Sælir
Var að vafra á /.org og sá þessa grein um "non-compete" samninga og ég fór að spá. Ætli sé eitthvað um þetta hér á landi að einhverjir hafa skrifað undir svona samning að vinna ekki hjá samkeppnisaðila í x tíma og afsala sér höfundarétt á verkum ( skil það svo sem ef verkið er unnið á vinnutíma ).
Örlítið skilt líka er þegar menn segja upp og er hent út á stundinni. sjá hér
Non-compete agreement
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1058
- Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
- Reputation: 0
- Staðsetning: www.tech.is
- Staða: Ótengdur
Nú vinn ég í allt öðrum geira heldur en tækni eða tövugeiranum. Og held að ég get fullyrt að þetta sjáist hjá mjög mörgum fyrirtækjum hér á landi.
Fyrirtækið á þín hugverk, skrif, uppfinningar osfv. þ.e. að segja ef þú skrifar undir slíkt eftir því sem ég best veit.
Var með samning áður þar sem mér var meinað að vinna fyrir samkeppnisaðila í 12 mánuði. En ef það myndi gerast þá átti fyrirtækið rétt á ákveðnum endurgreiðslum, vegna kostnaðar við þjálfun ofl.
Er ekki frægasta dæmið um eitthvað svona Post It hjá 3M, ef sá sem fann það upp hefði unnið sjálfstætt væri hann multi milli.
Fyrirtækið á þín hugverk, skrif, uppfinningar osfv. þ.e. að segja ef þú skrifar undir slíkt eftir því sem ég best veit.
Var með samning áður þar sem mér var meinað að vinna fyrir samkeppnisaðila í 12 mánuði. En ef það myndi gerast þá átti fyrirtækið rétt á ákveðnum endurgreiðslum, vegna kostnaðar við þjálfun ofl.
Er ekki frægasta dæmið um eitthvað svona Post It hjá 3M, ef sá sem fann það upp hefði unnið sjálfstætt væri hann multi milli.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 258
- Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
- Reputation: 0
- Staðsetning: Boston, MA
- Staða: Ótengdur
Re: Non-compete agreement
einzi skrifaði:Sælir
Var að vafra á /.org og sá þessa grein um "non-compete" samninga og ég fór að spá. Ætli sé eitthvað um þetta hér á landi að einhverjir hafa skrifað undir svona samning að vinna ekki hjá samkeppnisaðila í x tíma og afsala sér höfundarétt á verkum ( skil það svo sem ef verkið er unnið á vinnutíma ).
Örlítið skilt líka er þegar menn segja upp og er hent út á stundinni. sjá hér
3 af 4 vinnustöðum sem ég hef unnið á undanfarin á hafa verið með svona klausu í samningnum...ég reyndar man ekkert hvað það var langur tími sem lofaði ekki að vinna en hann er fyrndur hjá 2 af þessum fyrirtækjum.
"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds
- Linus Thorvalds
-
- Besserwisser
- Póstar: 3929
- Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
- Reputation: 0
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
37. grein Samningalaga nr. 7/1936:
Erfitt að segja til um hvort svona samningur til 12 mánaða sá óþarflega víðtækur eða ekki. Líka spurning hvort hann heftir atvinnufrelsi sérfræðimenntaðs manns of mikið.
En ég held það sé alveg öruggt að ef þú ert rekinn án þess að hafa átt það skilið eða segjir upp afþví vinnuveitandinn brýtur alvarlega ráðningarsamninginn þá ertu ekki bundinn af svona ákvæði í ráðningarsamningi.
[Hafi maður, í því skyni að varna samkeppni, áskilið sér hjá öðrum manni að sá maður reki eigi verslun eða aðra atvinnu, eða hann ráði sig eigi til starfa við slíkt fyrirtæki, þá er það loforð eigi bindandi fyrir þann mann ef telja verður, þegar litið er til allra atvika, að skuldbinding þessi sé víðtækari en nauðsynlegt er til þess að varna samkeppni eða hún skerði með ósanngjörnum hætti atvinnufrelsi þess manns sem tókst þessa skyldu á herðar. Við mat á hinu síðastnefnda atriði skal einnig hafa hliðsjón af því hverju það varðar rétthafann að þessi skuldbinding sé haldin.
Hafi starfsmaður við verslun eða annað fyrirtæki tekið á sig slíka skuldbindingu, sem getur um í 1. mgr., gagnvart þeim, sem fyrirtækið rekur, og skuldbinding hans á að gilda eftir að ráðningu hans við fyrirtækið er lokið þá er sú skuldbinding ógild ef honum er sagt upp stöðunni eða vikið úr henni án þess að hann hafi sjálfur gefið nægilega ástæðu til þess eða ef hann sjálfur fer löglega úr stöðunni sakir þess að sá, sem fyrirtækið rekur, vanefnir skyldur sínar við hann.]
Erfitt að segja til um hvort svona samningur til 12 mánaða sá óþarflega víðtækur eða ekki. Líka spurning hvort hann heftir atvinnufrelsi sérfræðimenntaðs manns of mikið.
En ég held það sé alveg öruggt að ef þú ert rekinn án þess að hafa átt það skilið eða segjir upp afþví vinnuveitandinn brýtur alvarlega ráðningarsamninginn þá ertu ekki bundinn af svona ákvæði í ráðningarsamningi.
Þetta er auðvitað alvarlegt mál ef að þessi klausa er orðin að staðli í öllum ráðningarsamningum, þá kemst maður ekki hjá því að samþykkja þetta þar sem öll fyrirtæki fara fram á það.
Það er svosem eðlilegt að það sé farið fram á þetta í þeim tilfellum sem eiga við, t.d. lykilstarfsmenn og einstaka sérfræðinga, en alls ekki fyrir alla almenna starfsmenn!
Það er svosem eðlilegt að það sé farið fram á þetta í þeim tilfellum sem eiga við, t.d. lykilstarfsmenn og einstaka sérfræðinga, en alls ekki fyrir alla almenna starfsmenn!
*-*
gumol skrifaði:37. grein Samningalaga nr. 7/1936:[Hafi maður, í því skyni að varna samkeppni, áskilið sér hjá öðrum manni að sá maður reki eigi verslun eða aðra atvinnu, eða hann ráði sig eigi til starfa við slíkt fyrirtæki, þá er það loforð eigi bindandi fyrir þann mann ef telja verður, þegar litið er til allra atvika, að skuldbinding þessi sé víðtækari en nauðsynlegt er til þess að varna samkeppni eða hún skerði með ósanngjörnum hætti atvinnufrelsi þess manns sem tókst þessa skyldu á herðar. Við mat á hinu síðastnefnda atriði skal einnig hafa hliðsjón af því hverju það varðar rétthafann að þessi skuldbinding sé haldin.
Hafi starfsmaður við verslun eða annað fyrirtæki tekið á sig slíka skuldbindingu, sem getur um í 1. mgr., gagnvart þeim, sem fyrirtækið rekur, og skuldbinding hans á að gilda eftir að ráðningu hans við fyrirtækið er lokið þá er sú skuldbinding ógild ef honum er sagt upp stöðunni eða vikið úr henni án þess að hann hafi sjálfur gefið nægilega ástæðu til þess eða ef hann sjálfur fer löglega úr stöðunni sakir þess að sá, sem fyrirtækið rekur, vanefnir skyldur sínar við hann.]
Erfitt að segja til um hvort svona samningur til 12 mánaða sá óþarflega víðtækur eða ekki. Líka spurning hvort hann heftir atvinnufrelsi sérfræðimenntaðs manns of mikið.
En ég held það sé alveg öruggt að ef þú ert rekinn án þess að hafa átt það skilið eða segjir upp afþví vinnuveitandinn brýtur alvarlega ráðningarsamninginn þá ertu ekki bundinn af svona ákvæði í ráðningarsamningi.
Þetta er valla/EKKI læsilegt fyrir venjulegan mann, geturðu þýtt
Einhver sagði mér að þetta gæti ekki staðist nema að sex mánuðum???
-
- Besserwisser
- Póstar: 3929
- Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
- Reputation: 0
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Veit ekki hvort þetta hjálpar eitthvað:
(er ekki pottþéttur á þessu, talið við einhvern sem veit meira um þetta áður en þið farið að rífast við vinnuveitandan)
Þegar þú skrifar undir ráðningarsamning við vinnuveitanda sem bannar þér að vinna hjá samkeppnisaðila eða stofna fyrirtæki sem er í samkeppni í X marga mánuði eftir að þú hættir, þarftu ekki að fara eftir því ef:
- Skulbindingin er strangari en hún þurfti að vera og hindrar td. þig of mikið í að fá vinnu á því sviði sem þú hefur sérhæft þig á. (mjög mikið matsatriði, verður að skoða hvert atvik fyrir sig)
- Hann rekur þig (nema þú hafir gert eitthvað mikið til að verðskulda að vera rekinn) (líka dáldið matsatriði)
- Ef þú hættir sjálfir afþví vinnuveitandinn braut alvarlega sinn hluta ráðningarsamningsins (td. ef hann borgar þér ekki launin)
(er ekki pottþéttur á þessu, talið við einhvern sem veit meira um þetta áður en þið farið að rífast við vinnuveitandan)
Þegar þú skrifar undir ráðningarsamning við vinnuveitanda sem bannar þér að vinna hjá samkeppnisaðila eða stofna fyrirtæki sem er í samkeppni í X marga mánuði eftir að þú hættir, þarftu ekki að fara eftir því ef:
- Skulbindingin er strangari en hún þurfti að vera og hindrar td. þig of mikið í að fá vinnu á því sviði sem þú hefur sérhæft þig á. (mjög mikið matsatriði, verður að skoða hvert atvik fyrir sig)
- Hann rekur þig (nema þú hafir gert eitthvað mikið til að verðskulda að vera rekinn) (líka dáldið matsatriði)
- Ef þú hættir sjálfir afþví vinnuveitandinn braut alvarlega sinn hluta ráðningarsamningsins (td. ef hann borgar þér ekki launin)
Síðast breytt af gumol á Þri 13. Nóv 2007 13:42, breytt samtals 1 sinni.
