Hrikalegt ástand
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16567
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Hrikalegt ástand
Hvað er að gerast á þessu skeri okkar? Á hverjum degi fær maður hrikalegar fréttir í fjölmiðlum.
Einhver að hálfdrepa sig á mótorhjólum, ef ekki hjólum þá að keyra á hús og stórslasa sig og aðra.
Og eins og það sé ekki nóg þá eru menn í óðaönn að stinga aðra og brjóta hausa.
Er ekki óvenju mikið í gangi þessa dagana?
Einhver að hálfdrepa sig á mótorhjólum, ef ekki hjólum þá að keyra á hús og stórslasa sig og aðra.
Og eins og það sé ekki nóg þá eru menn í óðaönn að stinga aðra og brjóta hausa.
Er ekki óvenju mikið í gangi þessa dagana?
-
- 1+1=10
- Póstar: 1196
- Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Það þarf að gera stórátak í hraðakstursmálum og svo þyngja refsingar á íslandi, sérstaklega fyrir brot eins og nauðganir, líkamsárásir og manndrápstilraunir.
Finnst að það ætti að hækka bílprófsaldurinn upp í átján ár og banna öllum einstaklingum undir 20 ára aldri að nota bíl sem er meira en 120 hestöfl. Svo hækka hraðasektirnar meira og lengja sviftingarnar.
Og svo auðvitað að auka eftirlit lögreglu, þeir eru engan veginn að standa sig. Það er mjög sjaldan sem ég sé lögreglumenn vera að mæla.
Finnst að það ætti að hækka bílprófsaldurinn upp í átján ár og banna öllum einstaklingum undir 20 ára aldri að nota bíl sem er meira en 120 hestöfl. Svo hækka hraðasektirnar meira og lengja sviftingarnar.
Og svo auðvitað að auka eftirlit lögreglu, þeir eru engan veginn að standa sig. Það er mjög sjaldan sem ég sé lögreglumenn vera að mæla.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3963
- Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
- Reputation: 0
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Hvernig væri líka að innleiða ökukennslu hérlendis?
En varðandi hraðakstur, þá hefur aukið eftirlit og harðari refsingar lítið að segja. Betra væri að koma upp aðstöðu þar sem að þeir sem að vilja geta keyrt án nokkurra hafta, væri ekki ósniðut að koma upp svipuðu dæmi og Nürburgring.
Eitt annað, hvernig ætti því að vera framfylgt að þeir sem að eru undir ákveðnum aldri megi ekki keyra bíl sem er yfir 120 hestöfl? 120 hö er heldur ekki mikið, sérstaklega þegar verið er að tala um bíla sem eru yfir 2 tonn.
En varðandi hraðakstur, þá hefur aukið eftirlit og harðari refsingar lítið að segja. Betra væri að koma upp aðstöðu þar sem að þeir sem að vilja geta keyrt án nokkurra hafta, væri ekki ósniðut að koma upp svipuðu dæmi og Nürburgring.
Eitt annað, hvernig ætti því að vera framfylgt að þeir sem að eru undir ákveðnum aldri megi ekki keyra bíl sem er yfir 120 hestöfl? 120 hö er heldur ekki mikið, sérstaklega þegar verið er að tala um bíla sem eru yfir 2 tonn.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1023
- Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:18
- Reputation: 0
- Staðsetning: 127.0.0.1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
kristjanm skrifaði:Finnst að það ætti að hækka bílprófsaldurinn upp í átján ár og banna öllum einstaklingum undir 20 ára aldri að nota bíl sem er meira en 120 hestöfl.
sammála með bílprófsaldurinn
en það er svolítið fáránlega(að mínu mati) að banna þeim sem eru undir tvítugu að keyra bíl sem hefur meira en 120 hestöfl, td, fyrir þá unglinga sem hafa ekki efni á að kaupa bíl strax og þeir fá bílpróf og vilja þá fá bíl foreldra sinna lánaðann og þá meiga þeir ekki fá bílinn lánaðann því hann er of öflugur... mér finnst það alveg útí hött
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
- Reputation: 14
- Staðsetning: Babýlon norðursins
- Staða: Ótengdur
DoRi- skrifaði:kristjanm skrifaði:Finnst að það ætti að hækka bílprófsaldurinn upp í átján ár og banna öllum einstaklingum undir 20 ára aldri að nota bíl sem er meira en 120 hestöfl.
