Ekkert nýtt, Netflix er auðvitað í bandaríkjunum og woke-menningin hefur tröllriðið öllu þar síðustu ár.
Ekki langt síðan þetta var:
Egyptians complain over Netflix depiction of Cleopatra as black
https://www.bbc.com/news/world-middle-east-65322821Reyndar hefur verið til eitthvað sem kallast "white-washing" sem er alveg til,
‘Gods of Egypt’ director, Lionsgate apologize for predominantly white cast
https://edition.cnn.com/2015/11/28/ente ... ology-featSvo við tölum nú ekki um mun eldri kvikmyndir, Ben Hur, Cleopatra með Elizabeth Taylor, allt hvítir vestrænir leikarar. En tímarnir aðrir um 1960 en núna, og ástæðurnar og hvatarnir aðrir.
Og auðvitað Thor myndin með Idris Elba sem Heimdallur
https://www.reuters.com/article/lifesty ... TRE7270JB/deila má um hvort norrænu guðirnir hafi verið hvítir haha, eða hvað, kannski bláir eða grænir. Guðir, ímyndaðir, held menn hafi skáldsagnaleyfi þar á bæ.
En held að það sé annar hvati hjá Netflix að baki. Auðvitað vita þeir að þessi konungur var hvítur svíi, það eru til myndir af honum greinilega, þannig að ég veit ekki hvaða hvatar búa þarna á baki nema auðvitað woke dæmi, fjölmenningarklisjan.
Hver veit nema þeir endurgeri "The Crown" með asískri leikkonu sem drottningu sem Elizabeth II.
Var ekki Baltasar Kormákur sekur um þetta í nýjustu þáttaröðinni sinni? Vera með svarta leikara á tíma þegar engir svartir voru á svæðinu.
En svo er auðvitað hin hliðin á peningnum sú að ... má aðeins fatlaður leikari leika fatlaðan einstakling? Má aðeins dvergur leika dverg? Má aðeins þroskaheftur leika þroskaheftan? Blindur leikari blindan karakter? Nei. Auðvitað ekki. Held að Forrest Gump yrði þá ekki leyfð í dag.
Annars er még skítsama um þetta. Netflix er bara fyrirtæki sem getur gert það sem þeim sýnist, þetta er ekki ríkisfyrirtæki rekið fyrir skattfé sem hefur hlutverk að vera sagnfræðilega rétt, þetta er í einkaeigu og geta gert hvað sem þeir vilja, búið til hvað sem þeir vilja.
Þannig að frelsi Netflix er fullkomið til að gera hvað sem þeir vilja. Það er bara bottomline í þessari umræðu allri, allir mega gera hvað sem er, jafnvel móðgast, þú hefur rétt til að móðgast. Svíar þurfa ekki einu sinni að horfa á þetta.
Svo er alveg áhugavert að hugsa um þetta hluti eftir að hafa lesið þetta:
https://www.oscars.org/awards/represent ... -standardsNetflix er líklega bara að uppfylla þessar reglur til að þáttaröðin geti verið íhuguð fyrir tilnefningar.