-
- Græningi
- Póstar: 26
- Skráði sig: Fim 01. Jan 2004 22:10
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Þetta segir
1. Að svona klausa er lögleg en að hún yrði túlkuð mjög þröngt ef á reyndi.
2. Að svona skylda fellur úr gildi ef þér er sagt upp eða ef þú segir upp vegna stórkostlegra vanefnda vinnuveitandans.
Hér er reyndar bara rætt um þá skuldbindingu að ekki megi ráða sig til samkeppnisaðila í vissan tíma eftir starfslok. Það sem hins vegar kemur fram í Slashdot greininni, um að fyrri vinnuveitandi eigi öll hugverk sem þú býrð til 6 mánuði eftir að þú hættir, er náttúrulega annað og alveg absúrd mál.
1. Að svona klausa er lögleg en að hún yrði túlkuð mjög þröngt ef á reyndi.
2. Að svona skylda fellur úr gildi ef þér er sagt upp eða ef þú segir upp vegna stórkostlegra vanefnda vinnuveitandans.
Hér er reyndar bara rætt um þá skuldbindingu að ekki megi ráða sig til samkeppnisaðila í vissan tíma eftir starfslok. Það sem hins vegar kemur fram í Slashdot greininni, um að fyrri vinnuveitandi eigi öll hugverk sem þú býrð til 6 mánuði eftir að þú hættir, er náttúrulega annað og alveg absúrd mál.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Mig rámar nú í að það hafa komið upp dómsmál hérna öðru hvoru vegna slíkra samninga. Þar sem aðilar hafa hætt og farið til samkeppnisaðila.
(Og þetta er ekki bundið við tölvugeirann.)
Og mig minnir að dómar hafi fallið á báða vegu, þ.e.a.s. einhverjir dómar hafa dæmt (fyrrverandi)atvinnuveitanda í vil, og einhverjir hafa dæmt einstaklingnum í vil vegna hafta á atvinnufrelsi eða e-ð.
Ég held að þegar svona mál fara fyrir dóm hérlendis þá verður það fréttaefni.
Edit:
Hér er dómur sem féll einstaklingnum í vil í sambærilegu málefni.
hérna er líka annar dómur þar sem Trygginarmiðstöðin kærir mann fyrir að byrja að vinna hjá Verði-Íslandstryggingu. TM tapaði amk í héraði, nennti ekki að leita hvort þetta hefði farið fyrir hæstarétt.
Hérna er hinsvegar dómur sem er fyrirtækinu í hag. (Opin Kerfi vs. Titan). En þetta snérist meira um hvort að viðkomandi gæti byrjað að vinna hjá samkeppnisaðila áður en uppsagnarfrestur myndi renna út.
Það er amk ekki skortur á dómum hérlendis tengdu þessu ef maður googlar
Þetta með höfundarréttinn eftir að starfsmaður er hættur, held ég að myndi ekki halda hérlendis. En hvað veit ég, ég er ekki lögfræðingur.
(Og þetta er ekki bundið við tölvugeirann.)
Og mig minnir að dómar hafi fallið á báða vegu, þ.e.a.s. einhverjir dómar hafa dæmt (fyrrverandi)atvinnuveitanda í vil, og einhverjir hafa dæmt einstaklingnum í vil vegna hafta á atvinnufrelsi eða e-ð.
Ég held að þegar svona mál fara fyrir dóm hérlendis þá verður það fréttaefni.
Edit:
Hér er dómur sem féll einstaklingnum í vil í sambærilegu málefni.
hérna er líka annar dómur þar sem Trygginarmiðstöðin kærir mann fyrir að byrja að vinna hjá Verði-Íslandstryggingu. TM tapaði amk í héraði, nennti ekki að leita hvort þetta hefði farið fyrir hæstarétt.
Hérna er hinsvegar dómur sem er fyrirtækinu í hag. (Opin Kerfi vs. Titan). En þetta snérist meira um hvort að viðkomandi gæti byrjað að vinna hjá samkeppnisaðila áður en uppsagnarfrestur myndi renna út.
Það er amk ekki skortur á dómum hérlendis tengdu þessu ef maður googlar
Þetta með höfundarréttinn eftir að starfsmaður er hættur, held ég að myndi ekki halda hérlendis. En hvað veit ég, ég er ekki lögfræðingur.
Mkay.