sammála með bílprófsaldurinn
en það er svolítið fáránlega(að mínu mati) að banna þeim sem eru undir tvítugu að keyra bíl sem hefur meira en 120 hestöfl, td, fyrir þá unglinga sem hafa ekki efni á að kaupa bíl strax og þeir fá bílpróf og vilja þá fá bíl foreldra sinna lánaðann og þá meiga þeir ekki fá bílinn lánaðann því hann er of öflugur... mér finnst það alveg útí hött
Plús það að 100hestöfl eru alveg nóg til að koma þér amk langleiðina í 200kmh
og ég er á því að hærri sektir og svoleiðis virki bara ekki neitt.. sektirnar eru búnar að hækka hvað.. 2svar sinnum að minnsta kosti á einu ári..
en hraðaksturinn minnkar ekkert í hlutfalli..
mér finnst líka að það eigi að tekjutengja sektirnar.. því að 30þúsund er kannski hellingur fyrir einstætt foreldri eða skólafólk sem er tekin á 101kmh..
en það eru bara smápeningar fyrir hálaunafólk sem fær uppundir hálfa milljón á mánuði
Það þarf bara að koma upp aðstöðu fyrir ökumenn til að sleppa sér í og keyra hratt undir eftirliti á afmörkuðum brautum
fólki finnst gaman að keyra hratt.. og það ER í mörgum tilfellum að fara að keyra hratt.. en þá er bara spurning HVAR.. jú.. það er eiginlega ekkert í boði nema þjóðvegir landsins
ég er meðfallinn meiri fræðslu og afmörkuðum svæðum til iðkunar hraðaksturs..
En ég er mótfallinn hækkun sekta og því að bílar verði gerðir upptækir því að þá eru bara meiri líkur á því tel ég að ökumenn sem eru mældir á rúmlega 200kílómetra hraða
(og eiga þá yfir sér himinháar sektir og að bíllinn verði tekinn) taki þá bara sénsinn og reyni að stinga lögguna af.. og þá eru þeir ekkert að fara að hægja á sér
þó að það komi umferð á móti og taka þá alltof marga óþarfa sénsa sem að getur endað með dauða bæði síns og annara
Annars er ég reyndar alveg sammála með því að það þarf að þyngja refsingar yfir öllu nánast á íslandi og dæma fólk í fangelsi..
En þá þarf líka að byggja ný fangelsi afþví að það er EKEKRT pláss í þeim sem eru til núna..
Drullast bara til að reisa eitt stóóórt fangelsi einhverstaðar úti á landi þannig að við getum farið að dæma glæpamenn í fangelsi..
ótrúlegt hvað fólk kemst uppmeð.. fólk er ítrekað ýmist sýknað eða dæmt skilorðsbundið fyrir kynferðisglæpi tildæmis.. sem er alveg fáránlegt[/b]
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1023
- Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:18
- Reputation: 0
- Staðsetning: 127.0.0.1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
setja bara snúningstakmarkara á alla bíla
og banna öllum þeim sef hafa spilað bílaleiki að keyra
og neyða alla til þess að stoppa eftir 15 mínútna keyslu til að hvílast, í að minnsta kosti 5 mínútur
og síðast en ekki síst ætti að banna eftirfarandi í bílum: sígarettur, mat, háværa , freka eða vælandi krakka, fartölvur, síma,útvörp og sjónvörp
og banna öllum þeim sef hafa spilað bílaleiki að keyra
og neyða alla til þess að stoppa eftir 15 mínútna keyslu til að hvílast, í að minnsta kosti 5 mínútur
og síðast en ekki síst ætti að banna eftirfarandi í bílum: sígarettur, mat, háværa , freka eða vælandi krakka, fartölvur, síma,útvörp og sjónvörp
-
- spjallið.is
- Póstar: 444
- Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
urban- skrifaði:appel skrifaði:Frekar að þú fáir svona rafstuð ef þú keyrir ákveðið hratt. Þannig að þú neyðist til að keyra hægar.
