferð í báðar áttir að nýju. Lögregla kom á staðinn um hálfri stundu eftir að tugum vöruflutningabíla var lagt á götuna en með aðgerðunum vildu bílstjórarnir mótmæla háu eldsneytisverði og aðgerðaleysi stjórnvalda.
Einn úr hópi bílstjóra sagði, að aðgerðum sem þessum yrði haldið áfram, hugsanlega daglega, ef ekkert yrði að gert.
Langar bílaraðir mynduðust á Vesturlandsvegi og Miklubraut og gætti áhrifa lokunar atvinnubílstjóranna niður í miðborgina.
Þótt þetta sé skondið hugsa ég alltaf "Hvað ef að sjúkrabíll hefði þurft að komast leiðar sinnar þarna?".
[url=http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/03/27/bilstjorar_haetta_adgerdum/]
Frétt MBL[/url]
[url=http://www.visir.is/article/20080327/FRETTIR01/80327080]
Frétt Vísis[/url]