SolidFeather skrifaði:Slepptu þessu Canon drasli og keyptu Nikon D80
Í D80 ertu klárlega að fá mest fyrir peningin og fær hún oftast betri dóma en 400d enda er hún alltof lítil og óþægileg fyrir almennilegar íslenskar(ekki asískar) hendur. Svona ef þú pælir í því þá ertu að borga of mikið fyrir 400D sem er klárlega inferior vél miðað við D80 sem er á sama verði og meiri Pro vél og lítið eldri.
Alls ekki hugsa um að kaupa basic SLR vél og halda að hún sé eitthvað einfaldari og auðveldara að læra á. Þegar þú ert komin í almennilega gripi þá viltu vera með alla þessa fídusa og gizmoa sem þær bjóða uppá og þú ferð aldrei í verri vélar. Félagi minn á D40x og hann stór öfundar mig á sumu sem ég er að uppgötva að ég geti gert með mína en hann ekki.
Síðan geturðu fengið þér SB-600/SB-800 flash á hana sem er án efa mest notaða flashið í strobist pælingum. Kærastan mín fattaði allavegana strax hvernig hún ætti að nota D80 án nokkurar hjálpar.
D80 er þægilega þung ekkert of þung né of létt, engin plastfílingur og því vel byggð, böns af fídusum en þó mjög auðveld ef um byrjanda er að ræða, Nikkor 18-135mm wide linsan er mjög góð all around(reyndar aðeins of hæg fyrir óflöshuð lowlight skot) og síðan getur hún hent 50mm f/1.8 í pakkan sem er svakalega fín portrait linsa, gerast lítið hraðari og kostar kúk og kanil er tack sharp ásamt 18-135mm linsunni.
Skil ekki þessa þráhyggju hjá íslendingum að kaupa sér Canon, Nikon eru rosalega stórir í pro markaðnum úti.
Hvaða pæling er það samt að þurfa að ítta á einhvern takka til að geta breytt ljósopinu á canon vélunum þegar það eru bara tvö þægilega staðsett skrunhjól á nikon vélunum sem stjórna hraða og ljósopi(þið skiljið mig sem hafa notað Nikon vél).
Já og var ég búin að nefna að CLS er shnilld.
Ekki láta kaupa þig með e-h sjálfhreinsandi sensorum sem skipta engu máli og gera lítið sem ekkert gagn. Auk þess getur maður gert þetta sjálfur.
Mæli með að þú skoðir þessa vél hvar sem hún er seld á íslandi og finnir virkilega munin á gæðum og gripi.
Once you go Nikon you never go back.
Edit: Glerin skipta reyndar alltaf mikið meira máli en bodyið og kitglerið með Nikon D80 er sko ekkert dót, plús það að Nikon hefur ekki breytt um Mount í tugi ára miðað við Canon sem skiptir eins og nærbuxur.