Síða 1 af 1
Verð á Lenovo fartölvum.
Sent: Fös 23. Nóv 2007 12:26
af cue
Getur verið að þetta standist?
Samkvæmt cNet kostar Lenovo Thinkpad x61 mest 1400$ sem er um 90.000kr
http://reviews.cnet.com/laptops/lenovo- ... prod.txt.3
Þessi lína, X línan, hérna heima kostar lægst 200.000kr. Hvernig getur þetta staðist?
http://nyherji.is/thinkpad/
Sent: Fös 23. Nóv 2007 12:40
af GuðjónR
Hvernig heldur þú að Nýherju hafi efni á því að byggja þetta risa hús og vera með tæplega þrjúhundruð manns í vinnu þegar best lét.
Plús það að vera með mötuneyti sem er eins og 4 stjörnu veitingastaður.
Einhver verður að borga brúsann.
OKUR
Sent: Fös 23. Nóv 2007 13:42
af Revenant
Þú ert líka að bera saman epli og appelsínur.
Þessi verð þarna úti eru án flutningskostnaðar, virðisaukaskatts OG 2 ára neytendaábyrgðar. Ef þú flytur þetta inn með shopusa ertu að borga sirka 140.000 kr án ábyrgðar. Þegar þú svo bætir við ábyrgð, íslensku lyklaborði o.fl þá ertu komin nálægt 200.000 kr.
Sent: Fös 23. Nóv 2007 16:22
af hsm
Revenant skrifaði:Þú ert líka að bera saman epli og appelsínur.
Þessi verð þarna úti eru án flutningskostnaðar, virðisaukaskatts OG 2 ára neytendaábyrgðar. Ef þú flytur þetta inn með shopusa ertu að borga sirka 140.000 kr án ábyrgðar. Þegar þú svo bætir við ábyrgð, íslensku lyklaborði o.fl þá ertu komin nálægt 200.000 kr.
Ekki endilega rétt hjá þér.
Það er ekki víst að Nýherji sé að borga 90.000.kr fyrir þessar vélar úti, tel það mjög ólíklegt.
Annað dæmi um þar sem okur verður að ráni.
Ég fór í Hilti umboðið hér á Íslandi og var að spá í að kaupa gas naglabyssu, hún kostar hér um 180.000.kr. 179.900.kr nákvæmlega
Ég athugaði hvað hún kostar í USA þar kostar hún 440$-600$ eða 27.000.kr-37.000.kr
Og það er bara VSK sem þarf að borga af henni hér.
Get fengið hana senda hingað til lands byssa+flutningur+VSK á um 53.000.kr
Ég panta mér frekar nýja úti ef að hún bilar heldur en að borga 130.000.kr fyrir að hafa ábyrgðina hér.
Þetta er móðgandi
Sent: Fös 23. Nóv 2007 16:52
af Klemmi
Hvernig væri þá að fara út í sjálfstæðan rekstur og selja þessar naglabyssur sjálfur fyrst það er svona þægileg álagning á þessar græjur?
Fólk yrði þér örugglega fegið, að fá heilbrigða samkeppni á þetta hér heima.
Sent: Fös 23. Nóv 2007 17:35
af natti
Revenant skrifaði:Þú ert líka að bera saman epli og appelsínur.
Þessi verð þarna úti eru án flutningskostnaðar, virðisaukaskatts OG 2 ára neytendaábyrgðar. Ef þú flytur þetta inn með shopusa ertu að borga sirka 140.000 kr án ábyrgðar. Þegar þú svo bætir við ábyrgð, íslensku lyklaborði o.fl þá ertu komin nálægt 200.000 kr.
Ok, horfum framhjá flutningskostnaði og virðisaukaskatti...
Afþví að 2 ára neytendaábyrgðin er svo dýr?
Er ekki 2 ára neytendaábyrgð mandatory allstaðar í evrópu?
(Sá amk notice frá Bose þar sem þeir tóku sérstaklega fram að ef varan er keypt í evrópu er 2 ára ábyrgð, þó að skírteinið sem fylgi með segir bara 1 árs ábyrgð.)
Og íslenska lyklaborðið hlítur að kosta morðfjár... þ.e.a.s. þessir LÍMMIÐAR sem eru límdir yfir takkana...
