Síða 1 af 1
Ég ætla að biðja ykkur um að skrifa eitt
Sent: Þri 18. Sep 2007 22:50
af Heliowin
Opnið Notepad og skrifið það sem er innan gæsalappana „Bush hid the facts“. Vistið það, lokið því og opnið það aftur.
Virkar bara held ég í Windows XP eða Windows NT/2000
Hvað fáið þið?
Sent: Þri 18. Sep 2007 23:14
af Klemmi
畂桳栠摩琠敨映捡獴
En hins vegar gildir þetta um allar setningar sem þú skrifar sem byrja á 4 stafa orði með stórum staf fremst, fylgt eftir af tveim þriggja stafa orðum og endar á fimm stafa orði. Ef þú ert með kínverskt stafasett uppsett á vélinni þinni þá koma fram kínverskir stafir ... veit samt ekki hvað þeir þýða.
Meira á
Wikipedia
Sent: Þri 18. Sep 2007 23:18
af urban
„Bush hid the facts“
já og er með xp pro sp2
Sent: Þri 18. Sep 2007 23:22
af Heliowin
urban- skrifaði:„Bush hid the facts“
já og er með xp pro sp2
Semsagt þú skrifaðir: Bush hid the facts og fékkst það sama?
Sent: Þri 18. Sep 2007 23:44
af ManiO
Fékk það sama.
Sent: Þri 18. Sep 2007 23:51
af Heliowin
4x0n skrifaði:Fékk það sama.
Re: Ég ætla að biðja ykkur um að skrifa eitt
Sent: Þri 18. Sep 2007 23:57
af Ripper
Heliowin skrifaði:Opnið Notepad og skrifið það sem er innan gæsalappana „Bush hid the facts“. Vistið það, lokið því og opnið það aftur.
Virkar bara held ég í Windows XP eða Windows NT/2000
Hvað fáið þið?
Fékk 畂桳栠摩琠敨映捡獴
Sent: Mið 19. Sep 2007 00:04
af ManiO
Fékk kassa þegar ég skrifaði
Bush hid the facts
, engar gæsalappir. XP SP2
Sent: Mið 19. Sep 2007 00:25
af urban
ahhh ég var með gæsalappirnar líka....
fæ bara kassa ef að ég sleppi þeim (er ekki með asian pack installed)
Sent: Mið 19. Sep 2007 01:37
af Klesh
og á þetta að þýða það sama á kínversku?
Sent: Mið 19. Sep 2007 10:12
af Revenant
Klesh skrifaði:og á þetta að þýða það sama á kínversku?
Nei þetta er galli vegna þess að notepad notar 8 bita ASCII stafasett til að vista skránna en þegar þú opnar hana aftur þá notar notepad UTF-16 (sem eru 16 bitar/staf) til að lesa hana. Ef þú hefur ekki tekið eftir því þá er "Bush hid the facts" 18 stafir með bilum en kínverskan 9 stafir.