Elko og ábyrgðarmál

Allt utan efnis

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Tengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf Klemmi » Þri 11. Maí 2021 19:11

Tbot skrifaði:Rót alls þessa er að gera þau mistök að kaupa LG, hef aldrei gert það og mun aldrei gera það.
Því miður dæmigert kóreu-dót, er ekki í sama gæða-standard og Japan.


Tjah, ég hef þá verið heppinn með LG, er enn með 7 ára gamlan 50" plasma frá þeim í stofunni, og annar 42" sem ég keypti fyrir 11 eða 12 árum er enn í notkun á öðru heimili. Mamma er svo með lítið 3 eða 4 ára 32".
Af þessari góðu reynslu mælti ég með 65" LG fyrir bróður minn í nóvember síðast liðnum.
Öll sjónvörpin eru enn í fínu formi, 7 - 9 - 13. Held ég sé bara frekar ánægður með LG sjónvörp fram að þessu :)



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf Danni V8 » Þri 11. Maí 2021 22:24

Keypti Logitech lyklaborð í maí 2019. Fór að double type-a á nokkrum stöfum fyrir nokkrum vikum. Reyndi allt til að laga en ekkert gékk.

Fór til Elko deginum áður en 2 ár voru liðin frá kaupum og það var allt mjög easy. Fékk inneignarnótu fyrir allri upphæð borðsins og endaði á að kaupa annað Logitech lyklaborð.

... sem er strax að double type-a á numpad 2 haha. Nenni samt ómögulega að eltast við það nema það fari að gerast á einhverjum meira notuðum tökkum.

Kannski ekki dýrt sjónvarp en nokkuð dýrt lyklaborð samt og tæpt með ábyrgð en var alls ekkert vesen að fá það bætt þegar það bilaði.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf DabbiGj » Sun 16. Maí 2021 15:26

Nú er ég að komast á endastöð í mínum málum og það er vafamál hvort það borgi sig að gera við ísskápinn hjá mér.

Ég fór að svipast um eftir nýjum ísskáp og tók eftir því að aðrar verslanir og sérstaklega Rafland auglýsa 10 ára ábyrgð á pressum í ísskápunum hjá sér á meðan að Elko tekur ekkert fram.

Það er greinilegt að Elko situr langt á eftir samkeppnini þegar að það kemur að því að bjóða ábyrgðir og það er en frekari ástæða til að beina viðskiptum frá þeim.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf Viktor » Sun 16. Maí 2021 15:32

DabbiGj skrifaði:Nú er ég að komast á endastöð í mínum málum og það er vafamál hvort það borgi sig að gera við ísskápinn hjá mér.

Ég fór að svipast um eftir nýjum ísskáp og tók eftir því að aðrar verslanir og sérstaklega Rafland auglýsa 10 ára ábyrgð á pressum í ísskápunum hjá sér á meðan að Elko tekur ekkert fram.

Það er greinilegt að Elko situr langt á eftir samkeppnini þegar að það kemur að því að bjóða ábyrgðir og það er en frekari ástæða til að beina viðskiptum frá þeim.


Maður hefur heyrt að Costco taki við tækjum án þess að spyrja neinna spurninga. Þeir eru það stórir að það hljómar eins og þeir séu bara með þannig samninga við framleiðendur að ef viðskiptavinurinn er ekki sáttur þá bara skilar hann vörunni. En sel það ekki dýrara en ég keypti það.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


gunni91
Vaktari
Póstar: 2997
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf gunni91 » Sun 16. Maí 2021 15:39

Sallarólegur skrifaði:
DabbiGj skrifaði:Nú er ég að komast á endastöð í mínum málum og það er vafamál hvort það borgi sig að gera við ísskápinn hjá mér.

Ég fór að svipast um eftir nýjum ísskáp og tók eftir því að aðrar verslanir og sérstaklega Rafland auglýsa 10 ára ábyrgð á pressum í ísskápunum hjá sér á meðan að Elko tekur ekkert fram.

Það er greinilegt að Elko situr langt á eftir samkeppnini þegar að það kemur að því að bjóða ábyrgðir og það er en frekari ástæða til að beina viðskiptum frá þeim.


Maður hefur heyrt að Costco taki við tækjum án þess að spyrja neinna spurninga. Þeir eru það stórir að það hljómar eins og þeir séu bara með þannig samninga við framleiðendur að ef viðskiptavinurinn er ekki sáttur þá bara skilar hann vörunni. En sel það ekki dýrara en ég keypti það.


Ég get staðfest þetta amk mín reynsla .. Skilaði ryksugu sem var reyndar innan við tveggja ára gömul þar sem mér fannst eins og mótorinn væri að gefa sig. Starfsmaðurinn staðfesti ekki bilunina og sagði ef ég er ósáttur gæti ég skilað.
Ég gerði ráð fyrir því að hún færi í viðgerð eða bilun yrði staðfest, það var ekki gert..
Fékk endurgreitt strax svo ég gæti farið inn að kaupa það sem ég vildi.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Tengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf Njall_L » Sun 16. Maí 2021 15:42

DabbiGj skrifaði:...auglýsa 10 ára ábyrgð á pressum í ísskápunum hjá sér...

Svona ábyrgðir á sértækum íhlutum eru alltaf eitthvað sem þarf að setja ákveðið spurningamerki við, hvort þær séu neytendanum raunverulega í hag eða bara sölutrix til að hann haldi það.

Sem dæmi þá auglýstu langflestar heimilistækjabúðir áralangar ábyrgðir á mótorum í þvottavélum með kolalausum mótor. Þetta hljómar auðvitað vel, sérstaklega þegar litið er til þess að þegar mótorar voru með kolum höfðu þeir takmarkaðan líftíma. Það er hinsvegar staðreynd að kolalausir mótoroar bila sáralítið en á móti kemur að þeir þurfa flókna hraðastýringu sem er mun líklegri til að bila. Þeim einstaka íhlut sem er því búið að lækka bilanatíðnina umtalsvert á er því gefin lengri ábyrgð af því það hljómar vel en þarf ekki að segja neitt til um áætlaðan líftíma tækisins í heild.

Það sama á við um kælipressu í ísskáp, ef frágangur úr verksmiðju er réttur er afar ólíklegt að kælipressa nútímans skemmist á líftíma tækisins en spurningin er með allt hitt.


Löglegt WinRAR leyfi


DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf DabbiGj » Sun 16. Maí 2021 16:47

Njall_L skrifaði:
DabbiGj skrifaði:...auglýsa 10 ára ábyrgð á pressum í ísskápunum hjá sér...

Svona ábyrgðir á sértækum íhlutum eru alltaf eitthvað sem þarf að setja ákveðið spurningamerki við, hvort þær séu neytendanum raunverulega í hag eða bara sölutrix til að hann haldi það.

Sem dæmi þá auglýstu langflestar heimilistækjabúðir áralangar ábyrgðir á mótorum í þvottavélum með kolalausum mótor. Þetta hljómar auðvitað vel, sérstaklega þegar litið er til þess að þegar mótorar voru með kolum höfðu þeir takmarkaðan líftíma. Það er hinsvegar staðreynd að kolalausir mótoroar bila sáralítið en á móti kemur að þeir þurfa flókna hraðastýringu sem er mun líklegri til að bila. Þeim einstaka íhlut sem er því búið að lækka bilanatíðnina umtalsvert á er því gefin lengri ábyrgð af því það hljómar vel en þarf ekki að segja neitt til um áætlaðan líftíma tækisins í heild.

Það sama á við um kælipressu í ísskáp, ef frágangur úr verksmiðju er réttur er afar ólíklegt að kælipressa nútímans skemmist á líftíma tækisins en spurningin er með allt hitt.



Ef að kælipressa bilar borgar sig líklegast ekki að gera við ísskáp jafnvel þótt hann kosti 300.000 einsog er í mínu tilfelli.

Aðrir hlutir eru mun ódýrari í viðgerð og bilanagreiningu



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf GuðjónR » Þri 29. Jún 2021 19:44

Jæja þá er úrskurður fallinn, alls átta blaðsíður þar sem farið er í gegnum málið á skýran og vel rökstuddan hátt.
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst í einu og öllu á sjónarmið mín þar sem staðfest er að ELKO ber að afhenda nýtt tæki.
:happy




agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 648
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf agnarkb » Þri 29. Jún 2021 20:20

GuðjónR skrifaði:Jæja þá er úrskurður fallinn, alls átta blaðsíður þar sem farið er í gegnum málið á skýran og vel rökstuddan hátt.
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst í einu og öllu á sjónarmið mín þar sem staðfest er að ELKO ber að afhenda nýtt tæki.
:happy


Er einhverstaðar hægt að nálgast þennan úrskurð?


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf GuðjónR » Þri 29. Jún 2021 21:10

agnarkb skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Jæja þá er úrskurður fallinn, alls átta blaðsíður þar sem farið er í gegnum málið á skýran og vel rökstuddan hátt.
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst í einu og öllu á sjónarmið mín þar sem staðfest er að ELKO ber að afhenda nýtt tæki.
:happy


Er einhverstaðar hægt að nálgast þennan úrskurð?

Já hjá mér :)

Ég fékk PDF skjál frá nefndinni, veit ekki hvort ég má sýna það opuinberlega eða ekki þar sem þetta var að gerast í dag en þeir munu birta úrskurðinn á https://kvth.is/#/urskurdir

Það er samt ekkert sem bannar mér að senda úrskurðinn í einkaskilaboðum ef einhver hefur áhuga þá bara pm á mig :)




Storm
has spoken...
Póstar: 188
Skráði sig: Mán 30. Jún 2008 18:19
Reputation: 22
Staða: Tengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf Storm » Mið 30. Jún 2021 09:20

Til hamingju með úrskurðunn.
Hverjar eru líkurnar að þetta sé til þess að þeir breyti þessu hjá sér, eða halda þeir áfram að sinna þessum ábyrgðarmálum með sama hætti?
Er með eitt LG sjónvarp sem er með rauða línu þvert yfir miðju, veit að það er eldra en tveggja ára en þetta verður kannski til þess að ég læt slag standa.
Ég væri til í að fá þetta PDF skjal hjá þér GuðjónR



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf GuðjónR » Mið 30. Jún 2021 10:11

Storm skrifaði:Til hamingju með úrskurðunn.
Hverjar eru líkurnar að þetta sé til þess að þeir breyti þessu hjá sér, eða halda þeir áfram að sinna þessum ábyrgðarmálum með sama hætti?
Er með eitt LG sjónvarp sem er með rauða línu þvert yfir miðju, veit að það er eldra en tveggja ára en þetta verður kannski til þess að ég læt slag standa.
Ég væri til í að fá þetta PDF skjal hjá þér GuðjónR


Málið er að ELKO viðurkennir ekki fordæmi varðandi svona úrskurði, segja hvert mál einstakt og gera allt sem þeir geta til að komsta hjá því að standa við ábyrgðir. Því miður þá er það bara þannig. Siðferðið er ekkert á sérlega háu plani hjá þeim.

Það eru því engar líkur á því að þetta muni hafa áhrif á vinnubrögð þeirra. Líklega ódýrara fyrir þá að láta fólk hafa fyrir því að skikka þá til að fara að lögum en gera það sjálfviljugir því þeir vita að það er tími og fyrirhöfn fyrir fólk að standa í svona málum og fæstir sem nenna því. Hjá mér er það bara prinsippið, læt ekki vaða yfir mig á skítugum skónum.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf GuðjónR » Fim 01. Júl 2021 16:00

Jæja þá hefur úrskurðurinn verið birtur á vef Kærunefndar vöru - og þjónustukaupa

Sækja úrskurð (*.pdf)




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf ÓmarSmith » Fim 01. Júl 2021 16:39

Jesús hvað ég er feginn að þú keyptir þetta ekki hjá mér á sínum tíma :sleezyjoe :sleezyjoe


En frábært að þú hafir fengið þetta bætt og unnið málið " Stick it to the man "


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf GuðjónR » Fim 01. Júl 2021 17:34

ÓmarSmith skrifaði:Jesús hvað ég er feginn að þú keyptir þetta ekki hjá mér á sínum tíma :sleezyjoe :sleezyjoe


En frábært að þú hafir fengið þetta bætt og unnið málið " Stick it to the man "

hehehe góður!

Þetta er ekki búið fyrr en það er búið, hef ekki fengið neitt bætt ennþá því ELKO ætlar ekki að hlýða þessum úrskurði þegjandi og hljóðalaust heldur kanna stöðu sína gagnavart birgjum og framleiðanda og ákveða í framhaldinu hvort og þá hvað þeir gera.
Nefndin gefur 30 daga frest þannig að þeir geta stollað þessu út mánuðinn.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf Nariur » Þri 30. Nóv 2021 17:39



AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf GuðjónR » Þri 30. Nóv 2021 18:44

Nariur skrifaði:GuðjónR aftur á ferðinni?
https://www.ruv.is/frett/2021/11/30/vil ... stist-inni

hehehe...nei þetta var ekki ég, en það er vitnað í mig neðst í fréttinni.
Þekki ekki þetta ákveðna mál og málavexti og veit því ekki hvaða forsendur nefndin hafði til úrskurðar.
Varðandi mitt mál þá vann ég það og fékk mitt tæki bætt enda fráleitt að ég hafi notað tækið rangt.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf jonfr1900 » Mið 01. Des 2021 01:41

Ég skil ekki þennan úrskurð (efri). Þar sem allir skjáir í dag eru með tækni sem kemur í veg fyrir að svona merki brenna inni. Ég keypti 43" Samsung tæki (ódýrasta gerð, enda hef ég ekki mikinn pening) síðasta vor (2021) og hef sem betur fer ennþá ekki lent í neinum vandræðum.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf GuðjónR » Lau 04. Des 2021 22:14

jonfr1900 skrifaði:Ég skil ekki þennan úrskurð (efri). Þar sem allir skjáir í dag eru með tækni sem kemur í veg fyrir að svona merki brenna inni. Ég keypti 43" Samsung tæki (ódýrasta gerð, enda hef ég ekki mikinn pening) síðasta vor (2021) og hef sem betur fer ennþá ekki lent í neinum vandræðum.

Nei það er bara ekki rétt, ég var með allar þessar varnir en samt gerðist þetta.




Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Tengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf Hausinn » Lau 04. Des 2021 23:01

jonfr1900 skrifaði:Ég skil ekki þennan úrskurð (efri). Þar sem allir skjáir í dag eru með tækni sem kemur í veg fyrir að svona merki brenna inni. Ég keypti 43" Samsung tæki (ódýrasta gerð, enda hef ég ekki mikinn pening) síðasta vor (2021) og hef sem betur fer ennþá ekki lent í neinum vandræðum.

Það er aðalega OLED skjáir sem þjást af burn-in. Samsung framleiðir ekki OLED sjónvörp, enda keypti ég QLED tæki frá þeim sérstaklega því ég vildi ekki hætta á þessu næstu 5 eða svo árin.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf GuðjónR » Sun 05. Des 2021 14:10

Hausinn skrifaði:Það er aðalega OLED skjáir sem þjást af burn-in. Samsung framleiðir ekki OLED sjónvörp, enda keypti ég QLED tæki frá þeim sérstaklega því ég vildi ekki hætta á þessu næstu 5 eða svo árin.
Það er akkúrat málið!

Þess vegna samdi ég við ELKO um að fá QLED tæki í staðin og borga 95k á milli. Það var góð laus held ég.
Bæði QLED og OLED hafa sína kosti og galla, en ef þetta nýja endist í 5-10 ár eða ég næ að endurnýja það út af einhverju öðru en galla þá er ég ánægður.

https://elko.is/vorur/samsung-75-qn93-a ... QN93AATXXC




Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Tengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf Hausinn » Sun 05. Des 2021 16:39

GuðjónR skrifaði:
Hausinn skrifaði:Það er aðalega OLED skjáir sem þjást af burn-in. Samsung framleiðir ekki OLED sjónvörp, enda keypti ég QLED tæki frá þeim sérstaklega því ég vildi ekki hætta á þessu næstu 5 eða svo árin.
Það er akkúrat málið!

Þess vegna samdi ég við ELKO um að fá QLED tæki í staðin og borga 95k á milli. Það var góð laus held ég.
Bæði QLED og OLED hafa sína kosti og galla, en ef þetta nýja endist í 5-10 ár eða ég næ að endurnýja það út af einhverju öðru en galla þá er ég ánægður.

https://elko.is/vorur/samsung-75-qn93-a ... QN93AATXXC

Er sjálfur með 50'' QN91A. Alveg frábært tæki fyrir PC notkun. Styður meiri segja 1440p 120hz, sem mörg sambærileg tæki gera ekki.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf Nariur » Mán 06. Des 2021 14:33

Tjah. Fyrir PC notkun viltu reyndar frekar OLED frá LG. Fer upp í 4K 120Hz með G-sync með instant pixel response tíma og mjög lítið input lag. Hlutir eins og local dimming þurfa helling af processing sem auka input lag.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Tengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf Hausinn » Mán 06. Des 2021 14:49

Nariur skrifaði:Tjah. Fyrir PC notkun viltu reyndar frekar OLED frá LG. Fer upp í 4K 120Hz með G-sync með instant pixel response tíma og mjög lítið input lag. Hlutir eins og local dimming þurfa helling af processing sem auka input lag.

QN90A serían styður 4k 120hz og G-Sync. Game mode minnkar local dimming og hefur mjög lágan svartíma.

Hvort QLED eða OLED er betra fer stórlega bara eftir aðstæðum. OLED hefur ótrúlega flotta liti en er ekki eins bjart og myndin sést ekki eins vel í björtu herbergi. Einnig er töluvert meiri hætta á burn-in ef maður passar sig ekki.

QLED(er að tala um fín tæki ekki eitthvað budget dót) getur orðið mjög bjart og sést mjög vel í björtu herbergi. Engin hætta á burn-in.

Ég hata að stressa mig yfir hlutum svo að ég valdi QLED. :sleezyjoe



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Elko og ábyrgðarmál

Pósturaf Nariur » Mán 06. Des 2021 15:42

Hausinn skrifaði:
Nariur skrifaði:Tjah. Fyrir PC notkun viltu reyndar frekar OLED frá LG. Fer upp í 4K 120Hz með G-sync með instant pixel response tíma og mjög lítið input lag. Hlutir eins og local dimming þurfa helling af processing sem auka input lag.

QN90A serían styður 4k 120hz


Já, ég hélt það. Ég var pínu hissa þegar þú sagðir bara 1440p.
Það sem ég meina er að QLED tækin reiða sig meira á processing svo maður tapar meiru (eins og local dimming) þegar það er slökkt á því til að lækka input laggið og það nær samt ekki jafn lágt. Ofan á það kemur svo hversu góður pixel response tíminn er á OLED.

Aðal gallinn við OLED er birtan, sem er samt fín nema maður sé með mjög bjart herbergi. (og verðið)

Ég er núna búinn að vera með CX í að stefna í ár og nota það HELLING og ég sé ekki vott af burn-in. Trikkið er að cranka ekki birtuna ef maður er með haug af static hlutum á skjánum lengi.

Ég skil samt mjög vel að fólk sé hrætt við burn-in. Ég var það sjálfur þangað til að ég notaði OLED í lengri tíma. Linus fékk burn-in frekar hratt, en hann var með OLED light í 80 minnir mig með static element allan daginn að blasta aumingja panelinn.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED