Síða 1 af 1

Reikningur fyrir varnargarðana

Sent: Fim 17. Júl 2025 11:03
af GuðjónR
Jæja, þá fær maður reikning fyrir varnargörðunum við Bláa lónið og HS Orku. Eru þessi fyrirtæki ekki með nóg á milli handanna til að borga þetta sjálf? Þarf almenningur alltaf að borga brúsann þegar einkafyrirtæki lenda í vandræðum?

Tölvupóstur frá Verði:

Vörður tryggingar skrifaði:Hæ Guðjón

Í lok síðasta árs samþykkti Alþingi breytingar á lögum um Náttúru-hamfaratryggingu Íslands, eða NTÍ. Samkvæmt því hefur stofnunin nú heimild til þess að hækka iðgjöld tímabundið, en breytingin tók gildi 1. janúar 2025.

Lögum samkvæmt þurfa öll tryggingafélög að innheimta þetta breytta iðgjald – sem þýðir að tryggingarnar þínar, sem eru að endurnýjast taka mið af þessari breytingu.

Tryggingafélög innheimta opinber gjöld fyrir ríkið, sem í þínu tilfelli eru 86.488 kr. í næstu endurnýjun. Þar af er iðgjald til NTÍ 41.819 kr. – sem hækkaði umfram hefðbundnar hækkanir – um 13.939 kr. vegna lagabreytinganna.

Við skiljum vel að breytingar af þessu tagi veki upp ýmsar spurningar. Þess vegna höfum við tekið saman helstu upplýsingar sem gætu komið þér að góðum notum.

Re: Reikningur fyrir varnargörðunu

Sent: Fim 17. Júl 2025 11:06
af worghal
allir mjög fljótir að gleyma að bláa lónið greiddi fjóra miljarða í arð í covid eftir að hafa þegið ríkisstyrk vegna covid.
en hvernig er það með þessa varnagarða og ofanflóðar tryggingarnar? nú erum við þegar að greiða í þann sjóð vegna byggða í snjóflóðahættu en er ekki hægt að nota sama sjóð í þetta?

Re: Reikningur fyrir varnargarðana

Sent: Fim 17. Júl 2025 11:12
af GuðjónR
Fyrir utan, af hverju að rukka bara fasteignaeigendur um þetta? Af hverju ekki alveg eins leigjendur?

Hvað kemur fasteignaeiganda á Kópaskeri við varnargarður við einhvern túristadrullupoll á Reykjanesi?

Sundurliðun:

Re: Reikningur fyrir varnargarðana

Sent: Fim 17. Júl 2025 12:30
af Henjo
Nei sko við vorum að láta varnagarða í kringum virkjunina. Sem er auðvitað okkar eign sem skattgreiðendur... eða bíddu nú við. Já, nei þetta var allt einkavætt auðvitað af sjálfstæðsflokknum. Meirasegja með þá kröfu að sveitarfélögin mættu ekki kaupa þetta af ríkinu, þyrftu að vera einkaaðilar.

Hvernig er gamla setningin aftur? einkavæða gróðan en þjóðnýta tapið?

Re: Reikningur fyrir varnargarðana

Sent: Fim 17. Júl 2025 16:15
af worghal
Henjo skrifaði:Nei sko við vorum að láta varnagarða í kringum virkjunina. Sem er auðvitað okkar eign sem skattgreiðendur... eða bíddu nú við. Já, nei þetta var allt einkavætt auðvitað af sjálfstæðsflokknum. Meirasegja með þá kröfu að sveitarfélögin mættu ekki kaupa þetta af ríkinu, þyrftu að vera einkaaðilar.

Hvernig er gamla setningin aftur? einkavæða gróðan en þjóðnýta tapið?

My proffits, our losses.

Re: Reikningur fyrir varnargarðana

Sent: Fim 17. Júl 2025 16:58
af rapport
Eru NTÍ að greiða fyrir varnargarðana?

Þetta er vegna Þórkötlu en ekki varnargarðanna.

https://island.is/s/nti/frett/idgjald-haekkar-til-nti

Re: Reikningur fyrir varnargarðana

Sent: Fim 17. Júl 2025 20:29
af GuðjónR
rapport skrifaði:Eru NTÍ að greiða fyrir varnargarðana?

Þetta er vegna Þórkötlu en ekki varnargarðanna.

https://island.is/s/nti/frett/idgjald-haekkar-til-nti

Orðið á götunni er að NTI hafi greitt fyrir NATO fundinn í Hörpu hér um árið.
Kata skata fór öll í vörn og snéri út úr eins og henni einni er lagið þegar hún var spurð út í það.
Ómögulegt að fá NTÍ til að opna bókhaldið. Miðað við allt þá hefðu þeir átt að geta greitt Grindvíkingum út svona 10x sinnum.
En ... sorry allir peningarnir búnir og ykkur kemur ekkert við hvert þeir fóru.

Re: Reikningur fyrir varnargarðana

Sent: Fim 17. Júl 2025 22:03
af rapport
GuðjónR skrifaði:
rapport skrifaði:Eru NTÍ að greiða fyrir varnargarðana?

Þetta er vegna Þórkötlu en ekki varnargarðanna.

https://island.is/s/nti/frett/idgjald-haekkar-til-nti

Orðið á götunni er að NTI hafi greitt fyrir NATO fundinn í Hörpu hér um árið.
Kata skata fór öll í vörn og snéri út úr eins og henni einni er lagið þegar hún var spurð út í það.
Ómögulegt að fá NTÍ til að opna bókhaldið. Miðað við allt þá hefðu þeir átt að geta greitt Grindvíkingum út svona 10x sinnum.
En ... sorry allir peningarnir búnir og ykkur kemur ekkert við hvert þeir fóru.


https://arsreikningar.rikisreikningur.i ... utiFile/55

Re: Reikningur fyrir varnargarðana

Sent: Fim 17. Júl 2025 22:10
af GuðjónR
rapport skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
rapport skrifaði:Eru NTÍ að greiða fyrir varnargarðana?

Þetta er vegna Þórkötlu en ekki varnargarðanna.

https://island.is/s/nti/frett/idgjald-haekkar-til-nti

Orðið á götunni er að NTI hafi greitt fyrir NATO fundinn í Hörpu hér um árið.
Kata skata fór öll í vörn og snéri út úr eins og henni einni er lagið þegar hún var spurð út í það.
Ómögulegt að fá NTÍ til að opna bókhaldið. Miðað við allt þá hefðu þeir átt að geta greitt Grindvíkingum út svona 10x sinnum.
En ... sorry allir peningarnir búnir og ykkur kemur ekkert við hvert þeir fóru.


https://arsreikningar.rikisreikningur.i ... utiFile/55

Ársreikningar segja bara hluta sögunnar.

Re: Reikningur fyrir varnargarðana

Sent: Fim 17. Júl 2025 22:44
af rapport
GuðjónR skrifaði:
rapport skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
rapport skrifaði:Eru NTÍ að greiða fyrir varnargarðana?

Þetta er vegna Þórkötlu en ekki varnargarðanna.

https://island.is/s/nti/frett/idgjald-haekkar-til-nti

Orðið á götunni er að NTI hafi greitt fyrir NATO fundinn í Hörpu hér um árið.
Kata skata fór öll í vörn og snéri út úr eins og henni einni er lagið þegar hún var spurð út í það.
Ómögulegt að fá NTÍ til að opna bókhaldið. Miðað við allt þá hefðu þeir átt að geta greitt Grindvíkingum út svona 10x sinnum.
En ... sorry allir peningarnir búnir og ykkur kemur ekkert við hvert þeir fóru.


https://arsreikningar.rikisreikningur.i ... utiFile/55

Ársreikningar segja bara hluta sögunnar.


En þeir draga fram umfang rekstursins/starfseminnar, eignir, tekjur og skuldir...