GuðjónR skrifaði:
Og bráðum vaknarðu með hausverk dauðans....lest yfir það sem þú skrifaðir....og finnur fyrir velgju
hehehehe...
En annars....hrefnukjötið, seturðu það í mjólk fyrir steikingu?
Ég fékk oft svona kjöt sem krakki og þótti gott, en í seinni tíð hef ég gert þrjár tilraunir til að elda hrefnu og allar misstekist, ofsteikt það, verið lýsisbragð eða eitthvað annað óbragð.
heyrðu nei ég eer hress
reyndar vottar örlítið fyrri smá hausverk, en það er ekkert sem að truflar mig
en nei, mér dettur ekki til hugar að setja hrefnuna í mjólk áður en ég elda hana.
málið með þetta, er að þetta kjöt má ekkert standa í borðhita
það á að elda það (eina kjötið sem að á að gera þetta við) beint úr ískápnum.
ýmist færðu þetta niðurskorið í sneiðar eða stykki.
skera þetta í hæfilega þykkar sneiðar og trikkið við hrefnu er að elda hana sem allra minnst.
ef að fólk vill ekki blóðugt kjöt, þá á það EKKI að borða hrefnu, þar sem að hún á að vera hérumbil hrá, annars skemmiru hana.
myndin sem að er á pökkunum finnst mér meirað segja aðeins of mikið eldað.