Síða 1 af 1
Streyma efni í sjónvarp
Sent: Mán 21. Júl 2025 09:06
af ColdIce
Daginn.
Ég hef síðustu ár verið með Plex aðgang en það er nú komið á leiðarenda sýnist mér.
Ég hef verið að streyma efni af Mac yfir á Apple TV sem er hvimleitt og ég neita að trúa að ég þurfi að fara aftur í það að setja myndir á usb og tengja við TV eins og maður gerði áður fyrr.
Hvernig eru menn með þetta hjá sér? Er til einhver græja sem hægt er að senda efni á og er stored locally og er tengd við tv? Wireless flakkari eða eitthvað
Re: Streyma efni í sjónvarp
Sent: Mán 21. Júl 2025 11:26
af peer2peer
Infuse forritið í AppleTV.
Efnið á shared drifi/NAS.
Infuse addar shared drifinu/NAS og hendir upp í fallegt viðmót til að keyra efnið.
Voila.
Re: Streyma efni í sjónvarp
Sent: Mán 21. Júl 2025 12:39
af ColdIce
peer2peer skrifaði:Infuse forritið í AppleTV.
Efnið á shared drifi/NAS.
Infuse addar shared drifinu/NAS og hendir upp í fallegt viðmót til að keyra efnið.
Voila.
Takk fyrir svarið.
Myndi leikmaður þá bara kaupa svona gaur, nettengja hann og setja appið í ATV, færa efni þráðlaust af Mac yfir á hann og byrjað að horfa?
https://www.computer.is/is/product/flak ... -5-4tb-lan
Re: Streyma efni í sjónvarp
Sent: Mán 21. Júl 2025 14:53
af peer2peer
Heldur betur!
Re: Streyma efni í sjónvarp
Sent: Mán 21. Júl 2025 16:14
af ColdIce
peer2peer skrifaði:Heldur betur!
Þvílíkur tími til að vera á lífi!
Er þetta solid eða mæliru með annarri græju?
Re: Streyma efni í sjónvarp
Sent: Mán 21. Júl 2025 19:14
af peer2peer
ColdIce skrifaði:peer2peer skrifaði:Heldur betur!
Þvílíkur tími til að vera á lífi!
Er þetta solid eða mæliru með annarri græju?
Sendi á þig!
Re: Streyma efni í sjónvarp
Sent: Mán 21. Júl 2025 22:02
af russi
Infuse og NAS er flott lausn og mjög þægileg.
Þú getur líka, fyrst þú er Plex megin, bara sett upp Plex þjón innanhús og gerir hann það sama. Líklega er þau Infuse lausnin “auðveldari” í rekstri ef þú ert með tölvu til staða sem alltaf í gangi.
Btw það er mjög auðvelt að setja upp Plex þjón sem dæmi á Mac Mini og eyðir nánast engu af resources ef alltaf næst afspilun án transcode og eyðir sáralítlu rafmagni
Re: Streyma efni í sjónvarp
Sent: Mán 21. Júl 2025 22:10
af AntiTrust
Forvitni, afhverju segiru að Plex "sé á enda" ?
Annars eru Jellyfin og Emby mjög flott open source alternitives - ekki eins polished og Plex en gera svipaða hluti og styður flest codec og hardware acceleration og bæði í bullandi þróun síðast þegar ég vissi.