Niðurhal

Allt utan efnis

Höfundur
Turtleblob
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Þri 19. Sep 2006 12:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Niðurhal

Pósturaf Turtleblob » Mán 10. Mar 2008 08:25

Það eru svo margir sem niðurhala (elska þetta orð) sem segja að ef hægt væri að fá þetta efni (hætt að snúast bara um tónlist) löglega myndu þeir gera það. Spurningin er, hverju þarf að breyta? Eigum við "bara" að bylta skemmtunariðnaðinum eða eigum við að breyta einhverju öðru? Hvað er nútíma neyteandi tilbúinn að borga mikið á lag? Plötu? Mynd? o.s.f.v

Bara smá pælingar...


"But a pig is smarter than twenty cats stapled to a three-legged horse" - OverCompensating.com
E8400 - 9600GT - 3GB RAM

Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dagur » Mán 10. Mar 2008 09:23

Boltinn er hjá plötuútgefendum. Þeir hefðu átt að nýta sér netið fyrir löngu síðan í staðinn fyrir að berjast á móti straumnum. Það þurfti Apple til að sannfæra þá um möguleika netsins.
En þeir komu sér í vandræði með því að semja við Apple vegna þess að Apple tekur 30% af söluverði hvers lags á iTunes og hefur ráðandi stöðu á markaðnum þannig að plötufyrirtækin eru að miklu leiti háð þeim.
Það sem plötufyrirtækin hafa verið að gera núna til að losna undan ægivaldi Apple er að selja tónlist í sínum eigin verslunum án
DRM. Það er vegna þess að iTunes spilararnir (sem að langflestir nota) spila einungis tónlist með DRM frá iTunes eða engu DRM.

Hérna á íslandi býðst okkur að nota tonlist.is og mér til mikillar ánægju þá var ég að komast að því að þeir eru hættir að nota DRM. Spurning um að kíkja þangað.
Svo er http://grapewire.net/ algjör snilld. En það leyfir tónlistarmönnum að búa til sína eigin búð á síðunni sinni. Ég keypti t.d. mugison og hjaltalín diskana í gegnum það. (1799kr fyrir öll lögin á MP3 + diskinn heimsendann í pósti).



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Pósturaf appel » Mán 10. Mar 2008 21:09

Skifan er buin að loka i Smaralindinni, verið að fara opna einhverja "Skifan Express" buð i BT i stadinn, hvað sem það a nu að vera.

Æi þessir vitleysingar er bunir að kluðra þessu fyrir löngu. Jafnvel þegar buið er að gera öllum kleift að kaupa þetta a löglegan hatt þa heldur folk að downloada þessu olöglega þvi það er buið að venjast þvi!


*-*

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gúrú » Mán 10. Mar 2008 21:16

Á minni stuttu ævi(sem verður vonandi löng), hef ég aldrei nokkurn tímann keypt disk frá plötubúð né nokkurri annari búð.
Mér finnst þetta bara svo sjálfstæður hlutur...
"Hey best að hlusta á X lag..."
O wait... labba niður í BT og kaupa það og einhver önnur 14 lög á 2000 krónur...
eða....
googla "X lag .mp3 download" og niðurhlaða?


Modus ponens


eigill3000
Fiktari
Póstar: 86
Skráði sig: Sun 30. Des 2007 03:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf eigill3000 » Mán 10. Mar 2008 22:23

Aldrei keypt CD?????

Vá það var eina sem ég safnaði fyrir þegar ég var svona 9-12 ára


aMz | egill3000 - aMaziNg Forever!
GeForce 7600 GT - AMD Athlon 3700 @ 2.19 - 2GB Supertalent - 320 + 500 GB HDD - HP móðurborð - Samsung 22"6BW - Dell E177FP 17"

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Pósturaf appel » Mán 10. Mar 2008 23:27

Eg er lika einn af þeim sem hefur aldrei keypt ser CD/DVD etc. ut ur buð, nema einstaka sinnum i jolagjöf handa hinum tæknilega-fötluðum.

Elsti broðir minn var mikill safnari, og var sennilega buinn að kaupa ser yfir 500 geisladiska þegar hann var 17-18 ara. Nuna i dag eru allir þessir diskar löngu farnir a haugana, get ekki sagt að þetta hafi verið peninganna virði, þvi 500 x 3000 kr = 1.5 milljon (og þa er eg ekki buinn að reikna inn verðbolguna)

Verð þo að viðurkenna að eg keypti fyrstu 5 seriurnar af Friends a VHS a sinum tima, voru agætis kaup i svona eitt ar, en er buinn að henda þessu fyrir löngu. Þetta bara er ekki peninganna virði, fyrir mer eru geisladiskar, dvd og þviumlikt jafn mikils virði og ruslapokar.


*-*


halldorjonz
</Snillingur>
Póstar: 1006
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Reputation: 19
Staðsetning: Heima
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf halldorjonz » Þri 11. Mar 2008 07:56

Að niðurhala er bara svo þæginlegt.. smellur bara á skrá og bíður í smástund, í staðinn fyrir að þurfa fara keyra eitthvert og borga 2þúsund. :oops:



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 11. Mar 2008 09:07

halldorjonz skrifaði:Að niðurhala er bara svo þæginlegt.. smellur bara á skrá og bíður í smástund, í staðinn fyrir að þurfa fara keyra eitthvert og borga 2þúsund. :oops:

hehehehe það er sjónarmið :)



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Pósturaf Halli25 » Þri 11. Mar 2008 10:12

halldorjonz skrifaði:Að niðurhala er bara svo þæginlegt.. smellur bara á skrá og bíður í smástund, í staðinn fyrir að þurfa fara keyra eitthvert og borga 2þúsund. :oops:

Plús að bensín kostar sitt þessa dagana :)


Starfsmaður @ IOD


Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dazy crazy » Þri 11. Mar 2008 10:19

Og bíllinn að verða tómur :cry: , ég sé mjög eftir því að hafa ekki fyllt hann í síðustu viku fyrir hækkunina sem varð.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 11. Mar 2008 10:36

Dazy crazy skrifaði:Og bíllinn að verða tómur :cry: , ég sé mjög eftir því að hafa ekki fyllt hann í síðustu viku fyrir hækkunina sem varð.

Ekki sjá eftir því...fylltu hann núna því það er önnur hækkun í pípunum.
Búið að spá því að bensínverð fari yfir 200kr á árinu.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf natti » Þri 11. Mar 2008 10:45

Og þið sem hafið aldrei keypt geisladiska...
Hversu oft farið þið inn á itunes eða tónlist.is eða hvaðsvosem þetta allt heitir og kaupið/borgið fyrir lögin sem þið viljið hlusta á?


Mkay.


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Þri 11. Mar 2008 10:46

Það er vonandi að fólk fari þá að nota hjólin og strætó meira.

Þá er meira pláss fyrir minn bíl á götunum :twisted:


Ég fór líka að spá í því, og ég held ég hafi aldrei keypt geisladisk fyrir sjálfan mig. Hef hinsvegar keypt slatta af DVD.

Edit:
Fer aldrei á itunes, enda ekkert löglegra að gera það á Íslandi en að ná í lögin á torrent.

Hef keypt einhvern slatta á tónlist.is, viðmótið hjá þeim mætti samt vera þægilegra.

Ég bara hlusta næstum aldrei á tónlist nema í útvarpinu.




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 621
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dr3dinn » Þri 11. Mar 2008 12:07

Já ég held ég hafi persónulega keypt um það bill 10 geisladiska vegna þess ég fann þá bara ekki á netinu :) (kaldhæðni hvað?;))

En ég held að þetta verði bara framtíðin, og í sjónvarpi að fólk fari að gera eins og eureka og setji bara fleiri auglýsingar í þættina.

T.d. þar var aðal karakterinn í nike fötum og sötraði alltaf Heineken
http://vinbud.is/DesktopDefault.aspx/tabid-54?productID=01510
Reyndar í glasi en mér fannst alveg skylda að setja mynd af þessu, þar sem þorstinn kallar á mann!

Held að í dag og náinni framtíð verði þetta sjónvarps drasl liðið fyrir lok, ég .t.d á 32" sjónvarp sem er tengt í tölvu því ég horfi ekki á sjónvarp :)

Ég get vel ímyndað mér að þetta eigi við mun fleiri en mig sem hafa ekki horft á sjónvarp í fleiri ár, ég man ekki einu sinni hvenær ég horfði seinast á fréttirnar :8)

Netið er framtíðin ........ old dying things will some day finally die


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Pósturaf Blackened » Þri 11. Mar 2008 13:42

GuðjónR skrifaði:
Dazy crazy skrifaði:Og bíllinn að verða tómur :cry: , ég sé mjög eftir því að hafa ekki fyllt hann í síðustu viku fyrir hækkunina sem varð.

Ekki sjá eftir því...fylltu hann núna því það er önnur hækkun í pípunum.
Búið að spá því að bensínverð fari yfir 200kr á árinu.


Ertu að grínast?!.. 200kr? :O

Þá er það bara 12þúsund kall fyllingin takk fyrir.. SHIT

Það LIGGUR við að maður sjái eftir því að hafa keypt sér V6 :lol:



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gúrú » Þri 11. Mar 2008 14:30

natti skrifaði:Og þið sem hafið aldrei keypt geisladiska...
Hversu oft farið þið inn á itunes eða tónlist.is eða hvaðsvosem þetta allt heitir og kaupið/borgið fyrir lögin sem þið viljið hlusta á?


Aldrei.. Vann 2000kr inneign á tonlist.is en ég plana ekkert að nota hana :roll:


Modus ponens


Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dazy crazy » Þri 11. Mar 2008 14:33

Vá, Ford 350 pickuparnir fara örugglega að hrúgast inná smáauglýsingar fréttablaðsins, eru með 15-20l á hundraði (án hestakerrunar).

Engin leið heldur fyrir fólk í meðallagi efnað að vera í hestamennsku lengur, lögunum var breytt þannig að núna eru hesthús flokkuð sem atvinnuhúsnæði en ekki útihús og þá hækkuðu fasteignagjöldin upp úr öllu valdi.

Af hverju er ekki búið að minnka skattinn á bensíni og olíu, ríkið fær 70% af öllum hækkunum.

http://www.petitiononline.com/motmaeli/petition.html

En já það verður gaman þegar gamla fólkið og lögreglan verður farin að taka strætó. Miðað við það hvað lögreglan þarf að skera af sínum útjöldum þá verður örugglega bara keypt kort í strætó fyrir þá. "eltu þennan bíl" hahaha.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gúrú » Þri 11. Mar 2008 14:38

Dazy crazy skrifaði:Vá, Ford 350 pickuparnir fara örugglega að hrúgast inná smáauglýsingar fréttablaðsins, eru með 15-20l á hundraði (án hestakerrunar).

Engin leið heldur fyrir fólk í meðallagi efnað að vera í hestamennsku lengur, lögunum var breytt þannig að núna eru hesthús flokkuð sem atvinnuhúsnæði en ekki útihús og þá hækkuðu fasteignagjöldin upp úr öllu valdi.

Af hverju er ekki búið að minnka skattinn á bensíni og olíu, ríkið fær 70% af öllum hækkunum.

http://www.petitiononline.com/motmaeli/petition.html

En já það verður gaman þegar gamla fólkið og lögreglan verður farin að taka strætó. Miðað við það hvað lögreglan þarf að skera af sínum útjöldum þá verður örugglega bara keypt kort í strætó fyrir þá."eltu þennan bíl" hahaha.



ahahha pissaði næstum á mig :D


Modus ponens


Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Pósturaf Blackened » Þri 11. Mar 2008 15:43

Dazy crazy skrifaði:Vá, Ford 350 pickuparnir fara örugglega að hrúgast inná smáauglýsingar fréttablaðsins, eru með 15-20l á hundraði (án hestakerrunar).

Engin leið heldur fyrir fólk í meðallagi efnað að vera í hestamennsku lengur, lögunum var breytt þannig að núna eru hesthús flokkuð sem atvinnuhúsnæði en ekki útihús og þá hækkuðu fasteignagjöldin upp úr öllu valdi.

Af hverju er ekki búið að minnka skattinn á bensíni og olíu, ríkið fær 70% af öllum hækkunum.

http://www.petitiononline.com/motmaeli/petition.html

En já það verður gaman þegar gamla fólkið og lögreglan verður farin að taka strætó. Miðað við það hvað lögreglan þarf að skera af sínum útjöldum þá verður örugglega bara keypt kort í strætó fyrir þá. "eltu þennan bíl" hahaha.


Ford 350 með 15-20 á hundraðið? :S ertu að grínast?

Ef að V8 5.7lítra mótor getur eytt 15.. þá er Galantinn minn bilaður.. eyðir svona 12-14




Höfundur
Turtleblob
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Þri 19. Sep 2006 12:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vá...

Pósturaf Turtleblob » Þri 11. Mar 2008 16:54

Mjög góðir punktar sem eru að koma hérna, ég er alveg sammála þessu með að lagið er orðið svo mikið meiri eining. Þú vilt ekkert endilega "þurfa" að kaupa öll lögin. Ef þú hinsvegar niðurhalar, þá er ekkert mál að kippa öllu niður, byrjaður hvort sem er. Það sem ég held einfaldlega að sé að gerast er að stóru plötufyrirtækin eru að deyja. Listamenn eiga ekki að þurfa á þeim að halda lengur til þess að koma tónlist sinni á framfæri, þetta er að hluta til því að þakka hversu auðvelt er að koma tónlist á netið og jafnframt því hversu mikið af publicity-inu kemur með hjálp tónlistarbloggara/síðna eða í gegnum youtube.