Annarsvegar held ég að ég lifi alveg án þessara límmiða. Held það sé heldur ekki svo dýrt að verða sér úti um þá.
Skv
einhverjy thingy í the uk er verð á lenovo thinkpad x61 frá £1,010.48 to £2,203.35
Pínu stór skali... 130k upp í 280k...
Vél á 130 + flutningskostnaður og vsk er ekki 200k samt.
Og undir "Manufacturer Warranty" stendur "Service & Support: 3 years warranty."
Sent: Fös 23. Nóv 2007 17:35
af appel
(Verð í USA) * 2.5 = (Verð á Íslandi)
It's that simple!
Sent: Fös 23. Nóv 2007 20:44
af gumol
Þar fyrir utan þá er þjónustan hjá nýherja engin toppþjónusta. Móðurborðið í ferðatövlu vinar míns fór í rúmlega 3 ára gömlum lappa, þeir tóku óratíma í að finna það út (miðað við verðið sem hann þurfit að borga fyrir það) og sögðu honum að nýtt móðurborð kostaði 90.000 kr. + vinna.
En þeir verða auðvitað að halda verðinu fyrir almenning í hámarki svo þeir geti boðið fyrirtækjunum sem eru í viðskiptum við þá háa prósentu í afslátt.
Sent: Lau 24. Nóv 2007 00:34
af cue
Þetta er glæpur, það er ekki hægt að treysta því að þeir séu að bjóða manni sangjörn kjör. Okur búlla!
ATH þeir eru að fá afslátt alla leiðina. Þ.e magnafslátt, heildsöluafslátt, afslátt af flutning og vegna þess að þessar tölvur eiga að vera þvílík gæða vara, má búast við að annað árið í ábyrgð (verksmiðjuábyrgðin coverar fyrsta árið) séu kannski að koma til baka 1-5% af seldum tölvum. Ég giska á 1-2% í mesta lagi án þess að hafa skimu um það.
Auðvita er ekki hægt að stofna fyrirtæki til að keppa við þetta. Þá lækka kvikindin verðinn niður úr öllu valdi og koma viðkomandi á hausinn daginn eftir.
Nógu drjúgir eru sjóðirnir til að dekka það.
Sent: Lau 24. Nóv 2007 04:10
af natti
gumol skrifaði:En þeir verða auðvitað að halda verðinu fyrir almenning í hámarki svo þeir geti boðið fyrirtækjunum sem eru í viðskiptum við þá háa prósentu í afslátt.
Skal svosem ekki segja um verð, en get alveg sagt að þjónusta gagnvart fyrirtækjum er heldur ekkert til að hrópa húrra yfir, langt í frá.
Sent: Lau 24. Nóv 2007 20:26
af JReykdal
Og íslenska lyklaborðið hlítur að kosta morðfjár... þ.e.a.s. þessir LÍMMIÐAR sem eru límdir yfir takkana...
Þú ættir nú að vita það að "alvöru" búðir eru með bæði innbrennda stafi og íslenskt lyklaboðr er öðruvísi en til dæmis US layout (enter takkinn og <|> takkinn sem dæmi).
Sent: Sun 25. Nóv 2007 01:47
af natti
JReykdal skrifaði:Og íslenska lyklaborðið hlítur að kosta morðfjár... þ.e.a.s. þessir LÍMMIÐAR sem eru límdir yfir takkana...
Þú ættir nú að vita það að "alvöru" búðir eru með bæði innbrennda stafi og íslenskt lyklaboðr er öðruvísi en til dæmis US layout (enter takkinn og <|> takkinn sem dæmi).
Þú meinar s.s. að Nýherji sé ekki alvöru búð?
Það vantar amk ekki límmiðana á IBM Thinkpad vélina sem ég er með.
(sem að er frá Nýherja...)
Hvað layoutið varðar... er þetta sér-íslenskt layout... eða er það kannski notað annarsstaðar í evrópu líka?
(Maður spyr sig, svona fyrst að það eru límmiðar yfir tökkum sem greinilega eru með önnur merki undir... hmha
Þannig að ég skal bara svara þessu, nei þetta layout er ekki séríslenskt.).
Point being, að "íslenska" lyklaborðið getur ekki útskýrt neinn kostnaðaramun á vörunni nema að max 1000kr, miðað við mjög dýra límmiða.
