Síða 1 af 2

Sautján ára piltur á 212 km hraða

Sent: Fim 06. Des 2007 12:27
af DoRi-
http://www.visir.is/article/20071206/FR ... /SKODANI04

mynd

Sautján ára piltur með eins mánaðar gamalt ökuskírteini og einn 16 ára farþega var stöðvaður á Reykjanesbraut, nálægt Reykjanesbæ upp úr miðnætti í nótt, eftir að hafa mælst á 212 kílómetra hraða.

Hann var umsvifalaust sviftur ökuréttindum. Fyrst mældist hann á 130 kílómetra hraða á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, þar sem hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og jók hraðann til muna.

Eftir skamma eftirför ákváðu lögreglumenn að halda í humátt á eftir honum en láta lögregluna í Keflavík koma á móti honum, sem sendi þrjá bíla af stað.

Eftir að hafa hundsað stöðvunarmerki þess fyrsta nam hann loks staðar þegar hann sá tvo lögreglubíla til viðbótar koma á móti sér og tvo á eftir. Þetta er einhver mesti hraði sem mælst hefur á bíl hér á landi til þessa.




meira:
http://visir.is/article/20071206/FRETTIR01/71206019
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1307356

Words fail

Sent: Fim 06. Des 2007 13:06
af Selurinn
Svona gerist þegar að sumir eru nýkomnir úr NFS

Sent: Fim 06. Des 2007 15:45
af Tesli
Láta það bara í lögin að menn sem keyra á svona dauðahraða og eru teknir þurfi að éta kíló af mannaskít, þá held ég að hraðakstur væri úr sögunni :shock:

Sent: Fim 06. Des 2007 15:50
af Birkir
laemingi skrifaði:Láta það bara í lögin að menn sem keyra á svona dauðahraða og eru teknir þurfi að éta kíló af mannaskít, þá held ég að hraðakstur væri úr sögunni :shock:


You're clever.. :roll:

Sent: Fim 06. Des 2007 19:18
af gumol
Skemmtilega þessi nýju lýsingarorð sem löggan finnur upp í hvert skipti sem eitthver setur nýtt hraðamet.

Sent: Fim 06. Des 2007 20:11
af GuðjónR
Láta hraðakstur yfir 180km á klst þar sem 90km er varða við hegningarlög ekki umferðarlög, það mætti kalla það tilraun til manndráps með hættulegu vopni.
Refsirammi...mætti vera 12 ár...og lágmarksrefsing 4 ár án náðunar.
Eina leiðin til að stoppa svona rugl er að hafa harðar refsingar.

Sent: Fim 06. Des 2007 20:19
af audiophile
Það á að svifta svona fávita ökuleyfi í allavega 5 ár ef ekki lengur. Svo eiga íslendingar að taka upp ökukennsluaðferðir norðmanna þar sem aldurinn er 18 ár og kennslan mun lengri, dýrari og erfiðari.

Tek sem dæmi að þarlendis er akstur í snjó og hálku skylda og ef þú tekur prófið að sumri, þá bara sorry, verður að bíða þar til snjórinn kemur til að klára prófið.

Það ætti að sikta út aðeins betur hálfvitana frá þeim sem eru með nóg vit í kollinum til að haga sér eins og menn í umferðinni.

Eftir að hafa misst litlu frænku mína eftir að ekið var á hana og næstum misst besta vin minn, þá verð ég fokillur þegar ég heyri að svona bjánum sé leyft að keyra yfir höfuð.

Sent: Fös 07. Des 2007 02:11
af Birkir
audiophile skrifaði:Það á að svifta svona fávita ökuleyfi í allavega 5 ár ef ekki lengur. Svo eiga íslendingar að taka upp ökukennsluaðferðir norðmanna þar sem aldurinn er 18 ár og kennslan mun lengri, dýrari og erfiðari.

Tek sem dæmi að þarlendis er akstur í snjó og hálku skylda og ef þú tekur prófið að sumri, þá bara sorry, verður að bíða þar til snjórinn kemur til að klára prófið.

Það ætti að sikta út aðeins betur hálfvitana frá þeim sem eru með nóg vit í kollinum til að haga sér eins og menn í umferðinni.

Eftir að hafa misst litlu frænku mína eftir að ekið var á hana og næstum misst besta vin minn, þá verð ég fokillur þegar ég heyri að svona bjánum sé leyft að keyra yfir höfuð.


Allt í lagi með þessi rök.

En það er eitt sem ég rek mig á, af hverju viltu hafa kennsluna dýrari? :o

Sent: Fös 07. Des 2007 10:00
af hsm
Birkir skrifaði:
audiophile skrifaði:Það á að svifta svona fávita ökuleyfi í allavega 5 ár ef ekki lengur. Svo eiga íslendingar að taka upp ökukennsluaðferðir norðmanna þar sem aldurinn er 18 ár og kennslan mun lengri, dýrari og erfiðari.

Tek sem dæmi að þarlendis er akstur í snjó og hálku skylda og ef þú tekur prófið að sumri, þá bara sorry, verður að bíða þar til snjórinn kemur til að klára prófið.

Það ætti að sikta út aðeins betur hálfvitana frá þeim sem eru með nóg vit í kollinum til að haga sér eins og menn í umferðinni.

Eftir að hafa misst litlu frænku mína eftir að ekið var á hana og næstum misst besta vin minn, þá verð ég fokillur þegar ég heyri að svona bjánum sé leyft að keyra yfir höfuð.


Allt í lagi með þessi rök.

En það er eitt sem ég rek mig á, af hverju viltu hafa kennsluna dýrari? :o


Við viljum losna við fátæka fólkið úr umferðinni.
:arrow: Það er ömurlega leiðinlegt þegar ég er að keyra á 18.milljóna Bensinum mínum og það eru bara 2-3 miljóna Toyotur að þvælast fyrir mér.
Og örugglega allar á bílalánum :o

Sent: Fös 07. Des 2007 10:29
af DoRi-
hsm skrifaði:Við viljum losna við fátæka fólkið úr umferðinni.
:arrow: Það er ömurlega leiðinlegt þegar ég er að keyra á 18.milljóna Bensinum mínum og það eru bara 2-3 miljóna Toyotur að þvælast fyrir mér.
Og örugglega allar á bílalánum :o


i see what you did there

Sent: Fös 07. Des 2007 10:40
af gumol
GuðjónR skrifaði:Láta hraðakstur yfir 180km á klst þar sem 90km er varða við hegningarlög ekki umferðarlög, það mætti kalla það tilraun til manndráps með hættulegu vopni.
Refsirammi...mætti vera 12 ár...og lágmarksrefsing 4 ár án náðunar.
Eina leiðin til að stoppa svona rugl er að hafa harðar refsingar.

Og eigum við þá ekki að fara að kalla það að nota ekki bílbelti "fölsun á víxli"? Þetta er ekki tilraun til manndráps, þetta er hraðakstur.

Fáránlegar langar refsingar gera _ekkert_ gagn nema ef markmiðið er að hækka hlutfall þeirra sem er í fangelsi á Íslandi eithvað nær því sem það er í Bandaríkjunum. Þarna var strákurinn að flýja lögguna afþví hann var hræddur við þá refsingu sem hann hefði fengið í dag, hvað hefði hann gert ef hann hefði átt 4 ára fangelsi yfir höfði sér?

audiophile skrifaði:Það á að svifta svona fávita ökuleyfi í allavega 5 ár ef ekki lengur. Svo eiga íslendingar að taka upp ökukennsluaðferðir norðmanna þar sem aldurinn er 18 ár og kennslan mun lengri, dýrari og erfiðari.

Tek sem dæmi að þarlendis er akstur í snjó og hálku skylda og ef þú tekur prófið að sumri, þá bara sorry, verður að bíða þar til snjórinn kemur til að klára prófið.

Það ætti að sikta út aðeins betur hálfvitana frá þeim sem eru með nóg vit í kollinum til að haga sér eins og menn í umferðinni.
Ökukennslan hérna er alveg nógu dýr amk. Ég er ekki sammála að það eigi að gera hana erfiðari og lengri, það þarf bara að gera hana betri. En það er alveg sama hvað þú gerir hana langa, erfiða og dýra, það munu alltaf vera menn sem keyra of hratt.

Sent: Fös 07. Des 2007 11:18
af GuðjónR
gumol skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Láta hraðakstur yfir 180km á klst þar sem 90km er varða við hegningarlög ekki umferðarlög, það mætti kalla það tilraun til manndráps með hættulegu vopni.
Refsirammi...mætti vera 12 ár...og lágmarksrefsing 4 ár án náðunar.
Eina leiðin til að stoppa svona rugl er að hafa harðar refsingar.

Og eigum við þá ekki að fara að kalla það að nota ekki bílbelti "fölsun á víxli"? Þetta er ekki tilraun til manndráps, þetta er hraðakstur.

Takk fyrir þetta gumol. Ég var einmitt að bíða og vona eftir að fá svona svar.
Ef ég skrepp í bæinn með haglarann og fer að skjóta út í loftið þá eru ákaflega litlar líkur á því að ég drepi einhvern jafnvel þó að það sé fullt af fólki.
Allaveganna tel ég mig hafa gott vald á byssunni...af hverju ætti að senda víkingasveitina á mig og hugsanlega að skjóta mig?
Ég er ekki að slasa neinn....ég er bara að skjóta út í loftið.

Ef ég fer upp í 300 hestafla bílinn minn og fer að rúmta um göturnar á 200 - 300km hraða...af hverju að skipta sér að því? Ég drep engan...ég slasa engan ég hef fullkomið vald á bílnum.

Sérðu ekki pointið?

Það er ekkert annað en tilræði við borgarana þegar menn keyra á þriðja hundraðinu, ef eitthvað gerist á þeim hraða, t.d. hvellspringur eða viðkomandi hreinlega missir stjórn þá ekki einasta drepur eða stórslasar hann sjálfan sig heldur eru ákaflega miklar líkur á því að hann slasi eða drepi aðra.

Bíll sem er notaður á svona hátt er jafn hættulegur í höndunum á svona vitleysingum og byssa í höndunum á öðrum.

Ég bara skil ekki af hverju menn fá 16 ára fangelsi yfir að skjóta aðra til bana en ef þeir eru á ofsahraða og keyra niður og drepa fólk þá er það "slys" og menn fá hugsanlega eitthvað skilorð. Það er alveg hægt að nota bíl sem vopn.

Ég get setið fyrir einhvernum og ekið hann niður og sagt "ups" sá hann ekki...
Eins með þessa stóru grimmu hunda, hvers skyldi refsingin vera ef rottweiler hundur drepur borgara? Ætli refsingin sé ekki sú að hundurinn verði svæfður...
En hvað með eigandann....sem jafnvel hafði þjálfað dýrið til dráps? Sleppur hann? já líklega...
Meikar þetta sens?

Ekk frekar en tollurinn hérna meikar ekki séns....hér labba menn í farbanni vegabréfalausir inn og út úr landinu janf auðveldlega og að fara í bío...tollararnir eru bara svo uppteknir að leita af iPod og reyktum spægipylsum að þeir meiga ekkert vera að þessu...

over and out..

Sent: Fös 07. Des 2007 12:55
af ÓmarSmith
Mjög góður punktur.


Það á alveg KLÁRLEGA að herða refsilögin þegar menn eru að keyra á meira en .. segjum 150 og svo aftur þegar menn eru á yfir 200.

Það á klárlega að vera HEGNINGAR brot en ekki svipting og sekt.

Sent: Fös 07. Des 2007 13:47
af Arnarr
það má samt alveg taka það framm að 95% af 17 ára unglingum keira eins og menn og þessi 5% eru bara að skemma allt fyrir þeim! Svo má alveg minna á það að það eru alveg til 20 ára til 99 ára gamlir ökumenn sem aka um eins og hálvitar... tek nú bara til dæmis gaurinn um daginn sem var að keira eins og brjálæðingur, fór yfir á rauðum ljósum og allt og var með barn í frammsætinu!

