vesley skrifaði:Vert er að taka fram að þessi mynd er fyrir núverandi uppgjör og staðan því enn verri hjá borginni.
“ Íbúum hefur fjölgað hlutfallslega mest í Kópavogi á tímabilinu, eða um rúmlega 20%. Ef horft er á skuldir í samhengi við íbúaþróun hafa skuldir á hvern íbúa í Reykjavík vaxið um 69% frá árinu 2014, en skuldirnar á hvern íbúa í Kópavogi hafa lækkað um 11% og 20% í Hafnarfirði. Fjölgun íbúa í Kópavogi og Hafnarfirði hefur þannig lækkað skuldir á hvern íbúa sveitarfélaganna, en þróunin er öfug í Reykjavík, þar sem íbúum hefur fjölgað um 15%.”
rapport skrifaði:https://youtu.be/v27VVN1PfYY?t=3773 - Af hverju rauk skuldahlutfallið svona upp?
Þetta var s.s. útskýrt ofar... þetta er vegna breytinga á lögum um hvernig eigi að reikna þetta, þetta er því ekki samanburður á "epli og epli" milli ára.
En eins og hann bendir svo á stuttu seinna þá varð þetta hlutfall 270% í hruninu þegar annar meirihluti var og hélst 270% þar til 2011 þegar nýr meirihluti loksins fór að taka á vandanum.
Svona er nú öll óreglan í þessum fjármálum borgarinnar...
Annars er kjánalegt að nota A+B fyrir mælikvarða á rekstrarstjórnun hjá borginni því B er ekki rekstur borgarinnar heldur annarra fyrirtækja í samstæðunni.
En A+B sýnir heildarábyrgð og árangur/áföll borgarinnar.
Í B hluta eru:
Faxaflóahafnir, Félagsbústaðir, OR, Slökkviliðið, Sorpa, Strætó, Aflvaki, Höfði, Þjóðarleikvangur, Jafnlaunastofa og íþrótta- og sýningarhöllin.
Þarna eru lögaðilar með gríðarlegar eignir og það hefur verið bent á að borgin hagnýti sér verðhækknir á fasteignum Félagsbústaða til að "leiðrétta" sinn halla.
Besta leiðin til að mæla gæði rekstrar borgarinnar er því að nota bara A hlutann.
Að segja að 15.000.000.000 kr. halli borgarinnar sé stórt vandamál, þá er það satt. Þetta er stórt vandamál en borgin er langt frá því að vera á slæmum stað og hefur verið í þessari sömu stöðu áður.
En svo má líka benda á að þessi hækkun á skuldbindingum er ekki gjaldfallin, þetta gæti gengið til baka að einhverju leiti áður en þær verða innheimtar.