Síða 1 af 1

Samkeppnisbrot eða ekki?

Sent: Fös 29. Feb 2008 21:09
af GuðjónR
Hvar eru þið lögrfróðu menn?
Er löglegt að sami maður sitji sem stjórnarformaður í tveim af stærstu bílaumboðum landsins á sama tíma?
Stjórnarformaðurinn er æðsti maðurinn í fyrirtækinu, eitthvað yrði sagt ef sami maðurinn væri stjórnarformaður hjá ESSO og SHELL.

Grein:

http://www.visir.is/article/20080229/VI ... 6/80229094

Sent: Fös 29. Feb 2008 21:13
af OverClocker
Þeir sem eiga Ingvar Helgason eiga líka B&L, samkeppnisyfirvöld sögðu ekkert við því....

Sent: Fös 29. Feb 2008 21:15
af GuðjónR
OverClocker skrifaði:Þeir sem eiga Ingvar Helgason eiga líka B&L, samkeppnisyfirvöld sögðu ekkert við því....

WTF!!! hafði ekki hugmynd um það...
Þannig að þeir sem eiga Skeljung geta þá væntanlega keypt Olíufélagið og þess vegna Olís líka...
Furðulegt...

Sent: Fös 29. Feb 2008 21:29
af OverClocker
Þeir sem eiga N1 eiga líka meirihluta í Olís...

Sent: Fös 29. Feb 2008 21:44
af GuðjónR
OverClocker skrifaði:Þeir sem eiga N1 eiga líka meirihluta í Olís...

Og tilgangur með samkeppnisstofnun er?

Sent: Fös 29. Feb 2008 21:47
af vldimir
Áreita bókaforlög(sbr. samruna Eddunnar og JPV-útgáfu) frekar en að pæla í bensín fyrirtækjum landsins.

Sent: Fös 29. Feb 2008 22:01
af Gúrú
Bensínverð hefur meiri áhrif á landið heldur en bókaverð :?

Sent: Fös 29. Feb 2008 22:03
af Dazy crazy
Já, alltof fáir bókaormar, enda kemst maður ekki langt á bókinni en bílling er ágætis farartæki. Er þetta ekki svipað með netveiturnar.

Sent: Fös 29. Feb 2008 22:03
af OverClocker
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/20 ... inafslatt/
segir nú ýmislegt um bensínverð...

Sent: Fös 29. Feb 2008 22:04
af Dazy crazy
Ég hélt að mútur væru bannaðar... eða allavega siðferðislega rangar.

Sent: Fös 29. Feb 2008 22:08
af Gúrú
Held að það gagnist lítið að múta blöðunum, fólk hlustar meira á krónur heldur en blöð þegar kemur að bensíni á klakanum, einfaldlega vegna þess að það er enginn gæðamunur :?