Síða 1 af 1
Voru spaugstofumenn of grófir?
Sent: Mán 28. Jan 2008 21:20
af GuðjónR
Hvað finnst þér?
Sent: Mán 28. Jan 2008 21:26
af Xyron
Var frekar gróft, miðað við hvernig þeir hafa verið hingað til.
Ekki það að mér sé ekki sama.. bara frekar óvenjulegt að sjá svona "aggressive" sketcha hjá þeim
Sent: Mán 28. Jan 2008 22:03
af Dazy crazy
Sent: Mán 28. Jan 2008 22:46
af eigill3000
Gott á þetta fólk....
Góður þáttur.
Sent: Mán 28. Jan 2008 23:57
af elfmund
gengu of langt því þátturinn gekk eingöngu út á að gera grín að andlegum veikleika einstaklings
Sent: Þri 29. Jan 2008 00:12
af Dazy crazy
Á ég að hringja á vælubílinn og brynna músum?
Sent: Þri 29. Jan 2008 00:24
af zedro
Fínasti þáttur fólk þarf að hafa smá húmor fyrir sjálfum sér
Sent: Þri 29. Jan 2008 02:02
af gumol
Ég horfði á hluta af honum á netinu, sá ekkert athugavert. Bara þetta venjulega.
En Ólafi sárnaði þetta, og menn eins og eigill3000 og dagur90 (kaldhæðni í nafninu) virðast hafa gaman af því að honum líði illa.
Sent: Þri 29. Jan 2008 11:40
af ÓmarSmith
Æji, og á e-r að vorkenna honum ?
Pant ekki.
Sent: Þri 29. Jan 2008 12:04
af elv
elfmund skrifaði:gengu of langt því þátturinn gekk eingöngu út á að gera grín að andlegum veikleika einstaklings
amm eins og þú sagðir....andlega vanheill borgarstjóri
Sent: Þri 29. Jan 2008 12:57
af Dazy crazy
gumol skrifaði:Ég horfði á hluta af honum á netinu, sá ekkert athugavert. Bara þetta venjulega.
En Ólafi sárnaði þetta, og menn eins og eigill3000 og dagur90 (kaldhæðni í nafninu) virðast hafa gaman af því að honum líði illa.
????
Sent: Þri 29. Jan 2008 14:12
af einzi
dagur90 skrifaði:gumol skrifaði:Ég horfði á hluta af honum á netinu, sá ekkert athugavert. Bara þetta venjulega.
En Ólafi sárnaði þetta, og menn eins og eigill3000 og dagur90 (kaldhæðni í nafninu) virðast hafa gaman af því að honum líði illa.
????
dagur b. eggerts?
Sent: Þri 29. Jan 2008 15:53
af gumol
ÓmarSmith skrifaði:Æji, og á e-r að vorkenna honum ?
Pant ekki.
Nei nei. Ekki nema þér finnist þú bara geta vorkennt honum eða glaðst yfir óförum hans.
Sent: Þri 29. Jan 2008 18:00
af djjason
ÓmarSmith skrifaði:Æji, og á e-r að vorkenna honum ?
Pant ekki.
Svo harður.....
Sent: Mið 30. Jan 2008 17:40
af ammarolli
Þetta var alls ekki of gróft.. bara rosalega fyndið.
Klárlega góður þáttur.
Sent: Mið 30. Jan 2008 18:46
af eigill3000
gumol skrifaði:En Ólafi sárnaði þetta, og menn eins og eigill3000 og dagur90 (kaldhæðni í nafninu) virðast hafa gaman af því að honum líði illa.
Skemmtilegt að þú skulir skrifa þetta þar sem ég þekki Ólaf og son hans vel ;D
Svo er Margrét Sverris frænkan mín...
Ekkert vera að skrifa eitthvað sem þú veist ekkert um.
Svo var nú aðallega að meina að þetta fylgir starfinu.
Sent: Mið 30. Jan 2008 18:51
af Xyron
eigill3000 skrifaði:gumol skrifaði:En Ólafi sárnaði þetta, og menn eins og eigill3000 og dagur90 (kaldhæðni í nafninu) virðast hafa gaman af því að honum líði illa.
Skemmtilegt að þú skulir skrifa þetta þar sem ég þekki Ólaf og son hans vel ;D
Svo er Margrét Sverris frænkan mín...
Ég var nú aðallega að meina að þetta fylgir starfinu
Gaman að þekkja svona "celeb's" sem eru mikið í umfjöllun, einn besti vinur minn er sonur Jónínu Bjartmarz sem er með stelpunni sem fékk Íslenskan ríkisborgararétt
Sent: Mið 30. Jan 2008 18:54
af Dazy crazy
Xyron skrifaði:
Gaman að þekkja svona "celeb's" sem eru mikið í umfjöllun, einn besti vinur minn er sonur Jónínu Bjartmarz sem er með stelpunni sem fékk Íslenskan ríkisborgararétt
hehe
Sent: Mið 30. Jan 2008 23:26
af gumol
eigill3000 skrifaði:Ekkert vera að skrifa eitthvað sem þú veist ekkert um.
Svo var nú aðallega að meina að þetta fylgir starfinu.
Hvað var ég að skrifa sem ég vissi ekkert um á þessum þræði?
Að segja "Gott á þetta fólk..." er langt frá því að vera það sama og að segja að þetta fylgi starfinu.
Sent: Fim 31. Jan 2008 01:16
af eigill3000
gumol skrifaði:Hvað var ég að skrifa sem ég vissi ekkert um á þessum þræði?
Að segja "Gott á þetta fólk..." er langt frá því að vera það sama og að segja að þetta fylgi starfinu.
Tildæmis veistu ekkert um mig eða hvað mér finnst...
Gott á þetta fólk gildir um alla sem voru í þáttinum?
Var að tala um flestalla sem komu fram en ekkert bara um Ólaf.
Sent: Fim 31. Jan 2008 02:40
af gumol
Fólk sem hefur fylgst með umræðunni síðustu daga veit nákvæmlega hverja um ræðir þegar spurningu um hvort Spaugstofan var gróf eða ekki er svarað "Gott á þetta fólk".
Ef þetta kom út öðruvísi en þú meintir það þá er það allt í lagi, bara leyðrétta misskilninginn. Algjör óþarfi að koma með skammir og útúrsnúninga.
Sent: Fim 31. Jan 2008 19:12
af eigill3000
Jújú þetta er greinilega misskilningur.