Við viljum losna við fátæka fólkið úr umferðinni.
Það er ömurlega leiðinlegt þegar ég er að keyra á 18.milljóna Bensinum mínum og það eru bara 2-3 miljóna Toyotur að þvælast fyrir mér.
Og örugglega allar á bílalánum
vá ég hló upphátt :D

Sent: Fös 07. Des 2007 14:05
af ManiO
Eins og gumol snerti á þá munu hertar refsingar bara leiða til fleiri tilfella þar sem fólk reynir að koma sér undan lögreglunni. Sama hvaða lög verða sett þá mun hraðakstur alltaf vera hluti af þjóðfélögum okkar, rétt eins og fíkniefnaneysla, drykkja, ofbeldi o.s.frv.


Eitt sem má líka koma á framfæri er að við tvöföldun á Reykjanesbrautinni þá var vegurinn hannaður með 150 sem hámarkshraða, og má því búast við að hámarkshraðinn hækki þar og er það hið besta mál.

Sent: Fös 07. Des 2007 14:20
af GuðjónR
4x0n skrifaði:Eins og gumol snerti á þá munu hertar refsingar bara leiða til fleiri tilfella þar sem fólk reynir að koma sér undan lögreglunni. Sama hvaða lög verða sett þá mun hraðakstur alltaf vera hluti af þjóðfélögum okkar, rétt eins og fíkniefnaneysla, drykkja, ofbeldi o.s.frv.


Eitt sem má líka koma á framfæri er að við tvöföldun á Reykjanesbrautinni þá var vegurinn hannaður með 150 sem hámarkshraða, og má því búast við að hámarkshraðinn hækki þar og er það hið besta mál.

Ég er sko 100% hlynntur því að hækka hámarkshraðann á góðum vegum eins og t.d. á Reykjanesbrautinni þar sem búið er að tvöfalda hana. 120 km/h væri fínt þar.
Einnig mætti herða viðurlög þar sem fólk er að dóla sér á 60-70 á þjóvegunum oft við bestu akstursskilyrði. Eina sem hægaksturinn gerir að pirra aðra og stuðla að framúrakstri með tilheyrandi hættu.

En eins og ég rökstuddi hér að ofan þá ætti að vera einhver mörk, hvort sem þau væri 150 eða 180km/h eða eitthvað annað þar sem hátternið hættir að varða við umferðarlög og fer að varða hegningarlög.
Ef við gefumst bara upp og lokum bara fangelsunum það verða hvort sem er alltaf glæpir þá býður það ekki upp á gæfulega framtíð.

Sent: Fös 07. Des 2007 15:04
af Revenant
Þeir eru að spá í að nota nýju heimildina í lögreglulögum og gera bílinn sem hann var á upptækan.

Sent: Fös 07. Des 2007 15:22
af GuðjónR
Revenant skrifaði:Þeir eru að spá í að nota nýju heimildina í lögreglulögum og gera bílinn sem hann var á upptækan.

Djöfull væri það flott, góð refsing og öðrum víti til varnaðar.
Enda ef um annað "vopn" hefði verið að ræða þá hefði það hiklaust verið gert upptækt.
Yfirvöld fá prik ef þau nýta þessa heimild.

Sent: Fös 07. Des 2007 17:00
af gumol
GuðjónR skrifaði:Takk fyrir þetta gumol. Ég var einmitt að bíða og vona eftir að fá svona svar.
Ef ég skrepp í bæinn með haglarann og fer að skjóta út í loftið þá eru ákaflega litlar líkur á því að ég drepi einhvern jafnvel þó að það sé fullt af fólki.
Allaveganna tel ég mig hafa gott vald á byssunni...af hverju ætti að senda víkingasveitina á mig og hugsanlega að skjóta mig?
Ég er ekki að slasa neinn....ég er bara að skjóta út í loftið.

Þetta er bara svo langt frá því að vera sami hluturinn og að skjóta úr byssu niðrí bæ. Fyrri utan það að þú yrðir ekki kærður fyrri tilraun til manndráps nema þú sért að skjóta á eitthvern. Ef þú ert að skjóta út í loftið og augljóslega ekki á einhvern verðuru ekki sakfelldur fyrir tillraun til manndráps.

Byssa er vopn sem er notað til að drepa, reyndar bara dýr á Íslandi, og í íþróttum þar sem keppt er í hve góður þú ert að hitta ákveðinn punkt. Það að skjóta út í loftið tengist íþróttinni ekki neitt. Þegar þú ert að keyra bíl hratt er það allt annað mál.

Tilraun til manndráps þýðir að eitthver er vísvitandi að reyna að drepa eitthvern, þessi strákur var ekki að því.

Revenant skrifaði:Þeir eru að spá í að nota nýju heimildina í lögreglulögum og gera bílinn sem hann var á upptækan.

Ein órétlátasta refsing sem til er.

Sent: Fös 07. Des 2007 17:30
af audiophile
gumol skrifaði:
Revenant skrifaði:Þeir eru að spá í að nota nýju heimildina í lögreglulögum og gera bílinn sem hann var á upptækan.

Ein órétlátasta refsing sem til er.


Ég held að maður sem er tekinn á yfir 200km hraða hafi misst allan rétt til að segja til um hvað er réttlátt og hvað ekki. :roll:

Ef að ekki er tekið hart á svona brotum læra menn aldrei.

Sent: Fös 07. Des 2007 17:47
af Stebet
gumol skrifaði:Ein órétlátasta refsing sem til er.


í viðræðum við félaga mína hef ég rekið mig á að ansi margir skilja þetta á mismunandi hátt.

Sumir skilja þetta sem að bíllinn sé gerður upptækur varanlega, þ.e.a.s einfaldlega seldur og tekjurnar renni í ríkissjóð. Ég er sammála því að það er fáránlegt og með hæsta móti ósanngjarnt.

Ég hef alltaf skilið þetta þannig að bílinn sé einfaldlega tekinn af honum í ákveðinn tíma (t.d. þrjá mánuði, færi eftir alvarleika brotsins). Þetta finnst mér fullkomlega sanngjarnt því fyrir mér er sá sem keyrir svona eins og hálfviti búinn að fyrirgera rétti sínum til þess að keyra í einhvern tíma og þarf greinilega að fá pásu og taka bílprófið sitt aftur.

Veit einhver hvernig þessi lagaheimild virkar nákvæmlega?

Sent: Fös 07. Des 2007 17:58
af Revenant
Stebet skrifaði:
gumol skrifaði:Ein órétlátasta refsing sem til er.


í viðræðum við félaga mína hef ég rekið mig á að ansi margir skilja þetta á mismunandi hátt.

Sumir skilja þetta sem að bíllinn sé gerður upptækur varanlega, þ.e.a.s einfaldlega seldur og tekjurnar renni í ríkissjóð. Ég er sammála því að það er fáránlegt og með hæsta móti ósanngjarnt.

Ég hef alltaf skilið þetta þannig að bílinn sé einfaldlega tekinn af honum í ákveðinn tíma (t.d. þrjá mánuði, færi eftir alvarleika brotsins). Þetta finnst mér fullkomlega sanngjarnt því fyrir mér er sá sem keyrir svona eins og hálfviti búinn að fyrirgera rétti sínum til þess að keyra í einhvern tíma og þarf greinilega að fá pásu og taka bílprófið sitt aftur.

Veit einhver hvernig þessi lagaheimild virkar nákvæmlega?


Lögin segja þetta:
[107. gr. a. Þegar um stórfelldan eða ítrekaðan ölvunarakstur er að ræða, sem ekki fellur undir 2. mgr. þessarar greinar, stórfelldan eða ítrekaðan akstur manns sem sviptur hefur verið ökurétti eða manns sem ekki hefur öðlast ökuréttindi, stórfelldan eða ítrekaðan hraðakstur eða akstur sem telst sérlega vítaverður að öðru leyti má gera upptækt vélknúið ökutæki sem ökuskírteini þarf til að stjórna og notað er við brotið nema það sé eign manns sem ekkert er við brotið riðinn. Við sömu aðstæður og með sömu skilyrðum má gera upptækt vélknúið ökutæki sem ökuskírteini þarf til að stjórna og er eign þess sem hefur framið brotið, enda þótt ökutækið hafi ekki verið notað þegar brotið var framið.

Gera skal ökutæki upptækt þegar eigandi þess hefur verið dæmdur sekur eða gengist undir refsingu vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna eða undir áhrifum áfengis sem hefur í för með sér sviptingu ökuréttar og vínandamagn í blóði er 1,20‰ eða meira eða vínandamagn í lítra lofts sem hann andar frá sér nemur 0,60 milligrömmum eða meira, og viðkomandi hefur tvisvar síðustu þrjú árin fyrir brotið verið dæmdur sekur eða gengist undir refsingu fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis þar sem vínandamagn í blóði hefur mælst 1,20‰ eða meira eða vínandamagn í lítra lofts sem hann andar frá sér hefur numið 0,60 milligrömmum eða meira og sem hefur haft í för með sér sviptingu ökuréttar. Gera skal ökutæki upptækt enda þótt það hafi ekki verið notað þegar brotið var framið.

Víkja má frá ákvæði 2. mgr. í undantekningartilvikum þegar sérstakar ástæður mæla með því.

Ökutæki sem gert er upptækt skal vera eign ríkissjóðs. Hafi einhver beðið tjón við brotið skal hann þó eiga forgang til andvirðisins ef bætur fást ekki á annan hátt.]1)


Bíllinn er gerður upptækur og verður eign ríkissjóðs ef þeir nýta sér þessa heimild

Sent: Fös 07. Des 2007 18:08
af gumol
audiophile skrifaði:Ég held að maður sem er tekinn á yfir 200km hraða hafi misst allan rétt til að segja til um hvað er réttlátt og hvað ekki. :roll:

Ef að ekki er tekið hart á svona brotum læra menn aldrei.

Það er ekki hann sem er að segja þetta, það er ég. Ég hef aldrei ekið svona hratt.

Þetta er ekki bara óréttlátt þar sem verið er að refsa sumum meira en öðrum, heldur er líka verið að refsa þeim meira sem keyra svona sem eru á bíl sem er gerður þannig að það sé hægt að stjórna honum á þessum hraða. Maður sem er á drulsu með lélegum bremsum, ónýtum stýrisendum og sléttum dekkum sem er jafnvel á leið á haugana er að tapa 12.000 kr. á þessu.

Maður sem er nýlegum bíl með abs, tcs, html og öllum flottu skammstöfunum sem hjálpa honum að halda stjórn í bíl sem gerður er til að draga sem mest úr öllum höggum ef hann lendir í árekstri tapar hugsanlega mörgum milljónum eða jafnvel tugum milljóna.

Ég er ekki að verja það að keyra á svona miklum hraða útá þjóðvegunum, en það á ekki að vera milljóna króna sekt við því.

Sent: Fös 07. Des 2007 18:44
af Klemmi
gumol skrifaði:
audiophile skrifaði:halda stjórn í bíl sem gerður er til að draga sem mest úr öllum höggum ef hann lendir í árekstri


Ef bíll á 212km/klst hraða lendir á öðrum vegfaranda, hvort sem það er vegfarandi á öðru farartæki eða gangandi vegfarandi, hann á eftir að slasa sig eða eitthvern annan. Þessi hraði er það mikill, sama hversu "vel" byggður bíllinn er. Hitt er að sjálfsögðu annað mál að maður á druslu er líklegri til að missa stjórn á honum heldur en maður á góðum bíl, en höggið sem myndast í raun alltaf það sama.

Sent: Fös 07. Des 2007 19:25
af gumol
Klemmi skrifaði:höggið sem myndast í raun alltaf það sama.
Nei, Nýrri bílar eru betur hannaðir til að "drekka í sig" höggið. Höggið verður nátturlega alltaf mjög mikið, en ef við erum að bera saman 10 - 15 ára gamla bíla og nýja er líklegra að þessir nýju valdi minni skaða.