"But a pig is smarter than twenty cats stapled to a three-legged horse" - OverCompensating.com
E8400 - 9600GT - 3GB RAM


Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dazy crazy » Þri 11. Mar 2008 17:17

Blackened skrifaði:
Ford 350 með 15-20 á hundraðið? :S ertu að grínast?

Ef að V8 5.7lítra mótor getur eytt 15.. þá er Galantinn minn bilaður.. eyðir svona 12-14


Nei ég er ekkert að grínast, 15 er náttúrulega í langkeyrslu en innanbæjar er hann í kringum 20. (auðvitað testaður krafturinn þannig að þetta er svosem ekki það minnsta)
http://www.f4x4.is/new/forum/default.as ... ingar/4717

En on topic, ég hef stundum keypt geisladiska sem mér finnst góðir til að styrkja tónlistarmanninn þó það sé nú örsjaldann. Dl heldur eiginlega engri tónlist, hlusta á bylgjuna. :D



Skjámynd

tms
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 00:56
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf tms » Þri 11. Mar 2008 22:09

Hvurslags aulabárða eru þið að hlusta á sem geta ekki gert góðar plötur, bara góða singles?

Annars finnst mér algjör snilld að tonlist.is er hætt með DRM. Veit einhver hér hve mikið af peningunum sem er borgað á tonlist.is skilar sér til höfundsins/fltyjanda?



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gúrú » Þri 11. Mar 2008 22:49

tms skrifaði:Hvurslags aulabárða eru þið að hlusta á sem geta ekki gert góðar plötur, bara góða singles?

Annars finnst mér algjör snilld að tonlist.is er hætt með DRM. Veit einhver hér hve mikið af peningunum sem er borgað á tonlist.is skilar sér til höfundsins/fltyjanda?


Plötufyrirtækið borgar höfundnum fyrir réttindin.

Þetta niðurhal er og var aldrei spurning um hve mikið hljómsveitirnar fengu, heldur plötufyrirtækin.


Modus ponens

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf natti » Mið 12. Mar 2008 11:24

Gúrú skrifaði:
natti skrifaði:Og þið sem hafið aldrei keypt geisladiska...
Hversu oft farið þið inn á itunes eða tónlist.is eða hvaðsvosem þetta allt heitir og kaupið/borgið fyrir lögin sem þið viljið hlusta á?


Aldrei.. Vann 2000kr inneign á tonlist.is en ég plana ekkert að nota hana :roll:


&

tms skrifaði:Hvurslags aulabárða eru þið að hlusta á sem geta ekki gert góðar plötur, bara góða singles?


Ég get alveg skilið að fólk vilji ekki kaupa geisladiska á þeim forsendum að það hafi bara áhuga á 1-2 lögum á disknum.
Og hvaðsvosem tms segir þá hefur þetta verið þannig í gegnum tíðina. Nokkur góð lög á einum disk og svo önnur lög sem eru minna hlustað á.

Með tilkomu tónlist.is og annarra sambærilegra vefsvæða þar sem þér býðst að kaupa eitt lag á hundraðkall eða hvað svosem þetta kostar þá geturu nú valið hvaða lög þig langar í, og borgað fyrir þau.

Ég get seint sagt að ég sé einhver engill í þessum efnum.
En ég er ósammála/ósáttur við þetta viðhorf sem að sumir, eins og t.d. 'Gúrú', eru með.
Þ.e.a.s. þetta viðhorf að vilja ekki borga fyrir neitt, og vilja fá allt frítt.
Margir sem að nota einmitt geisladiskana, og svo DRM sem stuðning við þetta viðhorf.
En þegar þær fyrirstöður eru úr sögunni og fólki gefst kostur á að kaupa aðeins það sem það hefur áhuga á, þá stelur það því samt.

Mér finnst það enganveginn sjálfgefið að fólk eigi það skilið að fá vinnuframlag annarra frítt.
Það er svo allt önnur saga hvernig peningarnir dreifast milli tónlistarmanna og útgefanda.

Svona on a side note, þá hef ég aldrei notað tónlist.is eða sambærilegar vefverslanir (drm hræddi mig frá þessu á sínum tíma).
Ég nota ekki torrent/dc++ eða hvað þetta heitir alltsaman.
En það kemur fyrir að ég kaupi geisladiska, jafnvel dvd líka.


Mkay.

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf urban » Mið 12. Mar 2008 12:54

Ég persónuleg geri ekki mikið af því að kaupa mér geisladiska, einfaldlega vegna þess að mér finnst þeir dýrir.

síðan finnst mér líka alveg út í hött að maður þurfi að borga sama fyrir lagið (ca) á tónlist.is og það kostar á disknum.

en aftur á móti hef ég verslað mér slatta af diskum beint af flytjendum eða í gegnum (minnir að hún heiti) grapewine.is


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !