Tölvupóstur frá Verði:
Vörður tryggingar skrifaði:Hæ Guðjón
Í lok síðasta árs samþykkti Alþingi breytingar á lögum um Náttúru-hamfaratryggingu Íslands, eða NTÍ. Samkvæmt því hefur stofnunin nú heimild til þess að hækka iðgjöld tímabundið, en breytingin tók gildi 1. janúar 2025.
Lögum samkvæmt þurfa öll tryggingafélög að innheimta þetta breytta iðgjald – sem þýðir að tryggingarnar þínar, sem eru að endurnýjast taka mið af þessari breytingu.
Tryggingafélög innheimta opinber gjöld fyrir ríkið, sem í þínu tilfelli eru 86.488 kr. í næstu endurnýjun. Þar af er iðgjald til NTÍ 41.819 kr. – sem hækkaði umfram hefðbundnar hækkanir – um 13.939 kr. vegna lagabreytinganna.
Við skiljum vel að breytingar af þessu tagi veki upp ýmsar spurningar. Þess vegna höfum við tekið saman helstu upplýsingar sem gætu komið þér að góðum notum.