Síða 1 af 1
Er að leita að gönguskór
Sent: Fim 04. Sep 2025 14:24
af Semboy
Ég mun lappa, klifra, lappa,klifra og meira lappa og klifra.
Hvað ráðlegið með? og hitastigið verður 27-35 stig.
Re: Er að leita að gönguskór
Sent: Fim 04. Sep 2025 14:38
af olihar
Arc’teryx Acrux TR
40% útsala núna í Fjallakofanum.
Re: Er að leita að gönguskór
Sent: Fim 04. Sep 2025 14:55
af Fennimar002
GG sport er með góða skó. Staffið þar eru mjög góðir að mæla með skó sem hentar þér. PLús það er útsala

Re: Er að leita að gönguskór
Sent: Fim 04. Sep 2025 15:59
af Halli25
Ég elska mína ON fjallgönguskó, gat farið fimmvörðuháls varla búinn að fara neitt annað í þeim og engin núningsár eða blöðrur
fást í sportvörum
Re: Er að leita að gönguskór
Sent: Fim 04. Sep 2025 18:05
af Semboy

úff.
nvm. Maður þarf að búa til aðgang inná playappið til að ganga frá svona.
Re: Er að leita að gönguskór
Sent: Fim 04. Sep 2025 18:06
af Semboy
Og takk fyrir öll svör. Skoða þetta allt saman ámorgun.
Re: Er að leita að gönguskór
Sent: Fim 04. Sep 2025 18:14
af olihar
Semboy skrifaði:
úff.
Þarftu s.s. Ekki gönguskó… ekkert Play.
Re: Er að leita að gönguskór
Sent: Fös 05. Sep 2025 14:35
af grimurkolbeins
Farðu í fætur toga og keyptu Brooks göngu skó, lang besta dótið!
Re: Er að leita að gönguskór
Sent: Fös 05. Sep 2025 17:25
af Semboy
var i útilíf smáralind. 60% af öllu.
keypti enga skó en keypt haugan helling af föt fyrir veturin.
-Ætla bara að kaupa skó úti. Er frekar harður á því með útlitið af skó.
Re: Er að leita að gönguskór
Sent: Fös 05. Sep 2025 21:34
af dadik
Tékkaðu líka á Salomon
Re: Er að leita að gönguskór
Sent: Fös 05. Sep 2025 22:39
af daremo
Semboy skrifaði:Ég mun lappa, klifra, lappa,klifra og meira lappa og klifra.
Hvað ráðlegið með? og hitastigið verður 27-35 stig.
Þú hefur sennilega ekki áhyggjur af vatnsheldni í svona hitastigi. Leitaðu að "Trail running" skóm. Fást ekki margir svona á Íslandi reyndar, kannski geturðu keypt þá í landinu sem þú ert að fara til?
Re: Er að leita að gönguskór
Sent: Lau 06. Sep 2025 09:14
af rostungurinn77
Það er ekki mjög góð hugmynd að fara á vit ævintýranna í glænýjum skóm. Nýja skó þarf að ganga til.
Gríptu allavega einhvern góðan plástur til að verjast nuddsárum.