AntiTrust skrifaði:Ég vill bara benda á það ég var engan vegin að gefa til kynna að þú persónulega kynnir eða vissir lítið, það virðist bara því miður einkennast við marga smáhundaeigendur að þeir haldi að þeir þurfi ekki að kenna sínum hundum sama aga og reglur og stærri hundum.
Móðir mín er fullkomið dæmi. Chihuahua tíkinn hennar er leiðinlegasti hundsskratti sem ég hef kynnst. Ef hann gerir e-h rang, td. hoppar upp á eldhúsborðið og byrjar að borða matinn sem aðrir eiga, að þá tekur hún hann upp og segir "æjj dúlla ertu svona svöng?", ekkert skammaður, enginn agi, bara ógeðslega leiðinlegur hundur.