hmmm vá þá væru allir masókistar á seinna hundraðinu
Sammála,þá mundum við sjá Guðmund í Byrginu á 200 km hraða upp og niður Ártúnsbrekkuna alla daga.
En grínlaust,þá hafa hærri sektir ekki fækkað þeim sem keyra of hratt.
Ökuleyfisaldur ætti að vera 18 ár.
Hestaflafjöldinn á að fara eftir aldri,eins og er á mótorhjólaprófum.
Tekjutenging sekta er nauðsynleg,eiga þeir ríku að geta keyrt of hratt.
Akstursbraut til æfinga,kennslu og keppni myndi færa hraðakstur að langmestu leyti inná lokað öruggt svæði þar sem reglur gilda og fækka alvarlegum slysum mikið.
Að gera ökutæki upptæk,mun bara fjölga flóttatilraunum.
Ef menn reyna að stinga af til að forðast sekt og ökuleyfissviptingu núna, bætið þá í jöfnuna verðmæti ökutækis og flóttatilraunum mun fjölga.
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
-
- spjallið.is
- Póstar: 466
- Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
-
- Besserwisser
- Póstar: 3963
- Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
- Reputation: 0
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
goldfinger skrifaði:Það eru einfaldlega ekki vegir á Íslandi fyrir hraðakstur. Það á bara að fjölga hraðamyndavélum og hækka bílprófsaldurinn.
Mætti ég forvitnast hvernig vegur telst "hraðaksturs hæfur?" 5+ akreinar, beinn í 20+ km o.s.frv.?
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1694
- Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
4x0n skrifaði:goldfinger skrifaði:Það eru einfaldlega ekki vegir á Íslandi fyrir hraðakstur. Það á bara að fjölga hraðamyndavélum og hækka bílprófsaldurinn.
Mætti ég forvitnast hvernig vegur telst "hraðaksturs hæfur?" 5+ akreinar, beinn í 20+ km o.s.frv.?
Tja já.
Autobahnarnir (eða hvernig sem það er skrifað..) í þýskalandi virðast alveg virka allavega
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
CraZy skrifaði:4x0n skrifaði:goldfinger skrifaði:Það eru einfaldlega ekki vegir á Íslandi fyrir hraðakstur. Það á bara að fjölga hraðamyndavélum og hækka bílprófsaldurinn.
Mætti ég forvitnast hvernig vegur telst "hraðaksturs hæfur?" 5+ akreinar, beinn í 20+ km o.s.frv.?
Tja já.
Autobahnarnir (eða hvernig sem það er skrifað..) í þýskalandi virðast alveg virka allavega
autobahn í þýskalandi (semsagt með leyfilegan hámarkshraða töluvert hærri en vanalega(jafnvel óendanlegan) eru ekkert endilega 5 akreinar
en munurinn er einna helst sá að þeir eru sléttir með alminnilegt malbik/slitlag og hæðir og begjur eru langar og aflíðandi og einnig reynt að hafa þá sem beinast, ekki einsog hérna heima þar sem að það virðist vera að sá sem að var á ýtunni að merkja fyrri vegum hafi verið blindhauga fullur
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Kappakstursbraut á ekki eftir að breyta nokkrum sköpuðum hlut. 18 ára vitleysingar sem þurfa að botna imprezuna sína innanbæjar til þess að ganga í augun á 10. bekkjarstelpunum eiga ekki eftir að nenna að fara þangað, svo einfalt er það. Þeir munu halda áfram að reykspóla á einhverju bílaplani, fara í spyrnu á miklubrautinni og keyra á 180 utanbæjar. Það er nefnilega ekki kúl að fara á einhverja kappastursbraut þar sem enginn horfir á þá og öfundar þá af neondruslunum þeirra.
