fannar82 skrifaði:Hver rakar rakarann, ef rakarinn rakar bara þá sem raka sig ekki sjálfir?
Augljóslega: "Annar rakari"
Ekkert sem mælir gegn því í þessari spurningu, enda þarf hvorugur rakarinn að raka sig sjálfur.
Að raka sig og raka aðra er augljóslega ekki sami verknaðurinn.
Hinsvegar ef þarna stæði, "Hver rakar rakarann, ef rakarinn rakar bara þá sem raka ekki sjálfir?" það er, sleppum orðinu "sig", þá þrengir eitthvað að en.. eftir sem áður getum við svarað eins, "annar rakari" Hvers vegna?
Jú, þar sem við vísum ekki ákveðið í hvorn rakarann við eigum við í seinni hluta setningarinnar, báðir aðilar eru rakarar.
Og jafnvel þótt við reyndum að þrengja meir og ef þarna stæði, "Hver rakar rakarann, ef rakarinn sem á að raka, rakar bara þá sem raka ekki sjálfir?"
Þá verður svarið enn og aftur, "Annar rakari" enda orðið rakarinn eintala og eftir er allt mengi rakara sem hafa þessu iðju að atvinnu.
Eins, þá höfum við alltaf möguleikann að rakarinn sem hugsanlega enginn vill raka, raki sig bara sjálfur.
Loks. Það geta fleiri rakað en bara rakarar.