Næsta kynslóð DVD diska - Blu-Ray vs. HD-DVD

Allt utan efnis

Höfundur
hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Næsta kynslóð DVD diska - Blu-Ray vs. HD-DVD

Pósturaf hallihg » Þri 30. Maí 2006 15:11

Hvað finnst mönnum?

Blu-Ray tækni Sony vs. HD-DVD tækni Toshiba og NEC

HD-DVD spilarar koma aðeins á undan Blu-Ray spilurum og kosta um 500$, en Blu-Ray munu kosta yfir 1000$, þótt það sé þróaðri tækni.

Toshiba hefur Microsoft á bakvið sig.

Vinnur HD-DVD ekki? BetaMax vs. VHS?


count von count

Skjámynd

Dári
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 04:23
Reputation: 0
Staðsetning: on teh Internet!!!1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dári » Þri 30. Maí 2006 15:26

Ég veðja á Blu-Ray, alltof fáir sem styðja HD-DVD, bara Microsoft og eitthvað eitt kvikmyndstúdíó, á meðan restin af stúdíounum styðja Blu-Ray.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6482
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 310
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Þri 30. Maí 2006 15:31

Hvort ætlið þið að borga 10.100kr á myndina eða 9.999?

Ég segi að hvorugt formatið vinni fyrr en þau verða komin á næstum jafn lágt verð og DVD.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dagur » Þri 30. Maí 2006 15:36

HD-DVD er komið btw, amk í Bandaríkjunum og Japan. En auðvitað rándýrt



Skjámynd

Dári
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 04:23
Reputation: 0
Staðsetning: on teh Internet!!!1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dári » Þri 30. Maí 2006 16:28

gnarr skrifaði:Hvort ætlið þið að borga 10.100kr á myndina eða 9.999?

Ég segi að hvorugt formatið vinni fyrr en þau verða komin á næstum jafn lágt verð og DVD.


Það eru auðvitað einhver ár í að þetta verði jafn ódýrt og dvd í dag, ég borgaði rúmlega 30þúsund fyrir fyrsta dvd drifið mitt, minnir að það hafi verið 2x hraða creative drif.




Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf Veit Ekki » Þri 30. Maí 2006 16:28

Ég held að HD-DVD eigi eftir að vinna þar sem að Microsoft styður það. Einnig þar sem að það verður ódýrara, þá spilararnir.



Skjámynd

Dári
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 04:23
Reputation: 0
Staðsetning: on teh Internet!!!1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dári » Þri 30. Maí 2006 16:40

Microsoft hefur að ráða yfir svo takmörkuðu myndefni til að dreifa á HD-DVD, þótt að þeir styðji það þá þýðir það ekki að það muni vinna þetta. þótt að xbox 360 eigendur muni brátt geta keypt sér HD-DVD drif til að tengja við tölvuna þá munu ekki einusinni leikir koma út á HD-DVD.



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 30. Maí 2006 16:50

Því miður mun þetta kosnaðarsama stríð taka mörg ár þökk sé Sony.

DVD Forum var búið að samþykkja HD-DVD sem næsta staðal en Sony (sem er þekkt fyrir sína eigin staðla eins og UMD, MemoryStick, BetaMax, MiniDisc, ATRAC) gat ekki horft framhjá þessari gróðaleið.

HD-DVD kostar miklu minna í framleiðslu og það kostar mikið minni pening að breyta núverandi DVD verksmiðjum yfir í HD-DVD þar sem hægt er að nota mikið af gamla búnaðinum áfram en það þarf að skipta nánast öllu út fyrir Blu-Ray.

Það eru nákvæmlega sömu myndgæði og sama DRM tækni á þessum diskum, þótt Blu-Ray sé strangara. Þá telur Sony sér réttindi að gera Blu-Ray spilara óvirka í gegnum netið ef reynt er t.d. að komast framhjá region encoding.

Það þarf að borga lægra gjald fyrir HD-DVD tæknina og á hvern disk og er hugbúnaðurinn ókeypis þökk sé Microsoft.... Allar Vista vélar munu innihalda ókeypis decoder meðan það mun þurfa að kaupa Blu-Ray decoder fyrir Vista þótt flestir framleiðendur sem styðja Blu-Ray muni láta þá fylgja, þá græðir Sony pening á því.

HD-DVD verður löglega hægt að afrita yfir í borðtölvuna og stream-a yfir í 5 sjónvörp í húsinu, t.d. í gegnum Xbox 360 í gegnum Windows Media Center sem verður innifalið í næstum öllum consumer útgáfum af Vista.

Þeir sem ákveða sigurin eru neytendur og þeir ráða hvort þeir eyða meira eða minna í nákvæmlega sömu myndgæði og það er þeirra að ákveða hvort þeir vilja getað horft á sitt efni hvar sem er eða vera bundnir með gamaldags stand-alone spilara útum allt hús eins og Sony vill.

Það er ekki rétt að HD-DVD hafi bara 1 studio á bakvið sig, nánast öll ætla að gefa út efni á HD-DVD samhliða Blu-Ray og láta neytendur ákveða sigurvegara, Sony þurftu t.d. að kaupa MGM til að gera þá Blu-Ray exclusive. Eini stóri "sjálfboðaliðin" í anti HD-DVD búðirnar er Fox en þeir vilja ekki að fólk geti tekið lögleg afrit af diskunum sínum. Nánast allar hömlur sem verða á HD-DVD og Blu-Ray er hægt að þakka Fox fyrir en þeir vildu fá DRM dauðans.


Sjálfur mun ég kaupa HD-DVD þar sem það mun kosta miklu minna og þetta HD-DVD addon sem verður selt fyrir Xbox 360 fyrir smápening verður öruglega hægt að nota með Windows Vista þar sem það er USB2 tengt og Vista inniheldur decoder. Ég vil líka getað hrúgað myndunum yfir á HDD og stream-að þeim yfir í stofu en það er nánast ógerlegt með Blu-Ray.




CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf CraZy » Þri 30. Maí 2006 19:28

obb bobb bobb, mér líst ekkert á þetta über DRM
það verður vonandi crackað á fyrstu vikunni þó ?



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 30. Maí 2006 19:50

Ég efast um að það verði crackað svo fljótt, DVD CSS var crackað útaf lélegu DVD forriti og var meira af tilviljun heldur en annað, næsta kynslóð af DRM verður mikið erfiðara að brjóta upp...

Ég segi að það sem verður brotið upp fyrst og hægt að afrita ólöglega hvort sem það er Blu-Ray eða HD-DVD mun vinna.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Þri 30. Maí 2006 19:52

HD-DVD make a flaw :D




Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf Veit Ekki » Þri 30. Maí 2006 21:16

En er nú ekki alltaf sagt svona þegar eitthvað nýtt kemur að það verði ekki hægt að cracka þetta o.s.frv. en samt er það alltaf gert. Þó að tæknin sé orðinn betri og þar af leiðandi betri varnir, þá ráða þeir sem vilja cracka þetta líka yfir svipaðri tækni.

Það þýðir ekkert að gera kraftmestu byssu í heimi og ætla í stríð. Andstæðingurinn kaupir þá bara líka svona byssu. :P



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 30. Maí 2006 21:24

Málið er að flest dót er ekki beint crackað, t.d. hefur engum enn tekist að brjóta dulkóðunina á bakvið Xbox og Xbox 360 leiki ennþá. Öll moddun að frátöldu DVD firmware í sumum vélum á Xbox var útaf litlum galla í vélinni, ekki að það hafi verið crackað dulkóðunina.

Ég efast um að fólki muni takast að keyra homebrew á Xbox 360 á næstunni og það verður nær ómögulegt að keyra backup þar sem þú vilt varla eiga á hættu á að breyta vélinni þinni í hurðastoppara í gegnum live.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6482
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 310
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mið 31. Maí 2006 09:20

Pro Tools M-Powered er búið að vera til í vel rúmt ár og það er enþá ó-crackað. Það tókst reyndar einhverjum snilling að fá ProTools LE til að nota M-Powered driverana og þar sem að LE notar ekki neina "crack vörn", þá er hægt að nota það. Aftur á móti er ekki búið að crack iLok enþá og það virðist ekkert vera að fara að gerast á næstunni.

Það er svipuð saga með Cubase SX3. Það kom út í október 2004 og það er ekki enþá komið crack sem virkar nógu vel. Það er hægt að starta forritnu og vinna í því. En það er svo óstöðugt að það er ekki séns að nota það neitt af viti.

Svo eins og ICM sagði, þá eru bæði Xbox og Xbox360 enþá ó crackaðar, þannig að það lítur út fyrir að DRM fyrirtækin séu að komast fram úr crökkurunum.


"Give what you can, take what you need."