Síða 1 af 1

DVD upptökutæki

Sent: Mið 09. Jan 2008 21:46
af gunnargolf
Ég ætla að fá mér DVD upptökutæki með hörðum disk. Hverju mælið þið með?

Ég er að spá í Philips - DVDR3575H: http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=DVDR3575H

Er eitthvað varið í hann, eða er hægt að fá sambærilegan á lægra verði?

Sent: Fim 10. Jan 2008 14:31
af hagur
Sæll,

Má til með að benda þér á þessa umræðu: http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=103497

Þarna er aðili með sama (a.m.k svipaðan) spilara að lenda í því að geta ekki tekið upp allt sjónvarpsefni, vegna einhverskonar copy protection sem sent er út með ákveðnu sjónvarpsefni.

Mitt mat er að á meðan upptökutækið tekur mark á svona rugli, þá sé ekki þess virði að kaupa svona.