Plushy skrifaði:Þið verðið að hætta að snúa þetta út úr samhengi.
Ég var bara akkúrat að svara þessu með að þetta væri ekki launalækkun.
Þetta er auðvitað launalækkun, fólk verður bara að sætta sig við það að þetta verða launalækkanir fyrir hluta fólks ef að það héldi vinnunni áfram.
Þú mátt kalla það að það sé úr samhengi, ekkert mál.
en kallaðu samt bara launalækkun réttu nafni, ekki reyna að fela það í einhverju öðru einsog Sólveig vill ólm gera sjálf.
Plushy skrifaði:Auðvitað yrði enginn sáttur við að fá lægri heildarlaun. En á meðan sumir - ekki allir - fá ökutækjastyrk án þess jafnvel að eiga bifreið, eða eru með bíl frá fyrirtæki til umráða en vinnur skrifstofustarf en ekki á vettvangi - fær greidda yfirvinnnu sem ekki er unnið - þá er það væntanlega í samningi milli atvinnurekanda hjá fyrirtæki eða stofnun.
Nei, eðalilega vill fólk ekki lækkun í launum, alveg sama hjá hverjum það vinnur, það að lækka í launum er alveg gersamlega út í hött.
Plushy skrifaði:Ef þú átt hlut í fyrirtæki og þú kemst að því að hlutunum sé háttað svona og það er í framboði 2 listar: einn sem ætlar ekki að breyta neinu og ætlar að halda áfram "því góða starfi sem hefur verið" og annar sem ætlar að endurskipuleggja og auka gagnsæi rekstursins á skrifstofu félagsins sem þú ert hluthafi að og átt atkvæðarétt í. Þú kemst að því að það er verið að borga undir ýmislegt úr sjóðum sem þú borgar í og átt ásamt öðrum félagsmönnum. Þú kýst og velur aðilann sem segist ætla og gerir nákvæmlega það sem hún gaf út að yrði gert - ekki bara til sýnis og svo gleymt öllum loforðum....
Sjáðu til, þetta er verkalýðsfélag.
Þetta er ekki bara einhver atvinnurekandi sem að er að lækka hjá sér launin.
Ef að þetta væri samherji eða morgunblaðið eða sá sem að sér um þrifin á spítölunum þá horfði málið bara svo allt öðruvísi við.
Sjáðu til, nefnilega alveg einsog það sem að Sólveig hefur gert hingað til, t.d. með lífskjarasamningunum, sem að komu nær öllum til góða, þá er þetta akkúrat í hina áttina.
Ég hef bara hellings áhyggjur af því að þegar að það er bara ekkert mál að VERKALÝÐSFÉLAG sé að segja upp fólki til að þar á meðal lækka hjá þeim laun þá sé verið að setja verkalýðsbaráttu aftur á bak hérna en ekki áfram.
Sjáðu til, nefnilega allt tal um að það þurfi að vera með hópuppsögn til þess að koma á jafnlaunavottun og álíka stennst bara ekki, það hefur öðrum fyrirtækjum og stofnunum tekist þetta án þess að skella á hópuppsögn.
Það er nefnilega stóramálið í þessu öllu saman er að þetta er verkalýðsfélag, þetta er ekki bara einhver atvinnurekandi út í bæ. þetta er gersamlega félag sem að á að vera að bæta kjör starfsfólks, um leið og einhver einn lækkar í launum á skrifstofunni eða fær ekki vinnu aftur, þá er þetta félag gersamlega að ganga gegn gildum sínum.