Síða 1 af 2

Sumir eru þrjóskari en aðrir

Sent: Fös 04. Jan 2008 09:12
af einzi
Já það eru sumir sem geta bara ekki tekið hinti eins og hann Ástþór

visir.is

En ég get sagt það að ef maðurinn kemst eitthvað yfir 10% þá er kominn tími til að flytja úr landi

Sent: Fös 04. Jan 2008 11:49
af GuðjónR
Ástþór nauðgar lýðræðinu.

Sent: Fös 04. Jan 2008 13:50
af hsm
Hvað eru margir sem eru skráðir á vaktina ???
Ég var að spá í hvort að ég fengi einhvern stuðning frá ykkur ef ég biði mig fram :D
Ég er svo sem engin snillingur, en guð minn góður ég lít helmingi betur út en Ástþór í mynd :8)
Svo kemur GuðjónR sterklega til greina þegar ég fer að dreifa Fálkaorðunni...

Sent: Fös 04. Jan 2008 13:55
af GuðjónR
hsm skrifaði:Hvað eru margir sem eru skráðir á vaktina ???
Ég var að spá í hvort að ég fengi einhvern stuðning frá ykkur ef ég biði mig fram :D
Ég er svo sem engin snillingur, en guð minn góður ég lít helmingi betur út en Ástþór í mynd :8)
Svo kemur GuðjónR sterklega til greina þegar ég fer að dreifa Fálkaorðunni...

Þú færð mitt atkvæði það er alveg á hreinu!

Sent: Fös 04. Jan 2008 14:46
af einzi
Færð mitt atkvæði :)

En hvað ætli þurfi til að koma því til skila við Ástþór að þjóðin vill hann ekki. Ég hef veri að spá í ýmsar leiðir til að svívirða kosningaseðilinn en ekki dottið neitt krassandi í hug.

Sent: Fös 04. Jan 2008 14:53
af hsm
Ég þakka kærlega fyrir stuðninginn :oops:

Koma svo strákar(stelpur) 2 atkvæði komin í hús, það vantar ekki nema 1.498 atkvæði.

Þetta er 100% sem komið er af þeim sem hafa tekið afstöðu :8)

Sent: Fös 04. Jan 2008 15:18
af einzi
ah .. 1498 atkvæði ef lögum verður ekki breytt :)

Sent: Fös 04. Jan 2008 15:29
af Windowsman
pff....verður að fara á TheVikingbay og segja ég styð ykkur:P

Þá eru komnir svona 3 þúsund kannski

Sent: Fös 04. Jan 2008 16:49
af hallihg
hsm skrifaði:Hvað eru margir sem eru skráðir á vaktina ???
Ég var að spá í hvort að ég fengi einhvern stuðning frá ykkur ef ég biði mig fram :D
Ég er svo sem engin snillingur, en guð minn góður ég lít helmingi betur út en Ástþór í mynd :8)
Svo kemur GuðjónR sterklega til greina þegar ég fer að dreifa Fálkaorðunni...


Verður að vera orðinn 35 ára gamall til að geta boðið þig fram.

Sent: Fös 04. Jan 2008 22:47
af Taxi
hallihg skrifaði:
hsm skrifaði:Hvað eru margir sem eru skráðir á vaktina ???
Ég var að spá í hvort að ég fengi einhvern stuðning frá ykkur ef ég biði mig fram :D
Ég er svo sem engin snillingur, en guð minn góður ég lít helmingi betur út en Ástþór í mynd :8)
Svo kemur GuðjónR sterklega til greina þegar ég fer að dreifa Fálkaorðunni...


Verður að vera orðinn 35 ára gamall til að geta boðið þig fram.

Er það í lögum. :?:

Sent: Fös 04. Jan 2008 22:53
af hallihg
Já, sjá 4. grein stjórnarskrárinnar, um kjörgengi forseta.

Sent: Lau 05. Jan 2008 01:03
af Bassi6
Taxi skrifaði:
hallihg skrifaði:
hsm skrifaði:Hvað eru margir sem eru skráðir á vaktina ???
Ég var að spá í hvort að ég fengi einhvern stuðning frá ykkur ef ég biði mig fram :D
Ég er svo sem engin snillingur, en guð minn góður ég lít helmingi betur út en Ástþór í mynd :8)
Svo kemur GuðjónR sterklega til greina þegar ég fer að dreifa Fálkaorðunni...


Verður að vera orðinn 35 ára gamall til að geta boðið þig fram.

Er það í lögum. :?:


GuðjónR er orðinn 35+ svo þá verður hann að taka þetta að sér (fær minn stuðning)

Sent: Lau 05. Jan 2008 01:29
af GuðjónR
Bassi6 skrifaði:
Taxi skrifaði:
hallihg skrifaði:
hsm skrifaði:Hvað eru margir sem eru skráðir á vaktina ???
Ég var að spá í hvort að ég fengi einhvern stuðning frá ykkur ef ég biði mig fram :D
Ég er svo sem engin snillingur, en guð minn góður ég lít helmingi betur út en Ástþór í mynd :8)
Svo kemur GuðjónR sterklega til greina þegar ég fer að dreifa Fálkaorðunni...


Verður að vera orðinn 35 ára gamall til að geta boðið þig fram.

Er það í lögum. :?:


GuðjónR er orðinn 35+ svo þá verður hann að taka þetta að sér (fær minn stuðning)

Takk fyrir það!....1500 meðmælendur og good bye óli grís

Sent: Lau 05. Jan 2008 01:57
af Veit Ekki
Ég verð nú bara hræddur þegar ég sé þessi augu hans ... en meina, hvað eru forsetakosningar án Ástþórs? :P

Sent: Lau 05. Jan 2008 07:32
af zedro
Veit Ekki skrifaði:... en meina, hvað eru forsetakosningar án Ástþórs? :P

Ástþór, ó Ástþór.. væntanlegar forsetakosningar á þessu ári með hann og Ólaf sitjandi forseta í framboðum munu aðeins vera eyðsla á skattpeningum okkar. Ástþór misnotar lýðræðið með því að bjóða sig nú fram í þriðja sinn, getur maðurinn virkilega ekki skilið að þjóðin hefur hafnað honum, ekki einu sinni heldur tvisvar! Lýðveldi stofnað 1944 á Íslandi, lög síðan þá sem segja til um að forsetaframbjóðandi verði að ná fram 1500 manna undirskriftarlista til að geta boðið sig fram. Á þessum tíma var íslenska þjóðin hva 150 þúsund? Við erum í 3-hundraðasta þúsundinu núna og enn sami aumi 1500 manna listinn. Það þarf virkilega að breyta þessum lögum í takt við tímann svo og að koma í veg fyrir á annan hátt að menn eins og Ástþór geti ekki misboðið lýðræðinu eins hrikalega og hann jú gerir. Engar fyrirmyndir eru fyrir því hvernig undirskriftarlistar fyrir forsetakosningar skulu vera uppsettir, hans listi var settur upp þannig að efst á honum stóð eitthvað í þá áttina að; ég styð forseta sem eflir til friðar... og blabla eitthvað sem allir geta verið sammála um, síðan með afar litlum stöfum stóð framboð Ástþórs Magnússonar. Ekki láta blekkjast! Komum í veg fyrir að hann nái ekki undirskriftunum 1500, ekki skrifa undir!!

Sent: Lau 05. Jan 2008 12:46
af GuðjónR
Þetta er bara bisness, Ástþór fær þarna þvílíka umræðu og athygli og kemur málstað sínum (ófriður 2000) að.

Sent: Lau 05. Jan 2008 13:54
af einzi
Einhver sagði mér að hann Ástþór hefði nú svindlað sér þessum 1500 stuðningsmönnum síðast með því að vera með "undirskriftarlista fyrir friði" en var í raun stuðningslistinn

Sent: Lau 05. Jan 2008 14:46
af AngryMachine
Nauðgar lýðræðinu? Hann tekur þó virkan þátt í hinu pólítíska kerfi þessa lands, ólíkt flestum hér þori ég að fullyrða. Sú staðreynd að Óli hefur engann verðugan andstæðing fengið er ekki Ástþóri að kenna, frekar okkur hinum sem að drullast ekki til þess að bjóða okkur fram til embættis eða þá að hvetja einhvern til framboðs sem að á séns í þetta.

Ég sé enga ástæðu að neita neinum um það að bjóða sér fram til embætti forseta, hvorki á grundvelli skoðanna né óvinsælda. Í lýðræðisríki þá halda menn kosningar og lýðurinn velur þá og hafnar. Svo tala menn um peningasóun, finnst þessu sama fólki það þá ekki ágætis hugmynd að aflýsa næstu Alþingiskosningum í sparnaðarskyni? Myndi spara alveg stórfé...

Ef menn fíla ekki Ástþór, gerið þá eins og ég: greiðið honum ekki atkvæði.

Sent: Lau 05. Jan 2008 15:17
af Demon
sammála síðasta ræðumanni.

Sent: Lau 05. Jan 2008 18:40
af zedro
einzi skrifaði:Einhver sagði mér að hann Ástþór hefði nú svindlað sér þessum 1500 stuðningsmönnum síðast með því að vera með "undirskriftarlista fyrir friði" en var í raun stuðningslistinn

Zedro skrifaði:Engar fyrirmyndir eru fyrir því hvernig undirskriftarlistar fyrir forsetakosningar skulu vera uppsettir, hans listi var settur upp þannig að efst á honum stóð eitthvað í þá áttina að; ég styð forseta sem eflir til friðar... og blabla eitthvað sem allir geta verið sammála um, síðan með afar litlum stöfum stóð framboð Ástþórs Magnússonar. Ekki láta blekkjast! Komum í veg fyrir að hann nái ekki undirskriftunum 1500, ekki skrifa undir!!

Ef þessi maður flokkast ekki sem svikahrappur þá veit ég ekki hvað :lol:

og AngryMachine (og Demon)........

Virkan þátt?? Kallarðu framkomu hans og háttsemi að taka virkan þátt í pólitísku kerfi landsins.. hann býr ekki einu sinni á landinu og hvenær fréttirðu eitthvað af honum annað en í tengslum við það að bjóða sig endalaust fram, hvað er hann að leggja til annað í okkar pólitíska kerfi? Aðrir frambjóðendur.. þetta er bara ekkert tengt því, það er engum að kenna að enginn annar býður sig fram á móti Ólafi.. Þeir taka þá ákvörðun sem það vilja gera, ná sér í þann stuðning sem til þess þarf og gera þetta svo af einhverju viti. Að mínu mati eins og kom fram áður ætti þessi stuðningslisti að vera lengri og einhver takmörk jafn vel sett á það hversu oft einn einstaklingur getur boðið sig fram, hversu oft þarf þjóðin að segja einum manni að hún hafnar honum?

Var síðan einhver að tala um að neita honum á grundvelli skoðanna og óvinsælda? Ég kem til að mynda ekkert inn á skoðanir hans í kommenti mínu hér að ofan og þetta með óvinsældirnar, ég vísa því aftur á það sem ég sagði um að stuðningsmannalisti upp á 1500 manns er löngu orðinn úreltur.

Þú líkir síðan framboði eins manns nú í þriðja sinn við Alþingiskosningar eins og það sé það sama? Vá.. hugsaðu þetta aaaaðeins nánar og betur. Að spreða 170 milljónum í kosningarnar? Mér finnst það ekki í lagi undir þessum kringumstæðum sem gætu orðið uppi með framboði Ástþórs, en þú segir að við gætum þá allt eins aflýst alþingiskosningum í sparnaðarskyni.. Ekki finnst mér þú meta peninga mikils og því miður engin röksemdarfærsla á bak við þetta innskot þitt.

Annars þá er ég loksins sammála þér þarna í lokin, ef hann nær sínum lista (sem ég vona að hann geri ekki) þá endilega, kjósið hann ekki.

Að lokum, vitna ég í múttu; "Hver er svona mikill kjáni?" þegar ég sagði henni frá þessu innleggi þínu undir fréttum um kostnað forsetakosninganna áðan.

Sent: Lau 05. Jan 2008 19:42
af Veit Ekki
GuðjónR skrifaði:Þetta er bara bisness, Ástþór fær þarna þvílíka umræðu og athygli og kemur málstað sínum (ófriður 2000) að.


Akkúrat, það eru rosalega margir að tala um þetta svo að Ástþór getur bara sagt: Mission Accomplished.

Vil samt taka það fram að ég styð alls ekki framboð hans.

Sent: Lau 05. Jan 2008 20:37
af AngryMachine
Zedro skrifaði:Virkan þátt?? Kallarðu framkomu hans og háttsemi að taka virkan þátt í pólitísku kerfi landsins..

Framboð til opinbers embættis kalla ég þáttöku í stjórnmálakerfi þessa lands, veit ekki hvað ég ætti annars að kalla það.

Zedro skrifaði:Aðrir frambjóðendur.. þetta er bara ekkert tengt því, það er engum að kenna að enginn annar býður sig fram á móti Ólafi.. Þeir taka þá ákvörðun sem það vilja gera, ná sér í þann stuðning sem til þess þarf og gera þetta svo af einhverju viti.

Og Ástþór er að gera hvað?

Varðandi undirskriftarlistana þá er ábyggilega hægt að gera betur þar, skýra reglurnar svo að það sé ljóst hvað má og hvað má ekki í þeim efnum. Enda rétt sem hefur verið bent á að það var skítalykt af undirskriftalistunum hans Ástþórs síðast. Einvherskonar upplýsingaskylda eða staðlað blað þar sem að væri skýrt tekið fram hvað verið er að skrifa undir væri ekki slæm hugmynd. Ég veit hinsvegar ekki til þess að neinn hafi sýnt fram á það að Ástþór hafi brotið lög eða gert eitthvað refsivert í sambandi við framboð sitt, listarnir voru taldir góðir og gildir af þeim sem að tóku við þeim (kjörstjórn?) og hann fékk að bjóða sig fram. Reglurnar eru óljósar og hann nýtir sér það, ekki sniðugt en að sama skapi ekki bannað.

Kosningar kosta peninga, sættið ykkur við það. Að sjálfsögðu mætti finna einhverjar leiðir til þess að halda kostnaðinum í skefjum. Td. halda forsetakosningar samtímis og einhverjar aðrar kosningar eins og td. sveitastjórnarkosningar, en svo maður vitni í ágætan bandaríkjamann þá gengur maður til kosninga með það kosningakerfi sem að maður hefur, ekki það kosningakerfi sem að maður vildi að maður hefði.

Skulum svo loks hafa í huga að það er ca. hálft ár í kosningar, það getur margt gerst á þeim tíma. En segjum sem svo að eini mótframbjóðandinn verði Ástþór. Hvað er að því? Nákvæmlega ekki neitt. Ef að Ástþór kemst í framboð þá mun það kalla á kosningar. Þetta finnst sumum greinilega slæmt, mér finnst það frábært. Vill fólk frekar sjá að Óli verði endurkjörinn án atkvæðagreiðslu? Afhverju ætti Óli ekki að þurfa að réttlæta eigið endurkjör? Ef að haldnar verða kosningar þá þarf Óli að minnsta kosti að láta sig hafa það að láta keyra sig niður í útvarpshús og útskýra afhverju fólk eigi að kjósa hann og ef þetta verður eina framlag Ástþórs til þessa ferlis þá tel ég það honum til hróss. Verst að það er bara enginn fréttamaður til sem að þorir að þjarma alminnilega að Óla.

Mamma Zedro skrifaði:Hver er svona mikill kjáni?

Kjáninn sem þetta skrifar heitir Stefán, koddu sæl. :D

Sent: Lau 05. Jan 2008 23:17
af Taxi
@AngryMachine
Finnst þér ekkert athugavert við að eyða 170.milljónum króna í að halda kosningar sem hafa fyrirfram ákveðinn sigurvegara.?

Ef það væri bara einn flokkur í framboði til alþingis,ættum við að halda alþingiskosningar samt.?

Er réttlætanlegt að eyða af skattfé 100% landsmanna í 1% fylgi Ástþórs.?

Eru það mannréttindi og lýðræði að 170.milljónir,sem annars færu í menntakerfið og heilbrigðiskerfið,sé sóað á altari mikilmennskubrjálæðis Ástþórs Magnússonar. :roll:

Sent: Lau 05. Jan 2008 23:37
af natti
Má vera heimskuleg spurning, hef ekki verið að fylgjast með þessu máli.
En hvaðan koma þær upplýsingar að kostnaðurinn við forsetakosningarnar séu 170 milljónir? Getið þið vitnað í e-ð lesefni hérna handa mér? :)

Sent: Sun 06. Jan 2008 00:53
af hsm
hallihg skrifaði:
hsm skrifaði:Hvað eru margir sem eru skráðir á vaktina ???
Ég var að spá í hvort að ég fengi einhvern stuðning frá ykkur ef ég biði mig fram :D
Ég er svo sem engin snillingur, en guð minn góður ég lít helmingi betur út en Ástþór í mynd :8)
Svo kemur GuðjónR sterklega til greina þegar ég fer að dreifa Fálkaorðunni...


Verður að vera orðinn 35 ára gamall til að geta boðið þig fram.


Ég er kanski ekki jafn "gamall" og GuðjónR :?
En ég er samt nógu "gamall" til að verða forseti :D

Hef enga löngun til þess að verða forseti lýðveldisins lengur.
Er orðinn forseti á Vaktini og það er það eina sem skiptir máli :8)
Takk fyrir titilinn.

Spurning hvort að maður hafi neitunarvald ????