já nú er ég reiður!

Allt utan efnis
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf GuðjónR » Þri 14. Ágú 2012 12:07

appel skrifaði:...

Frábær grein hjá þér og rétt, vona að Smáís menn lesi hana og taki til sín.



Skjámynd

Höfundur
worghal
Kóngur
Póstar: 6395
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 463
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf worghal » Þri 14. Ágú 2012 12:10

GuðjónR skrifaði:
appel skrifaði:...

Frábær grein hjá þér og rétt, vona að Smáís menn lesi hana og taki til sín.

eitthvað segir mér að þetta er það sem muni gerast

Mynd


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf GuðjónR » Þri 14. Ágú 2012 12:12

worghal skrifaði:...

hahaha já því miður, svona hefur þetta allta verið og meðan það er verið að verja "sérhagsmuni" þá er enginn hvati til breytinga.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf Daz » Þri 14. Ágú 2012 12:29

worghal skrifaði:
fannar82 skrifaði:En með appstore og annað slíkt? er STEF\Smáis á svoleiðs?
Ég tók eftir póst frá GuðjóniR umdaginn að hann var að tala um að alltíeinu hefðu öll Öpp hækkað um 25.5% það er líklegast bara vaskur or sum en eru stefgjöld af öppum shii maður ætti kanski ekki að vera gefa þeim hugmyndir, en ef svo er getum við þá ekki bara rottað okkur 30-50 saman gefið út eitt app og sótt um að vera meðlimir og þá komnir með meirihluta atkvæði einsog Rappaport var að tala um :guy


god, það væri nett trolling

ég hef trú á því að þetta hafi bara verið vaskur, engin stef gjöld á apps þar sem flest þeirra eru með OST.
en með tölvuleikina og að þeir fari undir smáís, þá væri það slæmt move og mundi örugglega leiða til þess að steam og origin falli undir þennan "ólöglega" flokk sem þeir eru búnir að koma upp.


Það var bara VSK. Það þarf ekki nein stef gjöld af tölvuleikjum og "öppum", því rétthafinn fær sína greiðslu beint frá kaupanda. Þegar við verslum í APP store/Play store/Steam þá erum við að borga framleiðanda beint (ok, í geginum einn millilið, sem tekur sín 95%). Það er aftur á móti hræðilegt að dreifa tónlist og myndefni svona, því skv Smáís myndi þá úrvalið minnka og himininn hrynja. Eða frekar að þá myndu íslensku "einokunar"rétthafarnir ekki lengur fá sína sneið og þar með ekki Smáís/Stef heldur.




bixer
</Snillingur>
Póstar: 1022
Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
Reputation: 1
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf bixer » Þri 14. Ágú 2012 12:46

afsakið off topic en mig langaði bara að monta mig af því að ég eldaði 2 sinnum fyrir snæbjörn um helgina.

on topic: Ég skil það að fólk vilji vernda það sem það gerir og líti illa á torrent en þetta er vitlaus leið, þeir þurfa að vinna með tækninni ekki á móti...



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf GuðjónR » Þri 14. Ágú 2012 12:52

bixer skrifaði:afsakið off topic en mig langaði bara að monta mig af því að ég eldaði 2 sinnum fyrir snæbjörn um helgina.

on topic: Ég skil það að fólk vilji vernda það sem það gerir og líti illa á torrent en þetta er vitlaus leið, þeir þurfa að vinna með tækninni ekki á móti...


Tvisvar fyrir Snæbjörn og ekkert fyrir mig? :mad
Annars þá er eins og ég sagði áður, þetta félag er sérhagsmunagæslufélag sem lítur á internetið sem óvin og fólkið sem glæpamenn.
Þeir geta alveg haldið sérhagsmunagæslunni áfram en þeir verða að nútímavæðast og átta sig á því að þegnarnir eru ekki glæpamenn og netið getur unnið með þeim.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf Viktor » Þri 14. Ágú 2012 13:15

appel skrifaði:http://smais.is/hugverk/SM%C3%81%C3%8DS%20NI%C3%90URHAL.pdf

Mér finnst þessi samanburður hjá Smáís vera ógeðfelldur.


Guð minn almáttugur:
Því miður hefur BitTorrent staðallinn verið notaður mikið af þeim vilja
hagnast af brotum á höfundavörðu efni. Þessi tenging er svo sterk í
hugum margra að flestir heiðarlegir aðilar vilja ekki bendla nafn sitt við
þessa tækni. Í raun er það ekkert óvenjulegt og þekkist víða í
viðskiptum, t.d. þá færi enginn að auglýsa barnamat í klámblaði þó
svo að lesandahópurinn gæti verið stór
.


Þessi fáránlega viðlíking sannar bara hve óhæfir og óþroskaðir menn eru á bakvið þessi fáránlegu samtök.

appel skrifaði:Það sem Smáís skautar framhjá hérna er að neysluvenjur fólks hafa breyst. Í dag vill fólk horfa á efni hvar sem er hvenær sem er, og það vill geta horft á efnið nánast um leið og það kemur út í BNA. Ekki á fyrirfram ákveðnum tíma sjónvarpsstöðvanna eða í fangelsum bíóhúsanna, heldur heima í stofunni þar sem 50" flatskjárinn er með 5.1 heimabíó.

Barátta SMÁÍS fyrir að menn fái greitt fyrir sína vinnu er réttmæt, en aðferðin er kolröng og hvernig SMÁÍS nálgast vandamálið ber vott um skilningsleysi og ákveðið vitsmunaþroskaleysi. Þeir þurfa að gjörbreyta hugsunarhætti sínum og hætta að hugsa um neytendur sem glæpamenn sem þarf að refsa og aga. Neysluvenjur fólks hafa breyst gríðarlega mikið með tilkomu internetsins og einkatölvunnar. Frekar en að leita leiða til að koma í veg fyrir þessar neysluvenjur ættu þeir frekar að skoða hvernig þeir geta stutt við þær, aukið löglegt aðgengi fólks að afþreyingarefni og jafnframt leitað leiða til að lækka kostnað á neyslu efnisins.


Góðir punktar.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf Haxdal » Þri 14. Ágú 2012 16:01

Daz skrifaði:<snip>
Það var bara VSK. Það þarf ekki nein stef gjöld af tölvuleikjum og "öppum", því rétthafinn fær sína greiðslu beint frá kaupanda. Þegar við verslum í APP store/Play store/Steam þá erum við að borga framleiðanda beint (ok, í geginum einn millilið, sem tekur sín 95%). Það er aftur á móti hræðilegt að dreifa tónlist og myndefni svona, því skv Smáís myndi þá úrvalið minnka og himininn hrynja. Eða frekar að þá myndu íslensku "einokunar"rétthafarnir ekki lengur fá sína sneið og þar með ekki Smáís/Stef heldur.


Reyndar þá tekur Apple, Steam og Google bara 30-40% af söluverði, restin fær framleiðandinn. Það er í gamla forminu, diskasala og svona, þar sem gaurinn sem gerði efnið fékk bara 5-10% og útgefandinn restina.


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf Haxdal » Þri 14. Ágú 2012 16:25

Hargo skrifaði:Hann keypti eflaust hlutabréf fyrir gróðann sinn...ásamt því að taka lán og kaupa enn fleiri bréf, smart move.

já, hann gerði það. og tapaði nánast öllu .. en hann tók þó allavega ekki lán til að kaupa hlutabréf

http://www.dv.is/frettir/2012/3/28/bubbi-nefnir-ekki-bjargvaett-sinn/
http://www.dv.is/frettir/2009/6/23/eg-skulda-mikid-eg-tapadi-ollu/


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf jericho » Mið 15. Ágú 2012 09:01

Smán Snæbjörns.. góð grein eftir Þórð Björn, bloggara á DV.is:

Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís, segir að viðbrögðin við birtingu Yuri-auglýsingarinnar sýni málefnaþurrð þeirra sem eru á móti höfundarrétti, það sé alveg út í hött að bendla Smáís við rasisma og að fólk sé að skauta framhjá því sem skiptir máli í auglýsingunni.

Afstaða Snæbjörns veldur vonbrigðum og gefur tilefni til frekari umræðu. Í stað þess að viðurkenna að birting auglýsingarinnar hafi verið mistök og biðjast afsökunar á fordómunum eins og kallað var eftir fellur Snæbjörn í þá gryfju að réttlæta þá „þar sem þessi bransi tengist helst glæpasamtökum erlendis", samanber frétt Pressunnar.

Fráleitt er af hálfu Snæbjörns að leggja andstöðu við höfundarrétt og andstöðu við fordóma gagnvart útlendingum að jöfnu. Snæbjörn ákveður þannig að taka slaginn við marga á kolröngum forsendum.

Einnig má gera athugasemdir við að Snæbjörn skuli taka sér það vald að ákveða fyrir aðra hvað skiptir máli í auglýsingunni. Út frá sjónarhóli Snæbjörns skipta fordómarnir sem fólk greinir ekki máli. Það að framkvæmdastjóri Smáís skuli gera lítið úr áhyggjum fólks af fordómum í garð útlendinga er áhyggjuefni í sjálfu sér. Gleymum ekki hverjir eru aðilar að Smáís. Þeirra á meðal eru ríkisrekni fjölmiðillinn RÚV og 365 Miðlar, stærsti einkarekni fjölmiðill landsins. Samanlagður áhrifamáttur þessara fjölmiðla er gífurlegur í íslensku samhengi.

Í lögum um fjölmiðla segir í 27. gr.: „Fjölmiðlum er óheimilt að hvetja til refsiverðar háttsemi. Bannað er að kynda undir hatri í fjölmiðlum á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar, trúarskoðana, þjóðernis, skoðana eða menningarlegrar, efnahagslegrar, félagslegrar eða annarrar stöðu í samfélaginu."

Nú ætla ég ekki að fullyrða að með birtingu auglýsingarinnar hafi lög verið brotin. En vilji einhver láta reyna á það getur viðkomandi snúið sér til Fjölmiðlanefndar sem einnig gæti tekið málið upp að eigin frumkvæði.

Hitt er annað mál að ef við látum málflutning á borð við þann sem framkvæmdastjóri Smáís heldur á lofti í þessari umræðu óáreittan er rík ástæða til að spyrja hvert við stefnum sem samfélag. Því ef Yuri-auglýsingin er ekki dæmi um fordóma í garð útlendinga sem við neitum að gúddera hvar ætlum við þá að draga línuna?



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf Daz » Mið 15. Ágú 2012 09:52

Sniðugt í þessu samhengi http://www.vb.is/frettir/75185/#



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf emmi » Mið 15. Ágú 2012 10:01

Einmitt, af hverju skyldi þetta nú ekki koma hingað, nú eða Spotify eða iTunes? Vegna þess að náfrændur þeirra í SMÁÍS (Tónlist.is) kunna ílla við alla samkeppni? Ísland er einokunarvagga heimsins.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf Daz » Mið 15. Ágú 2012 10:25

emmi skrifaði:Einmitt, af hverju skyldi þetta nú ekki koma hingað, nú eða Spotify eða iTunes? Vegna þess að náfrændur þeirra í SMÁÍS (Tónlist.is) kunna ílla við alla samkeppni? Ísland er einokunarvagga heimsins.

Eða af því að ísland er pínulítill markaður (300 þúsund vs 25 milljónir) og því ekki vesensins virði að skoða hann.



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf emmi » Mið 15. Ágú 2012 10:32

Það efa ég nú að sé ástæðan, Spotify er t.d. aðgengileg í Færeyjum. :P Nei veistu, ég held bara að hér ríki ekki eðlilegt viðskiptaumhverfi, hvorki á þessum markaði né fjarskiptamarkaði og eflaust á fleiri sviðum.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf dori » Mið 15. Ágú 2012 10:46

Mér finnst skemmtilegt hvernig menn setja samasem merki milli þess að dreifa kvikmyndum á netinu og taka ekkert fyrir það (eins og hópar sem dreifa efni á Piratebay og keppast við það að koma því sem fyrst inn í góðum gæðum) og að selja lélega CAM útgáfu af nýjum myndum á DVD á götuhornum í stórborgum á €5.

Sú ólöglega neysla sem flestir taka þátt í á ekkert skylt við þessa glæpastarfsemi á sviði falsaðra vara. Við sáum þetta með ACTA og sjáum það mjög greinilega núna hjá SMÁÍS. Samtök rétthafa sjá ekkert að því að blekkja fólk og gera allt sem þeir geta til að tengja "copyright infringement" og "counterfeit goods" saman í hugum fólks. Þeir eru komnir vel yfir af gráa svæðinu siðferðislega IMHO.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf Daz » Mið 15. Ágú 2012 10:58

dori skrifaði:Mér finnst skemmtilegt hvernig menn setja samasem merki milli þess að dreifa kvikmyndum á netinu og taka ekkert fyrir það (eins og hópar sem dreifa efni á Piratebay og keppast við það að koma því sem fyrst inn í góðum gæðum) og að selja lélega CAM útgáfu af nýjum myndum á DVD á götuhornum í stórborgum á €5.

Sú ólöglega neysla sem flestir taka þátt í á ekkert skylt við þessa glæpastarfsemi á sviði falsaðra vara. Við sáum þetta með ACTA og sjáum það mjög greinilega núna hjá SMÁÍS. Samtök rétthafa sjá ekkert að því að blekkja fólk og gera allt sem þeir geta til að tengja "copyright infringement" og "counterfeit goods" saman í hugum fólks. Þeir eru komnir vel yfir af gráa svæðinu siðferðislega IMHO.


Það er í það minnsta einn hópur í viðbót, sem hagnast á auglýsingasölu tengda síðum sem dreifa þessum ólöglegu útgáfum. Sjá t.d. dóm yfir eiganda surfthechannel þar kemur fram að hann hafði upp undir 6,5 milljón krónur í auglýsingatekjur á mánuði.
Svo er hægt að kaupa aðgang að síðum sem dreifa svona efni og líklega eru til fleiri útgáfur af peningamódeli í kringum ólöglega dreifingu. Sem sýnir mér bara að það er örugglega hægt að dreifa þessu löglega líka og hagnast á því. Bara spurning um að hugsa módelið sitt upp á nýtt.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf dori » Mið 15. Ágú 2012 11:56

Daz skrifaði:Það er í það minnsta einn hópur í viðbót, sem hagnast á auglýsingasölu tengda síðum sem dreifa þessum ólöglegu útgáfum. Sjá t.d. dóm yfir eiganda surfthechannel þar kemur fram að hann hafði upp undir 6,5 milljón krónur í auglýsingatekjur á mánuði.
Svo er hægt að kaupa aðgang að síðum sem dreifa svona efni og líklega eru til fleiri útgáfur af peningamódeli í kringum ólöglega dreifingu. Sem sýnir mér bara að það er örugglega hægt að dreifa þessu löglega líka og hagnast á því. Bara spurning um að hugsa módelið sitt upp á nýtt.

Algjörlega. Rekstur svona vefsvæða sem hýsa bara metadata er ekki þungur (þannig séð) og fær rosalega traffík þannig að það er vel hægt að hagnast á þessu þegar þú nærð yfir vissan þröskuld. Þessir menn vilja ekki endurhugsa módelið sitt því að þeir eru búnir að eyða öllum starfsferlinum sínum í að útiloka lógík og hugsa bara á þessum forsendum (það er eina ástæðan sem ég get séð). En það er hægt, algjörlega.

Það sem þarf að drepa er hugsunin að "ein spilun" sé rosalega verðmæt (að það að horfa á kvikmynd einu sinni þegar þú eignast ekki einu sinni eintakið til framtíðar fyrir 500kr.+ er fáránlegt). Það er svo rosalega mikið af efni þarna úti að það er miklu frekar einhverskonar curation&delivery þjónusta sem ég myndi borga fyrir en hrátt efni.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf tlord » Mið 15. Ágú 2012 14:09

Ný frétt á RUV:

"Skandinövum býðst gríðarmikið úrval af margskonar sjónvarpsefni um netið fyrir árslok, en þá hefur bandaríski streymirisinn Netflix starfsemi í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Netflix bíður aðgang að splunkunýjum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum gegn mánaðarlegu áskriftargjaldi.

Talsmenn fyrirtækisins segja að gjaldið verði lágt. Sérfræðingar segja að Skandinavía sé áhugavert svæði fyrir Netflix, þar sem nettengingar séu þar góðar, almenningur tæknisinnaður, áhugasamur um skemmtiefni og með næg fjárráð til að greiða fyrir þjónustuna. Þá er bent á að Netflix framleiði sjónvarpsþætti í Skandinavíu, en þættirnir Lillehammer, sem fjalla um bandarískan glæpamann í felum í Noregi, voru framleiddir með norska ríkisútvarpinu NRK. Ekki er hægt að notfæra sér Netflix á Íslandi með löglegum hætti."

](*,)

íslendingar...




322
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 17. Jan 2011 19:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf 322 » Mið 15. Ágú 2012 14:13

http://www.shutterstock.com/cat.mhtml?s ... d=90934991

SMÁÍS notar erlent módel, mynd tekna af erlendum ljósmyndara og væntanlega keypt af erlendri síðu til þess að auglýsa að það sé verið að hlunnfara íslenskt listafólk með notkun og greiðslu á þjónustu erlendis frá.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf tlord » Mið 15. Ágú 2012 14:20

við eigum bara að hætta þessu rugli. við getum þetta ekki. Segjum Noregi stríð á hendur og gefumst upp samdægurs. :megasmile



Skjámynd

Höfundur
worghal
Kóngur
Póstar: 6395
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 463
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf worghal » Mið 15. Ágú 2012 14:34

322 skrifaði:http://www.shutterstock.com/cat.mhtml?searchterm=gangster&search_group&lang=en&search_source=search_form#id=90934991

SMÁÍS notar erlent módel, mynd tekna af erlendum ljósmyndara og væntanlega keypt af erlendri síðu til þess að auglýsa að það sé verið að hlunnfara íslenskt listafólk með notkun og greiðslu á þjónustu erlendis frá.

Spurning hvað BÍL hefur að segja um þetta.
Sá samt ekki neinn sem sér um ljósmyndun.
http://bil.is/um-bil/stjorn-bil


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


ezkimo
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Mán 28. Mar 2005 19:14
Reputation: 0
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf ezkimo » Mið 15. Ágú 2012 16:08

Tökum okkur saman og biðjum Netflix um að þjónusta ísland.


publicrelations@netflix.com


--------------------


dandri
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:00
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf dandri » Mið 15. Ágú 2012 17:34

Mynd


AMD FX-4100 | ASRock 990FX Extreme3 | G.Skill Ripjaws 1600 8gb | 2x MSI Cyclone R6850 OC Version | Corsair HX750

Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf Haxdal » Fim 16. Ágú 2012 05:38

Daz skrifaði:
emmi skrifaði:Einmitt, af hverju skyldi þetta nú ekki koma hingað, nú eða Spotify eða iTunes? Vegna þess að náfrændur þeirra í SMÁÍS (Tónlist.is) kunna ílla við alla samkeppni? Ísland er einokunarvagga heimsins.

Eða af því að ísland er pínulítill markaður (300 þúsund vs 25 milljónir) og því ekki vesensins virði að skoða hann.

Bull, ef svona veitur geta starfað í Færeyjum (50 þús manns) þá geta þær vel starfað hérna. Þetta er útaf frekju, yfirgangi og rauðu límbandi í Stef og Smáís sem svona veitur vilja ekki koma hingað. Það var allavega ein ástæðan af hverju iTunes kom ekki hingað fyrr en hvað, í fyrra?.. Stef var með bull kröfur um gjöld á búðina að Apple nennti ekki að standa í þessu veseni .. eða svo rámar mig allavega að hafi verið svarið frá einhverri apple búð hérna á klakanum fyrir nokkrum árum þegar það var spurt útí af hverju iTunes væri ekki í boði hérna.


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

Skjámynd

Höfundur
worghal
Kóngur
Póstar: 6395
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 463
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: já nú er ég reiður!

Pósturaf worghal » Fim 16. Ágú 2012 09:55

Haxdal skrifaði:
Daz skrifaði:
emmi skrifaði:Einmitt, af hverju skyldi þetta nú ekki koma hingað, nú eða Spotify eða iTunes? Vegna þess að náfrændur þeirra í SMÁÍS (Tónlist.is) kunna ílla við alla samkeppni? Ísland er einokunarvagga heimsins.

Eða af því að ísland er pínulítill markaður (300 þúsund vs 25 milljónir) og því ekki vesensins virði að skoða hann.

Bull, ef svona veitur geta starfað í Færeyjum (50 þús manns) þá geta þær vel starfað hérna. Þetta er útaf frekju, yfirgangi og rauðu límbandi í Stef og Smáís sem svona veitur vilja ekki koma hingað. Það var allavega ein ástæðan af hverju iTunes kom ekki hingað fyrr en hvað, í fyrra?.. Stef var með bull kröfur um gjöld á búðina að Apple nennti ekki að standa í þessu veseni .. eða svo rámar mig allavega að hafi verið svarið frá einhverri apple búð hérna á klakanum fyrir nokkrum árum þegar það var spurt útí af hverju iTunes væri ekki í boði hérna.

Er ekki bara appstore?
Annars eru their ad yta undir einokun med tonlist.is


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow