Síða 1 af 1
Lifandi Vísindi: 17 TB DVD diskur eftir nokkur ár?
Sent: Fim 04. Maí 2006 15:26
af Veit Ekki
Ég var að lesa í Lifandi Vísindum að nokkrir framleiðendur DVD diska væru að segja að 17 TB DVD diskur gæti litið dagsins ljós eftir fáein ár.
Haldiði að það sé eitthvað til í þessu? Þar sem að harðir diskar eru nú ekki einu sinni komnir upp í terabætið.
Sent: Fim 04. Maí 2006 15:40
af Dári
Afhverju ekki? það er nú ekkert svaðalega langt síðan að það voru ekki til 4.7gb harðir diskar, hvað þá 50gb eins og blu-ray diskarnir sem eru að koma á markaðinn núna á næstu vikum.
Fyrsti harði diskurinn sem við áttum var 52mb btw.
Sent: Fim 04. Maí 2006 15:47
af hahallur
Hvað ætli taki langan tíma að skrifa á svona disk
Sent: Fim 04. Maí 2006 15:52
af DoRi-
hahallur skrifaði:Hvað ætli taki langan tíma að skrifa á svona disk
Hver myndi nýta allann diskinn?
Sent: Fim 04. Maí 2006 15:54
af gumol
Ég sé alveg fyrir mér að búa til 1000 afrit af ljósmyndasafninu á sama diskinn.
Sent: Fim 04. Maí 2006 15:54
af hahallur
Þeir sem þurfa að kaupa 17 tb disk til að nota hann.
Sent: Fim 04. Maí 2006 16:24
af kristjanm
Fyrsti harði diskurinn minn var 1.2GB, minnir að það hafi verið helvíti gott á sínum tíma.
Sent: Fim 04. Maí 2006 16:26
af Stutturdreki
DoRi- skrifaði:hahallur skrifaði:Hvað ætli taki langan tíma að skrifa á svona disk
Hver myndi nýta allann diskinn?
Allir? Kannski fáir sem hafa einhver not við þetta í dag en ekki efast um að eftir nokkur ár áttu eftir að spyrja þig að því hvernig í óskupunum þú komst af með minna.
Ég keypti mér harðandisk fyrir rúmum 15 árum sem var 120MB.. það stærsta sem ég fékk. Í dag er það stærsta sem við fáum ~750.000MB.. geymslurýmið hefur um það bil 6250-faldast á þessum tíma.
Sent: Fim 04. Maí 2006 16:28
af DoRi-
það eru nú ekki það margir í heiminum sem þurfa/hafa eitthvað að gera við 17TB disk
nema náttúrulega að þetta verði fyrir
Uhdv myndefni, en það kæmust samt bara uþb 80+ mín af myndefni á diskinn
Sent: Fim 04. Maí 2006 16:48
af Rusty
Jújú. Þegar meira diskapláss kemur, þá mun allur annar tækniiðnaður fylgja, t.d. ljósmyndir í allt of góðum og hrillilega tilgangslauslega góðum upplausnum, allar myndir sóttar af netinu í 1080 HDTV gæðum og leikir eru nú löngu byrjaðir að fylla 4.7gb DVD disk.
Sent: Fim 04. Maí 2006 16:55
af urban
DoRi- skrifaði:það eru nú ekki það margir í heiminum sem þurfa/hafa eitthvað að gera við 17TB disk
nema náttúrulega að þetta verði fyrir
Uhdv myndefni, en það kæmust samt bara uþb 80+ mín af myndefni á diskinn
nei en það er nú ekki nema nokkur ár síðan að menn höfðu voðalega lítið við DVD diska að gera sem voru 4.7 GB
síðan er líka annað... sjónvarps efni í dag er t.d. 350 MB 40 mín þáttur mjög algengt
fyrir nokkrum árum var þetta í samaformati ekki nema 100 MB
Sent: Fim 04. Maí 2006 17:28
af gumball3000
shii ég væri nú alveg til í 1 17tb disk, en reyndar gæti ég nú ekki fyllt hann eða nýtt hann neitt þannig séð, en aftur á móti væri ég til í að fara sjá stærri hdd, t.d. 1 - 2 diska
Sent: Fim 04. Maí 2006 17:59
af Rusty
gumball3000 skrifaði:shii ég væri nú alveg til í 1 17tb disk, en reyndar gæti ég nú ekki fyllt hann eða nýtt hann neitt þannig séð, en aftur á móti væri ég til í að fara sjá stærri hdd, t.d. 1 - 2 diska
taka bara backup af öllu efninu þínu, og hann væri meira en fullur?
Sent: Fim 04. Maí 2006 19:43
af Phixious
úff. Ætli maður myndi ekki bara fylla þetta af lossless tónlist og HDTV efni.
Sent: Fös 05. Maí 2006 01:36
af ICM