Síða 1 af 1
Yfirlit yfir áskriftir á kreditkortum
Sent: Lau 29. Nóv 2025 17:12
af falcon1
Er hægt að fá yfirlit yfir hvaða áskriftir maður er með í gangi á kreditkortinu á einum stað, þ.e. bara lista yfir ársáskrift hjá X, mánaðaráskrift hjá Y o.s.frv.
og kannski "hvenær byrjað" upplýsingar með?

Re: Yfirlit yfir áskriftir á kreditkortum
Sent: Lau 29. Nóv 2025 18:58
af rostungurinn77
Grunar að svarið sé nei ef þú ert að spyrja út í ársáskriftir.
Svarið er ennþá nei hvað varðar mánaðaráskriftir EN þú sérð færslurnar mánaðarlega á kortayfirlitinu þannig að það er auðveldara að veiða þær.
Ég sé alla vega ekki að bankinn haldi neitt utan um þetta.
Þú ert eiginlegs bara að veita fyrirtæki heimild til að krefja þig um fé reglulega og vistar kortanúmerið þitt þannig að það sé fyrirtækinu aðgengilegt. Alveg þangað til þú segir upp áskriftinni.
Bankanum þínum er líklegast nokkuð sama um þetta á meðan fyrirtækið hefur heimilaðar færslur og hefur því takmörkuð verkfæri/áhuga til að halda utan um þetta fyrir þig.
Þannig ímynda ég mér allavega að þessu sé háttað
Re: Yfirlit yfir áskriftir á kreditkortum
Sent: Lau 29. Nóv 2025 20:15
af thor2025
Nei, það er enginn einn aðili(nema mögulega þú) sem hefur aðgang að upplýsingum um allar áskriftir sem þú hefur stofnað til.
Þegar þú sendir kortaupplýsingar rafrænt notar mótaðilinn þær til að sækja lykil(e. token) sem fyrirtækið getur síðan notað svo lengi sem kortið er í gildi(eða það endurnýjað) til að rukka á móti því. Það er þess vegna ekki stofnað til neinnar "áskriftar" eða álíka hjá færsluhirðinum eða korta fyrirtækinu heldur rukkar sá sem þú ert í áskrift hjá alltaf bara aftur og aftur í hverjum mánuði(eða hversu langur sem áskriftatíminn er).
Einsog rotungurinn sagði getur þú samt haldið utan um þetta sjálf/ur. Gott trikk að fara í heimabankann og hlaða niður öllum færslum í excel skjal, þú getur svo skelt því í autofilter eða pivot table og þannig sorterað allar færslurnar og fundið út hverjir eru að rukka þig reglulega.
Til að einfalda þetta getur verið gott að hafa sér kort fyrir áskriftir, útí heimi er hægt að fá sérstök "virtual" kort sem eru nánast frí enn koma ekki með neinu plasti svo maður getur stofnað eitt kort fyrir hverja áskrift. Held að enginn sé að bjóða uppá þessa tegund korta hér heima fyrir einstaklinga Arion banki og Kardio gera þetta fyrir fyrirtæki, enn þú gætir samt splæst í ódýrt venjulegt kort hjá bankanum sem þú notaðir bara í áskriftir og þá haft gott yfirlit.
Re: Yfirlit yfir áskriftir á kreditkortum
Sent: Sun 30. Nóv 2025 09:28
af Hizzman
thor2025 skrifaði:ð rukka þig reglulega.
Til að einfalda þetta getur verið gott að hafa sér kort fyrir áskriftir, útí heimi er hægt að fá sérstök "virtual" kort sem eru nánast frí enn koma ekki með neinu plasti svo maður getur stofnað eitt kort fyrir hverja áskrift. Held að enginn sé að bjóða uppá þessa tegund korta hér heima fyrir einstaklinga Arion banki og Kardio gera þetta fyrir fyrirtæki, enn þú gætir samt splæst í ódýrt venjulegt kort hjá bankanum sem þú notaðir bara í áskriftir og þá haft gott yfirlit.
Arionbanki er með þetta frítt fyrir einstaklinga, getur stofnað kort á 1 mínútu í appinu, það er fyrirfram greitt, leggur inn eftir þörfum, bráðsniðugt!
Re: Yfirlit yfir áskriftir á kreditkortum
Sent: Sun 30. Nóv 2025 10:17
af rapport
Ef þú ert að nota áskriftir í gegnum Google -
https://payments.google.com/gp/w/home/s ... ndservicesSvo hef ég alltaf haft það sem reglu að nota paypal svo að ég geti stoppað greiðslur ef eitthvað fer í fokk við að segja upp áskrift.