Málið er bara að Íslenska umferðarmenningu þarf bara að laga frá grunni því þegar kemur að almennri tillitssemi og virðingu fyrir öðrum ökumönnum standa íslendingar öðrum þjóðum langt að baki.
Íslendingar vita t.d. varla hvað það er að gefa séns í umferðinni. Núna rétt áðan var ég t.d. að koma út af bílaplaninu á grensásvegi og þurfti að komast á beygjuakreinina til að beygja upp í ármúla. Fékk næstum því tvisvar bíl í hliðina á mér afþví þeir ætluðu sko alls ekki að gefa séns þó að umferðin væri stopp á rauðu ljósi. Hef rekið mig á að leigubílstjórar eru einstaklega slæmir hvað þetta varðar. Það er eins og þeim finnist mörgum hverjum þeir bara eiga göturnar.
Íslendingar með tjaldvagna eru líka margir afar slæmir. Hef oftar en ekki lent í því að fá Land Cruiser með tjaldvagn framúr mér á a.m.k 120 kílómetra hraða með tilheyrandi grjótkasti.
Málið er bara að Íslenska umferðarmenningu þarf bara að laga frá grunni því þegar kemur að almennri tillitssemi og virðingu fyrir öðrum ökumönnum standa íslendingar öðrum þjóðum langt að baki.
Íslendingar vita t.d. varla hvað það er að gefa séns í umferðinni. Núna rétt áðan var ég t.d. að koma út af bílaplaninu á grensásvegi og þurfti að komast á beygjuakreinina til að beygja upp í ármúla. Fékk næstum því tvisvar bíl í hliðina á mér afþví þeir ætluðu sko alls ekki að gefa séns þó að umferðin væri stopp á rauðu ljósi. Hef rekið mig á að leigubílstjórar eru einstaklega slæmir hvað þetta varðar. Það er eins og þeim finnist mörgum hverjum þeir bara eiga göturnar.
Íslendingar með tjaldvagna eru líka margir afar slæmir. Hef oftar en ekki lent í því að fá Land Cruiser með tjaldvagn framúr mér á a.m.k 120 kílómetra hraða með tilheyrandi grjótkasti.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1702
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Guns don't kill people..
Sama má segja um hraðakstur.. það er bjáninn á bakvið stýrið.
Held það skipti engu máli hversu góðir vegir verða eða hvort það verði sett upp einhver spyrnubraut. Væri nær að setja ökumenn í sálfræði og greindarpróf.. og kannski láta þá vinna í sjálfboðavinnu á gjörgæslu LSH eða upp á Grensásdeild.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 258
- Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
- Reputation: 0
- Staðsetning: Boston, MA
- Staða: Ótengdur
Stebet skrifaði:Kappakstursbraut á ekki eftir að breyta nokkrum sköpuðum hlut. 18 ára vitleysingar sem þurfa að botna imprezuna sína innanbæjar til þess að ganga í augun á 10. bekkjarstelpunum eiga ekki eftir að nenna að fara þangað, svo einfalt er það. Þeir munu halda áfram að reykspóla á einhverju bílaplani, fara í spyrnu á miklubrautinni og keyra á 180 utanbæjar. Það er nefnilega ekki kúl að fara á einhverja kappastursbraut þar sem enginn horfir á þá og öfundar þá af neondruslunum þeirra.
Málið er bara að Íslenska umferðarmenningu þarf bara að laga frá grunni því þegar kemur að almennri tillitssemi og virðingu fyrir öðrum ökumönnum standa íslendingar öðrum þjóðum langt að baki.
Íslendingar vita t.d. varla hvað það er að gefa séns í umferðinni. Núna rétt áðan var ég t.d. að koma út af bílaplaninu á grensásvegi og þurfti að komast á beygjuakreinina til að beygja upp í ármúla. Fékk næstum því tvisvar bíl í hliðina á mér afþví þeir ætluðu sko alls ekki að gefa séns þó að umferðin væri stopp á rauðu ljósi. Hef rekið mig á að leigubílstjórar eru einstaklega slæmir hvað þetta varðar. Það er eins og þeim finnist mörgum hverjum þeir bara eiga göturnar.
Íslendingar með tjaldvagna eru líka margir afar slæmir. Hef oftar en ekki lent í því að fá Land Cruiser með tjaldvagn framúr mér á a.m.k 120 kílómetra hraða með tilheyrandi grjótkasti.
Ég er algjörlega sammála Stebet hvað þetta varðar. Það að setja upp sérstaka braut fyrir fólk sem vill keyra hratt eða eitthvað annað mun eingögnu þjóna þeim sem "vilja keyra hratt en geta setið á sér og gera það ekki inni í miðri borg". Það er að segja þeim akstursáhugamönnum sem eru skynsamir. Þeir sem eru í þessum djöflagangi inn í miðri Reykjavík eru þeir sem finnst það vera sport. Keyra á 160 eftir Sæbrautinni, zikk-zakkandi meðal annara grunlausra borgara. Það þarf að taka kerfið í gegn frá grunni.
Það sem ég vildi einnig sjá sem ný viðurlög er það sem ég sé hérna í Massachusetts, þó svo að vissulega er mikið hægt að gangrýna ýmislegt í USA er tengist lögum og reglu þá eru nokkrar reglur í Massachusetts sem mér finnst góðar. Hér eru viðurlög við umferðarlagabroti háð aldri og aðstæðum.
Til dæmis. Ef einstaklingur er tekin undir áhrifum áfengis og er undir 21 (sem er áfengisaldurinn) þá missir hann sjálfkrafa ökuskírteinið þangað til hann nær áfengisaldri, sem getur verið blóðugt þegar viðkomandi er kanski bara 17 eða 18 ára gamall. Einnig er tekið mjög hart á vítaverðum gáleysisakstri ungmenna sem eru nýkomin með bílpróf (en svona mál hafa komið upp á undanförnu á Íslandi) og eru þá viðurlögin meiri en bara létt sekt. Ekki það að það sé eitthvað betra þegar eldri einstaklingar stundi gáleysisakstur en þeir eru alltaf sviptir ökuleyfi einnig á staðnum og skikkaðir aftur í ökuskólann.
Að lokum vil ég segja að ég er einnig algjörlega sammála Stebet hvað "sénsa" varðar í umferðinni. Eftir að hafa keyrt í Bandaríkjunum nú í fjögur ár...þá er algjör viðbjóður að keyra á götum Reykjavíkur. Hér í fyrsta lagi gefur fólk sénsa alveg hægri vinstri....því það heldur bara umferðinni hægt og rólega gangandi. Svo er það einnig að fólk leggur ekki af stað yfir gatnamót nema það er algjörlega klárt á því að það muni komast alla leið yfir. Þannig mun það ekki hefta för þeirra bíla (sem ganga þvert á þína aksturslínu) þegar þeir fá grænt ljós. Á Íslandi virðist fólk halda að það græði MEGA mikið á því að keyra af stað yfir gatnamót bara því það er með grænt ljós og má það...þó svo að það sé ekki séns að það komist alla leiðina yfir. Það skapar bara pirring hjá þeim sem eru blockaðir inni og það síðasta sem við viljum er að hafa ökumenn á götunum í pirruðu skapi, það getur verið ávísun á vandræði. Reyndar er það bundið í lög í Massachusetts að það er ólöglegt að hindra för annara bíla (á gatnamótum) með því að stoppa þar og þú mátt ekki halda af stað nema þú getir "pull through" að fullu, rétt eins og það er ólöglegt að "blocka" umferð gangandi vegfarenda á ljósum. Lögreglan má stöðva og sekta fólk sem er stopp á miðjum gatnamótum.
En þetta eru nú bara mín tvö cent
"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds
- Linus Thorvalds