Síða 1 af 1
Sjónvarp Símans, widescreen og HD spurningar.....
Sent: Fim 10. Jan 2008 20:19
af elfmund
sælir pungar,
ég er með 37" HD Phillips tæki og elska það útaf lífinu
allt HD sem ég hef sett í þetta svínvirkar (PS3, XBOX360, Mac Mini og svo frv)
núna er ég með íslenskan Símaafruglara og hann er fucked up
ég er með 16:9 valið í stillingum á afruglaranum, en samt birtist bara Sýn2 sem 16:9 stöð.... einnig sumir þættir á RÚV, Sýn og Skjá1.....
hvað er í gangi ?
ps. auðvitað gat enginn hjálpað mér hjá þjónustuveri Símans..... óþolandi!!!
Sent: Fim 10. Jan 2008 21:36
af Windowsman
Sæll pungur.
Ég er með 42" Full HD sjónvarp og þar er t.d. Þættir sem eru teigðir og allt þetta. Það er takki sem þú getur notað á fjarstýringunni til að stilla t.d. 16:9 og 4:3.
Vona að þetta hjálpi
Sent: Fös 11. Jan 2008 08:36
af ÓmarSmith
Inn í stillingar á TV ADSL lyklinum er valmöguleiki á að velja 4:3 eða 16:9
Þú þarft að smella því á. En áttaðu þig á því að þetta teygir bara myndina því að flest efni er ekki sent út í Widescreen ennþá ( sem er fáránlegt )
Þú gætir líka þurft að fara í options á TV inu og velja " widescreen " eða Auto.
svo er spurning. Ertu með nýrri lykilinn frá Símanum , þ.e lykilinn með HDMI tenginu ?
Fyrst þegar ég var með hann fékk ég EKKERT í 16:9 en svo lagaðiast það þegar ég fékk mér nýtt TV. Eða hvort snúran hafi verið fubar. Amk virkaði þetta ekki í gegnum SCART.
Sent: Lau 12. Jan 2008 01:03
af elfmund
takk fyrir svörin
þetta "virkar" sem 16:9 teygt ef ég nota Scart
þegar ég tengi þetta með HDMI þá skila myndlykillinn 4:3 mynd í 4:3 á skjáinn og 16:9 sem 16:9
skjárinn teygir þetta ekki því HDMI skv. því sem mér skilst breytir ekki HD mynd..... afruglarinn á náttúrulega að hafa stillingar sem leyfa upscale eða e-ð
Rúv er stundum með svartar rendur fyrir ofan og neðan og á hliðunum í sumum þáttum
Sýn 2 og Sýn eru perfect.... alltaf 16:9
ég held að þetta sé bara drasl afruglari..... Sky HD afruglarinn klikkar ekki og sýnir alltaf 16:9 og allir sáttir
Sent: Lau 12. Jan 2008 19:04
af JReykdal
Það fer allt eftir því hvort sjónvarpsstöðin sendir út í anamorphic 16:9 eða bara letterboxed 4:3.
Kemur afruglaranum ekkert við.
Prófaðu að setja á til dæmis sky news.
Sent: Sun 13. Jan 2008 02:00
af Tesli
Fyrst þegar HDMI afruglarinn kom fékk ég mér hann og lenti í NÁKVÆMLEGA sömu vandræðum og þú, gat teygt myndina í scart en ekki með HDMI. Eftir mörg símtöl og mikið google, þá lét ég hann bara safna ryki. Þeir hjá símanum vissu ekkert um þetta. Ég er með digital móttakara á sjónvarpinu mínu og það eru miklu betri gæði í því heldur en á afruglaranum í gegnum scart, þó það sé í gegnum venjulega loftnetssnúru. Ég gafst upp á að reyna að redda þessu.