Síða 1 af 1

Hvað tekur þú í réttstöðulyftu ?

Sent: Mið 16. Júl 2025 21:01
af emil40
Hvað tekur þú í réttstöðulyftu ?

Það má aðeins velja einn möguleika. Hvernig er hægt að breyta þessu í að það megi bara velja einn möguleika ? Kannski hjálp frá admin ?

Re: Hvað tekur þú í réttstöðulyftu ?

Sent: Fim 17. Júl 2025 08:11
af Hausinn
Æfingarplanið sem ég er á núna kallar á eitt sett af réttstöðulyftu eins oft og maður getur. Náði um daginn 9stk lyftur við 125kg.

Tek persónulega aldrei 1RM. Finnst það óþarfi.

Re: Hvað tekur þú í réttstöðulyftu ?

Sent: Fim 17. Júl 2025 09:12
af emil40
það er misjafnt hvernig fólk æfir hvort að það sé í repsum eða einmitt að fara í max

Re: Hvað tekur þú í réttstöðulyftu ?

Sent: Fim 17. Júl 2025 11:15
af agust1337
pb hjá mér er 160 kg, náði að lyfta 170 kg upp að hnjám áður en ég ákvað að gefa því upp til að meiða mig ekki

Re: Hvað tekur þú í réttstöðulyftu ?

Sent: Fim 17. Júl 2025 11:39
af GuðjónR
Hvaða Vaktari tekur 300+ :wtf

Re: Hvað tekur þú í réttstöðulyftu ?

Sent: Fim 17. Júl 2025 12:50
af emil40
Sennilega benni :)

Re: Hvað tekur þú í réttstöðulyftu ?

Sent: Fim 17. Júl 2025 15:05
af littli-Jake
Humble brag on

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara. Ég á 285 á kraftlyftingamóti. 305 frá gólfi í aflraunum með búnaði og 320 í aflraunum upphækkað.

Humble brag off

Re: Hvað tekur þú í réttstöðulyftu ?

Sent: Fim 17. Júl 2025 18:17
af hagur
Þyngsta lyftan mín er 190kg fyrir langa löngu. Í dag er ég að aðallega að repsa, fer yfirleitt þyngst í 160kg og tek það c.a 5 sinnum. Maður er orðinn svo meiðslahræddur.

Re: Hvað tekur þú í réttstöðulyftu ?

Sent: Fim 17. Júl 2025 22:36
af emil40
300 kg + er sennilega deadlift83 Benni Magnusson

Re: Hvað tekur þú í réttstöðulyftu ?

Sent: Fös 18. Júl 2025 12:40
af G3ML1NGZ
ég er 75kg og á 175 í dead og 170 í beygju. Deddið var ein af þessum lyftum sem ég suckaði í og þar af leiðandi æfði ég hana ekki svo ég hélt áfram að sucka í henni og svo bara repeat. Núna er deddið uppáhaldið mitt og þetta hækkar jafnt og þétt.

Re: Hvað tekur þú í réttstöðulyftu ?

Sent: Fös 18. Júl 2025 13:27
af rostungurinn77
Var rétt í þessu að taka 16 kg.

Það þarf líka að sinna léttu lóðunum.

Re: Hvað tekur þú í réttstöðulyftu ?

Sent: Lau 19. Júl 2025 01:00
af playman
GuðjónR skrifaði:Hvaða Vaktari tekur 300+ :wtf

Það mun vera ég, eða var ég, átti 305 í réttstöðu og hnébegju en bara 175 í bekk, þangað til að ég lenti í árekstri og bakið fór
algerlega í klessu.

Re: Hvað tekur þú í réttstöðulyftu ?

Sent: Lau 19. Júl 2025 20:58
af GuðjónR
playman skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Hvaða Vaktari tekur 300+ :wtf

Það mun vera ég, eða var ég, átti 305 í réttstöðu og hnébegju en bara 175 í bekk, þangað til að ég lenti í árekstri og bakið fór
algerlega í klessu.

Æji...leiðinlegt að heyra. :dissed
Ömurlegt hvernig eitt augnablik getur breytt öllu. :dissed
En þessar tölur eru impressive! :happy

p.s. það er ekkert „bara“ við 175kg í bekk. :shock:

Re: Hvað tekur þú í réttstöðulyftu ?

Sent: Þri 22. Júl 2025 17:08
af aron9133
Eg nylega bætti metið mitt ur 320 kg i 330kg :D

Re: Hvað tekur þú í réttstöðulyftu ?

Sent: Þri 22. Júl 2025 21:39
af emil40
aron video ?