Sent: Sun 25. Nóv 2007 02:18
af Gets
Mig langar til að bæta því við að ef fólk vill ekki vera með lyklaborð á fartölvunni sinni sem er ekki með innbrenndum Íslenskum stöfum þá kostar nýtt lyklaborð á fartölvu í flestum tilvikum einungis 1000 kr.
Límmiðarnir hinsvegar eru gefins hjá flestum verslunum.
Sent: Sun 25. Nóv 2007 02:56
af gumol
EJS er greinilega ekki alvöru búð heldur, miðað við dell lappan minn.
Sent: Sun 25. Nóv 2007 20:30
af JReykdal
gumol skrifaði:EJS er greinilega ekki alvöru búð heldur, miðað við dell lappan minn.
Þær Dellur sem ég hef brúkað hafa haft innbrennda stafi og þær HP vélar sem ég hef notað hafa þá líka.
Sent: Sun 25. Nóv 2007 20:55
af gumol
Minn er reyndar 4 ára gamall, en var með límmiða (áður en þeir duttu af)
Sent: Mán 26. Nóv 2007 05:19
af kristjanm
Hann faðir minn sem veit því miður sama og ekkert um tölvur fór einhvern tíma fyrir nokkrum mánuðum í Nýherja að leita sér að fartölvu.
Kom hann ekki heim og spurði mig álits. Þá kom í ljós að sölumaðurinn var staðfastur á því að bjóða honum ferðatölvu á um 180 þúsund sem var meðal annars með heil 256MB í minni og aðrir íhlutir voru í besta falli í meðallagi.
Ath. að það voru mikið fleiri tölvur í boði sem voru reyndar allt of dýrar, en voru þó allavega með 512MB eða 1GB í minni. Þó svo að þær hefðu verið léleg kaup og allt það hefðu þær ekki verið hreint og bókstafegt rán.
En sölumaðurinn var staðfastur á því að bjóða honum þessa einu tölvu sem þeir áttu með 256MB í minni.
Hefði faðir minn, sem veit ekki neitt um þessi mál, ekki spurt mig álits hefði hann að öllum líkindum keypt tölvuna og verið hafður að fífli.
Ég mæli ekki með því að versla við Nýherja, það er verra en að versla við BT og þá er MIKIÐ sagt.
Því má bæta við að sölumaðurinn var líka að reyna að pranga inn á hann ýmsum hlutum sem hann hefði ekkert að gera við með tölvunni, eins og USB minnislykli eða utanáliggjandi hörðum diski, sem voru að sjálfsögðu líka á okurverði.
Sent: Þri 27. Nóv 2007 15:43
af ÓmarSmith
Held að nýherji sé líka mest að selja til fyrirtækja frekar en einstaklinga.
Það er enginn að neyða neinn til að versla þar og síðan hvenær hafa IBM verið að skila e-u betra en hvaða lappi sem er.
Flestir sem ég þekki sem fengu sér IBM lappa þegar þeir voru að klára stúdentinn fengu að súpa seyðið af því bæði af okurverði og lélegri þjónustu og frekar hárri bilanatíðni miðað við verð.
Persónulega myndi ég halda mig við HP eða þá jafnvel fara í Dell en IBM mun ég aldrei fá mér.
Sent: Þri 27. Nóv 2007 16:41
af gunnargolf
Hvað með ,,Þýska stálið'' Medion, í BT
.
Sent: Mið 28. Nóv 2007 00:32
af Gúrú
gunnargolf skrifaði:Hvað með ,,Þýska stálið'' Medion, í BT
.
Las ég einhversstaðar að það væru eiginlega engir þjóðverjar með medion tölvur?
Var einhver könnun og allir sögðust vera með Dell
.
Sent: Mið 28. Nóv 2007 00:41
af hallihg
Er sú þjóð raunverulega til þar sem meirihlutinn á Medion tölvur? Stórefa það..
Sent: Mið 28. Nóv 2007 20:57
af pjesi
GuðjónR skrifaði:Hvernig heldur þú að Nýherju hafi efni á því að byggja þetta risa hús og vera með tæplega þrjúhundruð manns í vinnu þegar best lét.
Ég held að Nýherji er með rúmlega 700 starfsmenn eftir að þeir keyptu TM Software.
http://mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1296333