Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Allt utan efnis
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf appel » Þri 08. Nóv 2022 20:11

Svo fann ég þetta:


1. Hver eru heildarfasteignagjöld ríkisins, ríkisfyrirtækja og stofnana ríkisins, á árinu 2018?
2. Hvernig skiptast fyrrgreind fasteignagjöld á einstök sveitarfélög og hvað greiðir hvert ríkisfyrirtæki og stofnun til hvers sveitarfélags fyrir sig?
https://www.althingi.is/altext/150/s/0689.html

Reykjavík að fá langmest. Þetta eru bara fasteignagjöld, ekkert annað.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf rapport » Þri 08. Nóv 2022 20:33

vesley skrifaði:Ég á bágt með að trúa að þér finnst leikskólamálin vera í lagi. Biðlistar eru orðnir lengri en þeir voru áður fyrr.
Samfylkingin og núverandi meirihluti hafa í yfir 16. ár lofað styttri biðlistum og leikskólapláss fyrir öll börn 18 mánaða og eldri, og aldrei nokkurn tíman getað staðið við það


2019 var staðan ekki svona... https://fundur.reykjavik.is/sites/defau ... kskola.pdf

Þegar Covid skall og á fólk fór bara undir sæng að fjölga sér, þá gat borgin ekkert byggt af leikskólum...

Capture.PNG
Capture.PNG (11.69 KiB) Skoðað 1502 sinnum


Í borginni fóru krakkar á leikskólaaldri úr 8.911 í 9.234, fjölgaði um 323.

Hvernig á borgin að tækla svona sveiflu í þessu árferði + húsnæði er að mygla + fáránlega erfitt að fá fólk til að vinna á leikskólum.

Ef borgin væri með illa nýtta leikskóla þá hefur það nú ratað í fréttirnar.

vesley skrifaði:Í des­em­ber sendi upp­lýs­inga­full­trúi Reykjar­vík­ur­borg­ar frá sér minn­is­blað þar sem meðal­ald­ur við inn­göngu á leik­skól­um Reykjar­vík­ur­borg­ar væri 29 mánuðir og hefði hækkað úr þeim 26 mánuðum sem það var áður en kjör­tíma­bilið hófst.


Bréfið sem ég vitnaði í áður var staðan eins og hún var skv. svari SFS til borgarstjórnar, held að enginn viti stöðuna betur en þeir sem reka skólana.

vesley skrifaði:Hér er vert að taka fram að þetta er auðvitað miðgildi og þýðir ekki að börn yngri en 29 mánaða komast ekki inn, hinsvegar er aldur þeirra barna sem komast á leikskólann að hækka sem er alls ekki gott. Á meðan hafa öll önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu náð að stytta sinn biðlista.


Borgin hefur sannarlega opnað nýja leikskóla og reynt að byggja fleiri en þessi covidfjölgun á krökkum er óviðbúin og kemur á tíma þar sem lítið náðist að byggja.

vesley skrifaði:
Hild­ur Steinþórs­dótt­ir seg­ist hafa marg­spurt lög­mann borg­ar­inn­ar hvort að ekki þurfi neitt að standa á bakvið boð um leik­skóla­pláss og í raun sé stutta svarið „nei“. Ekki þurfi að vera til leik­skóli til þess að hægt sé að bjóða leik­skóla­pláss.

Í tölvu­póst­sam­skipt­um henn­ar við borg­ina er henni kastað á milli sviða inn­an borg­ar­inn­ar og fá svör fást við spurn­ing­um henn­ar. Hver sá sem svar­ar tölvu­póst­um henn­ar firr­ar sig ábyrgð og bend­ir hver á ann­an, ef svar fæst.

Leik­skól­inn sem dótt­ur henn­ar var boðið á er ekki ennþá til­bú­inn þrátt fyr­ir að skóla­gang­an hafi átt að hefjast í janú­ar. Nú rúm­um fjór­um mánuðum eft­ir að leik­skólastarf átti að hefjast eru bygg­ing leik­skól­anna ekki klár og biðlist­ar aldrei verið lengri.


vesley skrifaði:Það líka lagfærir ekki biðlistann að bjóða börnum leikskólapláss á leikskólum sem eru ekki einu sinni til..


Á borgin ekki að ganga út frá því að verktakar standi við gerða samninga um afhendingu á húsnæði ?

Leikskólar eiga að vera meira en bara geymslupláss, það er krafa um faglega mönnun, námsskrá, eldamennsku, lóðarinnar og stöðugs eftirlits með börnunum að sjálfsögðu.

Það eru akkúrat svona þræðir sem fólk les og hugsar "Ég ætla sko aldrei að vinna á leikskóla" eða "Það hlítur að vera ógeðslegt að vinna hjá borginni".

Og það er ástæðan fyrir því að ég fór í þessi skrif, því þessi gagnrýni er mikið til "angry man yelling at cloud"... þessi vandamál eru oft þess eðlis að það er í raun fáránlegt að skammast yfir þeim...

