Síða 1 af 1

Íslendingur vann 105 milljónir í Víkingalottó

Sent: Fim 04. Okt 2007 14:59
af wixor
Miðinn var keyptur á Hagkaup á Akureyri vinningshafinn hefur
ekki gefið sig fram. Ef þú fannst þetta hérna, fannst miða þinn
og þetta verður mér að þakka að þú fattaðir þetta áður en að
þú hentir honum fer ég fram á 1% :) - Djöf! Ég steingleymdi að kíkja til Akureyrar og kaupa mér víkingalottó man það næst!

105 Frigging milljónir...

Sent: Fim 04. Okt 2007 17:02
af Dagur
maður getur keypt kók í bauk fyrir það

Sent: Fim 04. Okt 2007 17:15
af GuðjónR
maaaarga bauka af kók...

Sent: Fim 04. Okt 2007 17:17
af Birkir
Ég hef áreiðanlegar fregnir þess efnis að hann Snorri (CraZy) hafi unnið þetta og sé nú á leið til Reykjavíkur að sækja vinninginn. :8)

Sent: Fim 04. Okt 2007 17:49
af urban
Birkir skrifaði:Ég hef áreiðanlegar fregnir þess efnis að hann Snorri (CraZy) hafi unnið þetta og sé nú á leið til Reykjavíkur að sækja vinninginn. :8)


þá vona ég líka hans vegna að hann hafi gistingu þarna í bænum, vegna þess að hann fær þetta afhent 2 vikum eftir útdrátt :D

Sent: Fim 04. Okt 2007 18:40
af ManiO
Birkir skrifaði:Ég hef áreiðanlegar fregnir þess efnis að hann Snorri (CraZy) hafi unnið þetta og sé nú á leið til Reykjavíkur að sækja vinninginn. :8)


Bíddu voru ekki einhver viðurlög hérna á vaktinni að ef þráðstjóri eða stjórnandi vinnur stóran vinning í einhverju lottói þá eiga hinir (þráðstjórar og stjórnendur) að fá 1% hver? 8-[

Sent: Fim 04. Okt 2007 18:51
af urban
voru það ekki 2.5 % hver ?

Sent: Fim 04. Okt 2007 18:54
af einzi
2,5% á stjórnanda og 1% á þráðstjóra .. þú hefur verið að rugla þessu saman

Sent: Fim 04. Okt 2007 19:26
af hagur
Úff, þetta er svakalegur vinningur .... alltaf gaman að velta því fyrir sér hvað maður myndi gera ef maður ynni svona vinning.

Ég hugsa að ég myndi nú ekki gera mikið strax, annað en að smella þessu beint inná sparnaðarreikning með 14% vöxtum.

Myndi kannski fá mér fínan bíl fyrir 3-4 millur.

Eftir svona ár væri upphæðin komin í c.a 120 millur. Þá myndi maður kannski smella íbúðinni á sölu og finna sér einbýlishús fyrir 50-70 millur og staðgreiða það bara og leyfa svo bara restinni að malla á fínum vöxtum.

Gaman að láta sig dreyma ....

Hvað mynduð þið gera?

Sent: Fim 04. Okt 2007 19:43
af Blackened
Var svona að grófreikna það að ef maður leggur þennan pening inná þennan Mx12 reikning hjá kaupþing sem þeir eru alltaf að auglýsa..

..þá fái maður milljón borgaða á mánuði í vexti.. úfff

EKKI slæmt það ;)

Sent: Fim 04. Okt 2007 20:11
af Birkir
Hann lofaði að hitta mig í Hyrnunni þegar hann er á leiðinni norður aftur og afhenda mér einhvern hlut af þessu.

En svona í alvöru, maður hefur bara enga hugmynd um hvað maður myndi gera við þetta.. Byrja á að kaupa sér almennilegan bíl kannski og leika sér eitthvað, leggja svo rest (eiga samt smá „spending money“ eftir) inn á banka og láta það liggja á vöxtum. :P

Og já, ekki fara í sumarvinnu næsta sumar.. Haha.. :D

Sent: Fim 04. Okt 2007 20:19
af CraZy
Birkir skrifaði:Ég hef áreiðanlegar fregnir þess efnis að hann Snorri (CraZy) hafi unnið þetta og sé nú á leið til Reykjavíkur að sækja vinninginn. :8)

bíddu nú við síðan hvenær heiti ég snorri :lol:
Ég heiti Alli, ruglukollur :sleezyjoe
en jamm ég legg í hann á morgun til rvk og kem við í Hyrnunni, be there or be square.

Sent: Fim 04. Okt 2007 20:22
af gumol
Djöfulsins heppni (öfund)

Sent: Fim 04. Okt 2007 22:29
af biggi1
ég myndi halda feitt árslangt partí..

Sent: Fim 04. Okt 2007 22:51
af Birkir
CraZy skrifaði:
Birkir skrifaði:Ég hef áreiðanlegar fregnir þess efnis að hann Snorri (CraZy) hafi unnið þetta og sé nú á leið til Reykjavíkur að sækja vinninginn. :8)

bíddu nú við síðan hvenær heiti ég snorri :lol:
Ég heiti Alli, ruglukollur :sleezyjoe
en jamm ég legg í hann á morgun til rvk og kem við í Hyrnunni, be there or be square.


Djööö... Er Pandemic þá Snorri? :D

Þarf greinilega að fara að taka mig til í andlitinu varðandi þetta. :P

P.S. Ertu ekki annars bara til í að skipta yfir í Snorri, svo ég forðist niðurlægingu? :D

Sent: Fim 04. Okt 2007 23:27
af Pandemic
pfff ég er Snorri og hvernig er hægt að rugla því saman við nafn eins og Alli..

Ég ætla nú bara að henda þessu inná bankabók og láta borga mér laun í vöxtum :) ekkert vera að spreða þessu neitt.

Sent: Fim 04. Okt 2007 23:56
af AngryMachine
Ágætis péningur en það getur ekki verið að þetta sé í einni útborgun. Mér skilst að í BNA þá sé algengt fyrirkomulag árleg greiðsla í svona 25 ár. Í þessu tilviki væri það þá 4.2 millur á ári, 350k á mánuði. Hver er svo skatturinn á þetta? Ef greiðslunni er dreift með þessum hætti þá dugar svona vinningur rétt svo til þess að sparka manni upp á næsta skattþrep. Amk. er ekki inni í myndinni að lifa á vöxtunum.

Mikill meirihluti stórvinningshafa í BNA selja fjármálafyrirtækjum vinninginn fyrir eingreiðslu sem nemur brot af heildarupphæðinni, enda ekkert vit í öðru. Sérstaklega ef menn eru td. 50+ að aldri. Hann ætti kanski að hafa samband: http://www.woodbridgeinvestments.com :?:

Sent: Fös 05. Okt 2007 09:05
af Dagur
AngryMachine skrifaði:Ágætis péningur en það getur ekki verið að þetta sé í einni útborgun. Mér skilst að í BNA þá sé algengt fyrirkomulag árleg greiðsla í svona 25 ár. Í þessu tilviki væri það þá 4.2 millur á ári, 350k á mánuði. Hver er svo skatturinn á þetta? Ef greiðslunni er dreift með þessum hætti þá dugar svona vinningur rétt svo til þess að sparka manni upp á næsta skattþrep. Amk. er ekki inni í myndinni að lifa á vöxtunum.

Mikill meirihluti stórvinningshafa í BNA selja fjármálafyrirtækjum vinninginn fyrir eingreiðslu sem nemur brot af heildarupphæðinni, enda ekkert vit í öðru. Sérstaklega ef menn eru td. 50+ að aldri. Hann ætti kanski að hafa samband: http://www.woodbridgeinvestments.com :?:


Jú þetta er nefnilega borgað allt í einu. Svo er þetta skattfrjálst á Íslandi ólíkt flestum öðrum löndum (þ.e.a.s vinningurinn. Þú þarft væntalega að borga eignaskatt eða eitthvað slíkt þegar þar að kemur).

uss

Sent: Þri 09. Okt 2007 21:48
af DaRKSTaR
eigið eftir að mæta mér á ferrari fljótlega.

kann ekkert með peninga að fara. :D

Re: uss

Sent: Þri 09. Okt 2007 22:35
af ManiO
DaRKSTaR skrifaði:eigið eftir að mæta mér á ferrari fljótlega.

kann ekkert með peninga að fara. :D



Mundu að fá þér hæðarstilli fyrir allar hraðahindranirnar :roll: