Gúrú skrifaði:Deildu því samt endilega hvað þú ætlar að láta fólk hérna vinna við án þess að það grafi bara undan
öðrum, sérhæfðari starfsmönnum sem að skapa raunvöruleg verðmæti á mun lægra verði en fjöldinn allur
af atvinnuleysingjum gera það, án þess að það hafi slæm áhrif.
Öll lönd í heiminum bíða.
Ég hef ekki hugmynd um hvað ég myndi gera enda veit ég svo takmarkað um þetta málefni, en ég er viss um að lærðir hagfræðingar gætum komið með góðar hugmyndir og er ég viss um að ýmsar hugmyndir hafa verið lagðar fram en ríkisstjórnin var sannfærð um að skattahækkun myndi leysa öll vandamál.
Ef ég yrði þyrfti hinsvegar að koma með hugmynd núna strax að þá myndi ég sjálfsagt láta bæta samgöngur, vegir á Íslandi eru kannski ekki slæmir en gætu vissulega verið betri, var svo ekki umræða í fjölmiðlum um daginn um hvað sorp væri orðið mikið vandamál hér á landi? Væri svo ekkert galið að skoða starfsemi sem gæti aukið ferðamenn hér á landi, ss. að fá meiri gjaldeyri inn í landið. Ég man svo ekki í hvaða landi það var (Írland?) þar sem ríkið stofnaði banka með mun betri kjörum en stóru bankarnir veittu almenningi, veit þó ekki hvort það væri kannski aðeins of mikið af því góða.
Það fyrsta sem ég myndi þó gera, væri að setja lög um atvinnuleysisbæturnar, einstaklingur sem hefur verið atvinnulaus í fleiri mánuði/ár og ekki fengið vinnu eftir 170 atvinnuviðtöl er e-h sem mætti skoða, ef hann hafnar ríkisvinnu að þá er hann að hafna rétt á bótum. Ef hann hafnar atvinnutilboði sem er mjög raunhæflegt fyrir hann (mv. að hann sé ómenntaður og fái starfstilboð hjá Sorpu að þá hafni hann rétt á bótum eða menntaður maður sem hafnar raunhæflega starfstilboði í stöðu á hans sérsviði).
Eða kannski færi ég bara að selja hatta..