Ég hef beðið eftir leikskóla hjá borginni og þurft að redda mér og endaði hjá Hjallastefnunni. (sem var svo líklega miklu betra) en það kostaði mann extra á námsárunum. Aldrei hefði mér dottið í hug að kenna borginni um það vesen. Ég eignaðist þetta barn og hefði þá einfaldlega skoðað að flytja í sveitafélag þar sem ástandið væri betra.

Borgin borgar ekki samkeppnishæf laun, borgin má takmarkað gera fyrir sitt starfsfólk, pólitíkin og nöldrarar eru endalaust að bíta í hælana á öllu sem er gert, minnihlutinn oft með tilgangslausar fyrirspurnir sem tekur líklega marga mannmánuði að safna gögnum fyrir og svara á hverju ári...

Kerfið er sannarlega þungt á margan hátt og það fyrsta sem slegið er á frest núna er líklega stafræn umbreyting og sjálfvirknivæðing... ekki búast við því að ástandið batni á meðan starfsemi borgarinnar fær ekki að þróast.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf rapport » Þri 08. Nóv 2022 20:54

appel skrifaði:Svo fann ég þetta:


1. Hver eru heildarfasteignagjöld ríkisins, ríkisfyrirtækja og stofnana ríkisins, á árinu 2018?
2. Hvernig skiptast fyrrgreind fasteignagjöld á einstök sveitarfélög og hvað greiðir hvert ríkisfyrirtæki og stofnun til hvers sveitarfélags fyrir sig?
https://www.althingi.is/altext/150/s/0689.html

Reykjavík að fá langmest. Þetta eru bara fasteignagjöld, ekkert annað.


Þetta eru c.a. 2 - 2,5 milljarðar og þá 10% af heildar "fasteignasköttum" sem borgin innheimtir og þar af er LSH hátt í 25% og HÍ 12,5%

Það er crazy ef 10% af öllum fasteignatekjum borgarinnar koma frá ríkinu... ætli borgin sé svo ekki að greiða sjálfri sér önnur af þessum 10% fyrir sitt húsnæði.

En þessar tölur frá Alþingi...

HÍ er með húsnæði á besta stað í borginni, stórar lóðir og stórar byggingar. 291,5 milljón í fasteignagjöld.

LSH greiðir borginni 400 milljónir (þekki þá starfsemi vel) er á um 50+ stöðum í borginni og situr á gríðarlega verðmætu landsvæði sbr. Klepp + Kleppsskaft, Landakot, Hringbrautarsvæðið, Hvítabandið, Grensás, BUGL, Fossvogur, Tunguháls, Laugarnesvegu, Reynimel ofl.

400 fyrir gríðarlega stórar byggingar á verðmætasta landi borgarinnar.

En borgar svo 10 milljónir fyrir Vífilstaði (strætó gengur ekki þangað um kvöld og helgar) til Garðabæjar og 16,5 milljónir til Kópavogs fyrir Líknadeildina...(sem reyndar geggjaður staður).


Þetta er 1,5% af heildartekjum borgarinnar... og því alveg góður biti... en þetta er enginn þjófnaður.

Fasteignamat hækkar í Reykjavík því það er samkeppni um að búa í Reykajvík...

Ætti borgin ekki að rukka fasteignagjöld frá ríkinu?

Borgin greiðir 8,7 milljarða í jöfnunarsjóð sveitafélaga = borgin v.s. landsbyggðin = enn hallar á borgina...



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Tengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf jericho » Mið 09. Nóv 2022 10:45

appel skrifaði:Hefðu í huga að nær allar ríkisstofnanir landsins eru staðsettar í Reykjavík


Rangt. Get your facts straight.

Mynd
Heimild frá 2021: https://www.rikisend.is/reskjol/files/S ... vaemni.pdf



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf appel » Mið 09. Nóv 2022 11:20

jericho skrifaði:
appel skrifaði:Hefðu í huga að nær allar ríkisstofnanir landsins eru staðsettar í Reykjavík


Rangt. Get your facts straight.

Mynd
Heimild frá 2021: https://www.rikisend.is/reskjol/files/S ... vaemni.pdf


Þetta er ekki fjöldi ríkisstarfsmanna, þetta er fjöldi "stofnana", og þar flokkast eitthvað einsog "Sögusafn Siglufjarðar" undir slíkt sem er kannski með hálft stöðugildi. Fullt af slíku á landsbyggðinni. Þorrinn af starfsmönnum ríkisins eru í Reykjavík.


*-*

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf appel » Mið 09. Nóv 2022 11:21

Það er gott að búa í Kópavogi :D

Snúa hallarekstri í 83 milljóna afgang
svo eru þeir að lækka fasteignagjöld
https://www.ruv.is/frett/2022/11/09/snu ... ona-afgang
Síðast breytt af appel á Mið 09. Nóv 2022 11:22, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Tengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf jericho » Mið 09. Nóv 2022 15:04

appel skrifaði:
jericho skrifaði:
appel skrifaði:Hefðu í huga að nær allar ríkisstofnanir landsins eru staðsettar í Reykjavík


Rangt. Get your facts straight.

Mynd
Heimild frá 2021: https://www.rikisend.is/reskjol/files/S ... vaemni.pdf


Þetta er ekki fjöldi ríkisstarfsmanna, þetta er fjöldi "stofnana", og þar flokkast eitthvað einsog "Sögusafn Siglufjarðar" undir slíkt sem er kannski með hálft stöðugildi. Fullt af slíku á landsbyggðinni. Þorrinn af starfsmönnum ríkisins eru í Reykjavík.



Ég ætla ekki að þykjast kunna nokkuð í tekjum sveitarfélaga af ríkisstofnunum (skattar/gjöld). En þú nefndir eingöngu ríkisstofnanir í fyrra svari (læt það fylgja hér að neðan), svo ég bara var að benda á 1/3 er utan höfuðborgarsvæðisins og restin er líka innan annarra sveitarfélaga en Reykjavíkur.

Honest spurning, þekkir þú hvort tekjur sveitarfélaganna fari eftir starfsmannafjölda? Hefði haldið að stærð lóða/fasteigna hafi eitthvað að segja, en ef starfsfólk býr utan Reykjavíkur, þá borgar það útsvar í sínu sveitarfélagi. Væri áhugavert að vita hvernig svona virkar í praxís.


appel skrifaði:Hefðu í huga að nær allar ríkisstofnanir landsins eru staðsettar í Reykjavík, og borga þar þá skatta og gjöld, sem eru tekjur sem Reykjavík fær sem önnur sveitafélög fá ekki.
Hvað helduru að myndi skipta miklu máli fyrir lítið sveitafélag að fá kannski 200 manna ríkisstofnun til sín? Auka tekjur sveitafélagsins myndu verða umtalsverðar, og þar af leiðandi svigrúm aukast til að veita þessa félagslegu þjónustu.
Það er nóg að nefna Landspítalann til að hugsa um eina ríkisstofnun og alla þá starfsmenn sem henni fylgja, þetta eru tekjur fyrir Reykjavík sem eru greiddar af skattborgurum allra sveitafélaga landsins.

Þannig að ég hef enga samúð með þeim sem búa í Reykjavík að þurfa borga meira í félagslegt húsnæði.

Þar að auki eru fleiri svona félagsleg hverfi í Reykjavík heldur en öðrum sveitafélögunum, það er líka ákvörðun sveitafélagsins sjálfs að byggja slíkt upp.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf ZiRiuS » Mið 09. Nóv 2022 15:18

appel skrifaði:Það er gott að búa í Kópavogi :D

Snúa hallarekstri í 83 milljóna afgang
svo eru þeir að lækka fasteignagjöld
https://www.ruv.is/frett/2022/11/09/snu ... ona-afgang


Velferðarmálin eru líka djók í Kóp. En mér heyrist á þér að hagnaður (og hús og götur þrifnar) trompi actual þjónustu. Ætli Kóp eyði ekki þessum frábæra hagnaði í bónusa fyrir bæjarstjóra og bæjarráð.

Þó það sé stór halli í Reykjavík er allavega (næstum) alltaf hægt að treysta á góða velferðarþjónustu. Öll hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru djók í þeim málaflokki...
Síðast breytt af ZiRiuS á Mið 09. Nóv 2022 15:48, breytt samtals 2 sinnum.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe


HringduEgill
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 303
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf HringduEgill » Mið 09. Nóv 2022 23:21

Viðskiptaráð Íslands útbjó reiknivél um hvar væri best að búa. Samkvæmt henni er skuldastaðan (nýjustu tölur um skuldir eru frá 2020) í Reykjavík betri en hjá Garðabæ, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ.

Meira um þetta hér: https://bestadbua.vi.is/



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf rapport » Fim 10. Nóv 2022 15:52

Síðast breytt af rapport á Fim 10. Nóv 2022 17:53, breytt samtals 1 sinni.




Nemorensis
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mán 01. Mar 2021 14:09
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf Nemorensis » Fim 10. Nóv 2022 16:08

ótrúlega áhugaverður þráður.
Ég verð að hrósa þeim sem nenna að tjá sig hérna um þetta.
ég bý út á landi og það er erfitt að horfa upp á frammkvæmdir sem eru ekki partur af grunnstoðunum þegar það er ekki til peningur til að reka leikskóla eða aðra kjarnastarfsemi. En það er oft spurning um hvort leikskólinn væri opinn ef "gælu" verkefninu hefði verið sleppt.
fást leikskóla kennarar til að vinna á staðnum, er búið að gera laun og vinnu aðstöðuna svo slæma að enginn vill vinna á staðnum.
af hverju er skrítið að sveitarfélag sé rekið með halla þegar allt annað í landinu er að lenda í sömu stöðu, hvað er það við sveitarfélag sem ætti að valda því að það væri auðveldar að reka það en annað?



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Reykjavíkurborg með allt niðrum sig í fjármálum

Pósturaf ZiRiuS » Fim 10. Nóv 2022 16:24

Svo má heldur ekki gleyma að sveitarfélög hafa lögbundin verkefni. Fyrir mér eru það verkefnin sem á að forgangsraða efst en oft er það alls ekki þannig.

Fyrir forvitna er hægt að lesa um þau hér:
https://www.stjornarradid.is/library/02 ... 150720.pdf



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe