Gúrú skrifaði:appel skrifaði:Það þarf að vera sérstakur tryggingasjóður sem bætir tjón þeirra sem lenda í þannig.
Óúthugsuð "þurft". Hvernig á að rannsaka mögulega misnotkun á tryggingasjóðnum?
Tryggingasvik eru alþekkt, en það eru refsiviðurlög gegn þeim. Auk þess eru bankarnir í betri stöðu að sjá actually hvað varð um peningana, þetta er allt rafrænt skráð, ip tölur og hvert peningarnir voru sendir, ólíkt t.d. tryggingafélögum sem þurfa bara að treysta því að þú hafir lent í því tjóni sem þú segist hafa lent í.
Kostnaður við slíkan tryggingasjóður væri afar lítill, hér erum við að tala um smápeninga enda nánast ekki neitt um það sé brotist í heimabanka á Íslandi. Markmið tryggingasjóðs er alltaf að reyna koma í veg fyrir ótta fólks. Ég veit um marga sem myndu loka heimabankanum sínum ef þeir væru ekki fullvissir og baktryggðir gagnvart þjófnaði úr honum, enda ekki allir tölvusnillingar sem kunna að "skynja" það hvort það sé verið að hakka þá.
Það er margt skrýtið varðandi öryggismál í íslensku bankakerfi. Það er alltof "líbó", þarft ekki að sýna skilríki í banka. Vissulega kemur upp mynd af þér á skjáinn mætir þú í bankann og gefur upp kennitölu þína, en hvað ef þetta er bara einhver sem er líkur þér? Að treysta á að gjaldkerinn geri ekki mistök er furðulegt. Sumsstaðar erlendis þarftu að sýna skilríki auk þess að slá inn PIN númer. Í mínu tilfelli er um 12 ára gömul mynd af mér í tölvukerfi bankanna, hví eru ekki kröfur gerðar um að fólk endurnýji mynd á 5 ára fresti?
Heimabankinn leyfir þér að gera of marga hluti sem þú þarft yfirleitt aldrei að gera. Oftast er ég bara að borga reikninga og millifæra milli eigin reikninga, örsjaldan að millifæra lágar fjárhæðir á aðra.
Þetta "líbó" attitude er kjörin gróðrastía fyrir glæpamenn, sem geta misnotað traust.
Vilji menn öryggi þá á að bjóða upp á það. Það að aðeins einn gjaldkeri sé hindrun fyrir því að einhver líkur þér með kennitölu þína að vopni geti labbað inn í bankann og tæmt reikningana þína er fáránlegt.