[Politík] Umræða

Allt utan efnis

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf Bjosep » Fim 03. Okt 2013 13:06

coldcut skrifaði:
urban skrifaði:Úr því að þið eruð að tala um trúmál, þá má ekki gleyma því að þjóðin kaus það að hafa þjóðkirkju áfram.

þannig að það að moka peningum í kirkjuna er vilji meirihluta þjóðarinnar.


Ég bara skil ekki hvernig það gat gerst! Mín kenning er sú að fólk hafi bara ekki lesið spurninguna á kjörseðlinum nógu vel því þetta var eina spurningin (að mig minnir, var í BNA á þessum tíma og kaus því ekki) sem þurfti að svara "nei" til þess að vera sammála niðurstöðum stjórnlagaráðs.



Þetta "svarar" kannski meira vangaveltum Coldcut.

http://www.orvitinn.com/2012/10/22/10.45/



Skjámynd

hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf hakkarin » Fim 03. Okt 2013 13:16

Það sem að ég vill fá að vita mest er hvort að ríkistjórnin (sjálfstæðisflokkurinn) eigi eftir að standa við sín háu loforð um að lækka skattana.

Munnið þið eftir auglýsingu sjálfstæðisflokksins þar sem að hann var með kökumynd þar sem að næstum helmingur útgjalda fólks áttu að vera skattar?

Ég býst ekkert við því að það verði farið í að lækka skattana á næstunni, en ef það verður ekki gert að minsta kosti eitthverntíman á kjörtímabilinu þá tel ég mig vera svikinn af þessari stjórn. Alvöru hægrimenn leggja ekki 40%+ skatt á tekjur fólks, þannig að ef að það breytist ekkert þá lít ég svo á að hann sé bara að tala út um rassinn á sér þegar að kemur að skattalækkunum.

Og þegar ég tala um lærri skatta að þá vill ég lærri TEKJUskatt! Ef að skattanir á eitthvað annað eins og til dæmis vörur eða eitthvað annað álíka verður lækkaður í staðinn þá munnu kaupmanna/sölumanna skrattanir líklega bara hækka verðin sín til þess að halda verðunum sínum óbreytum til að græða meira!



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf Daz » Fim 03. Okt 2013 14:33

hakkarin skrifaði:Það sem að ég vill fá að vita mest er hvort að ríkistjórnin (sjálfstæðisflokkurinn) eigi eftir að standa við sín háu loforð um að lækka skattana.

Munnið þið eftir auglýsingu sjálfstæðisflokksins þar sem að hann var með kökumynd þar sem að næstum helmingur útgjalda fólks áttu að vera skattar?

Ég býst ekkert við því að það verði farið í að lækka skattana á næstunni, en ef það verður ekki gert að minsta kosti eitthverntíman á kjörtímabilinu þá tel ég mig vera svikinn af þessari stjórn. Alvöru hægrimenn leggja ekki 40%+ skatt á tekjur fólks, þannig að ef að það breytist ekkert þá lít ég svo á að hann sé bara að tala út um rassinn á sér þegar að kemur að skattalækkunum.

Og þegar ég tala um lærri skatta að þá vill ég lærri TEKJUskatt! Ef að skattanir á eitthvað annað eins og til dæmis vörur eða eitthvað annað álíka verður lækkaður í staðinn þá munnu kaupmanna/sölumanna skrattanir líklega bara hækka verðin sín til þess að halda verðunum sínum óbreytum til að græða meira!


Það verið að lækka þá! Er ekki 0.8% nóg?

Afhverju er annars enginn lengur að vorkenna grey verktakanum sem fékk svo lítið í vasann af því sem var rukkað fyrir vinnuna hans? Er búið að fella í burtu virðisauka og tekjuskatt af verktakalaunum?



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf intenz » Fim 03. Okt 2013 15:17

hakkarin skrifaði:Það sem að ég vill fá að vita mest er hvort að ríkistjórnin (sjálfstæðisflokkurinn) eigi eftir að standa við sín háu loforð um að lækka skattana.

Munnið þið eftir auglýsingu sjálfstæðisflokksins þar sem að hann var með kökumynd þar sem að næstum helmingur útgjalda fólks áttu að vera skattar?

Ég býst ekkert við því að það verði farið í að lækka skattana á næstunni, en ef það verður ekki gert að minsta kosti eitthverntíman á kjörtímabilinu þá tel ég mig vera svikinn af þessari stjórn. Alvöru hægrimenn leggja ekki 40%+ skatt á tekjur fólks, þannig að ef að það breytist ekkert þá lít ég svo á að hann sé bara að tala út um rassinn á sér þegar að kemur að skattalækkunum.

Og þegar ég tala um lærri skatta að þá vill ég lærri TEKJUskatt! Ef að skattanir á eitthvað annað eins og til dæmis vörur eða eitthvað annað álíka verður lækkaður í staðinn þá munnu kaupmanna/sölumanna skrattanir líklega bara hækka verðin sín til þess að halda verðunum sínum óbreytum til að græða meira!

Ég vil líka fá þetta þrepaskipta skattkerfi burt!


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Tengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf rapport » Fim 03. Okt 2013 15:45

Ég elska þetta þrepaskipta skattkerfi, mér finnst flott að ég sem ríkisstarfsmaður í tveim aukavinnum sé kominn í hæðsta skattþrep...

Guð hjálpi þeim sem eru með lægri laun og það er bara gott að hæðsta skattþrep sé náanst "default" á meðan lægstu laun eru um 200þ. á mánuði.

Það er skammarlegt að rukka skatt af öllu yfir 130þ.

Skattleysismörkin ættu að vera 200 - 250þ. og prósentan hærri.


Við erum að fá helling fyrir þessar litlu krónur sem við greiðum í skatt, miklu meira en gengur og gerist út í heimi.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf tlord » Fim 03. Okt 2013 16:13

rapport skrifaði:Við erum að fá helling fyrir þessar litlu krónur sem við greiðum í skatt, miklu meira en gengur og gerist út í heimi.


nei!



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf urban » Fim 03. Okt 2013 19:31

depill skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Mín vegna mætti leggja þessa þjóðkirkju niður.
En það sem pirrar mig mest í þessu öllu er þessi endalausi grímulausi klíkuskapur, fella niður veiðigjald, gistináttagjald, orkugjald á stóriðju ásamt örlitlum eignaskatti á stóreignamenn og hækka BJÓRINN minn á meðan er algjörlega ótækt!

Hérna gæti ríkið t.d. skattlagt feitt og náð inn peningum:
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/201 ... ukkustund/


Veiðigjaldið var reyndar ekki fellt niður, en ég er alveg sammála þér það að það er of lágt. Mér finnst rökin að sumar útgerðir geti ekki staðið við þær veikar. Þar sem yfirleitt er verið að tala um vel skuldarsettar útgerðir, allavega sem ég hef séð.

Persónulega get ég ekki sagt um það hvort að gjaldið sé of hátt eða of lágt (og þú reyndar ekki heldur, nema þú sért nátengdur stórum hluta útgerða)

en þetta með að þú segir að rökin um það að sumar útgerðir geti ekki staðið undan þeim séu veikar, við hvað á að miða ?

á að miða bara við stóru fyrirtækin sem að skila miklum arði ?
á þá ekki að miða skattinn á einstaklinga líka við eitthvað svipað ?
mig persónulega munar ekkert um það að borga 60% af launum mínum í skatt, einfaldlega þar sem að ég er skuldlítill og einstaklingur, á þá að sama skapi ekki bara að setja skattprósentuna í 60% ??

Aðal óánægjan með veiðigjöld er sú að á sama tíma og útgerðir segjast ekki geta borgað þau, þá eru þessi fyrirtæki að skila stórum hagnaði og borga út töluverðan arð.

en það gleymist alveg að veiðigjöldin leggjast á ÚTGERÐINA

Grandi, Vinnslustöðin í vestmannaeyjum, Ísfélag Vestmannaeyja, Samherji, Síldarvinnslan og þessi stóru kompaní sem að hafa verið að skila stærstum arðinum eiga það öll sameiginlegt að vera miklu miklu meira en bara útgerðarfyrirtæki.

Ef að ein deild í fyrirtækinu gegnur mjög illa, er þá allt í lagi að nota hagnaðinn úr annarri deild til að borga niður tapið ???
fyrirtækið dafnar aldrei þannig.
En já, það eru semsagt hin fyrirtækin sem að þarf að hafa áhyggjur af, þau fyrirtæki sem að eru bara útgerðarfyriritæki
(já og að öðru, afhverju er það orðið svona slæmt í dag að skila hagnaði og borga út arð ? )

og tek það fram að rantið hérna er engan vegin beint eingöngu að þér depill :)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Tengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf rapport » Fim 03. Okt 2013 21:50

tlord skrifaði:
rapport skrifaði:Við erum að fá helling fyrir þessar litlu krónur sem við greiðum í skatt, miklu meira en gengur og gerist út í heimi.


nei!




http://www.oecdbetterlifeindex.org/countries/iceland/

Veldu önnur lönd og skoðaðu samanburðinn...


Skattar á fyrirtæki, samanburður.... (og þeir ættu að borga eitthvað fyrir að nota auðlindir þjóðarinnar)

http://www.cbsnews.com/8301-505123_162- ... the-world/


Svo hér á wikipedia:

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_co ... _tax_rates


Við erum bara háværustu vælukjóarnir líka, viljum fá allt fyrir ekki neitt.

Sem fer alveg einstaklega illa saman við að vera eigingjörn gerpi sem vila ekki leggja samfélaginu lið.

:thumbsd




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf biturk » Fim 03. Okt 2013 23:43

Hvað er slæmt við að vilja borga sér arð fyrir velgengni?

Það má ekki gleima að td samherji gerir alveg óendanlega gott fyrir hinn hefðbundna starfsmann í launum og desemberuppbótt

Veiðigjaldið á ekkert að vera svimandi hátt....þá er ekki nægur rekstrargrundvöllur til að standa í þessu


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf playman » Fös 04. Okt 2013 08:39

biturk skrifaði:Hvað er slæmt við að vilja borga sér arð fyrir velgengni?

Það má ekki gleima að td samherji gerir alveg óendanlega gott fyrir hinn hefðbundna starfsmann í launum og desemberuppbótt

Veiðigjaldið á ekkert að vera svimandi hátt....þá er ekki nægur rekstrargrundvöllur til að standa í þessu

Samherji hefur einnig verið nokkuð gjafmildur í styrkjum.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf Daz » Fös 04. Okt 2013 09:10

playman skrifaði:
biturk skrifaði:Hvað er slæmt við að vilja borga sér arð fyrir velgengni?

Það má ekki gleima að td samherji gerir alveg óendanlega gott fyrir hinn hefðbundna starfsmann í launum og desemberuppbótt

Veiðigjaldið á ekkert að vera svimandi hátt....þá er ekki nægur rekstrargrundvöllur til að standa í þessu

Samherji hefur einnig verið nokkuð gjafmildur í styrkjum.


Fallegt af þeim að borga brotabrot af hagnaðinum sínum í "góð mál". Allir glaðir og hagnaðardólgurinn getur hirt sitt í friði og spekt.




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf playman » Fös 04. Okt 2013 11:00

Daz skrifaði:
playman skrifaði:
biturk skrifaði:Hvað er slæmt við að vilja borga sér arð fyrir velgengni?

Það má ekki gleima að td samherji gerir alveg óendanlega gott fyrir hinn hefðbundna starfsmann í launum og desemberuppbótt

Veiðigjaldið á ekkert að vera svimandi hátt....þá er ekki nægur rekstrargrundvöllur til að standa í þessu

Samherji hefur einnig verið nokkuð gjafmildur í styrkjum.


Fallegt af þeim að borga brotabrot af hagnaðinum sínum í "góð mál". Allir glaðir og hagnaðardólgurinn getur hirt sitt í friði og spekt.

Brota brot eður ey, það samt munar um þennan pening fyrir þá sem að fá hann, ekki eins og samherji séu skyldugir til þess
að gefa þessa styrki.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf Daz » Fös 04. Okt 2013 11:10

Þetta er kallað á fallegu máli "að kaupa sér gott umtal". Ég sé enga ástæðu til að áætla einhverja meiri gæsku og gjafmildi hjá þeim sem eiga og reka Samherja heldur en hjá einhverju öðru fyrirtæki í sömu aðstæðum (ofurgróði byggður á auðlindum sem umdeilt er hvort skili nægilegum arði til íslensku þjóðarinnar).

Ef ég væri að reka þetta fyrirtæki myndi ég örugglega gefa jafn mikið til að reyna að bæta ímyndina.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf Stutturdreki » Fös 04. Okt 2013 11:15

playman skrifaði:Brota brot eður ey, það samt munar um þennan pening fyrir þá sem að fá hann, ekki eins og samherji séu skyldugir til þess
að gefa þessa styrki.

:face




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf biturk » Fös 04. Okt 2013 11:44

Daz skrifaði:
playman skrifaði:
biturk skrifaði:Hvað er slæmt við að vilja borga sér arð fyrir velgengni?

Það má ekki gleima að td samherji gerir alveg óendanlega gott fyrir hinn hefðbundna starfsmann í launum og desemberuppbótt

Veiðigjaldið á ekkert að vera svimandi hátt....þá er ekki nægur rekstrargrundvöllur til að standa í þessu

Samherji hefur einnig verið nokkuð gjafmildur í styrkjum.


Fallegt af þeim að borga brotabrot af hagnaðinum sínum í "góð mál". Allir glaðir og hagnaðardólgurinn getur hirt sitt í friði og spekt.


Ss eigendur eiga að tapa á rekstrinum til að þú sért glaður....enginn má græða

Flott hjâ þeim að gefa styrki og borga góð laun og það er bara bull að ætlast til að þeir borgi sér ekki goðann arð


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf Stutturdreki » Fös 04. Okt 2013 12:06

biturk skrifaði:Ss eigendur eiga að tapa á rekstrinum til að þú sért glaður....enginn má græða

Er þetta bara I/O?

Vilja þeir sem finnst að útgerðir borgi auðlindagjald að þeir komi út í stór tapi?

Er ekki möguleiki að þeir borgu hóflegt gjald og haldi samt áfram að græða ógeðslega mikið?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf depill » Fös 04. Okt 2013 12:25

rapport skrifaði:
tlord skrifaði:
rapport skrifaði:Við erum að fá helling fyrir þessar litlu krónur sem við greiðum í skatt, miklu meira en gengur og gerist út í heimi.


nei!




http://www.oecdbetterlifeindex.org/countries/iceland/

Veldu önnur lönd og skoðaðu samanburðinn...


Skattar á fyrirtæki, samanburður.... (og þeir ættu að borga eitthvað fyrir að nota auðlindir þjóðarinnar)

http://www.cbsnews.com/8301-505123_162- ... the-world/


Svo hér á wikipedia:

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_co ... _tax_rates


Við erum bara háværustu vælukjóarnir líka, viljum fá allt fyrir ekki neitt.

Sem fer alveg einstaklega illa saman við að vera eigingjörn gerpi sem vila ekki leggja samfélaginu lið.

:thumbsd


Þar sem ég vill ekki láta draga mig of langt ofan í þetta. Augljóslega eru skatttekjur okkar á fyrirtækjum ömurlegar en þær koma hins vegar öðruvísi inn til okkar inní samneysluna.

Í þessum "tax rates" er ekki verið að bera saman appelsínur og appelsínur, þar sem það gleymist að til dæmis í Noregi er lífeyrissjóðurinn inní skattheimtunni en ekki hjá okkur.

Við þurfum líka bara að hugsa það hvert hlutverk ríkisins, mér til dæmis finnst það til að tryggja okkur grunnþjónustu og jöfn tækifæri. En mér finnst það ekki vera hlutverk ríkisins að vera í tekjujöfnun sem einhverjum finnst.

Mér allavega finnst allavega ríkið vera illa rekið og ég fæ lítið fyrir peningin þegar 15% af fjárlögunum fer í vaxtagjöld ríkisins, mér finnst það eina sem skipta máli núna er að skila hallalausum fjárlögum.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf biturk » Fös 04. Okt 2013 12:33

Stutturdreki skrifaði:
biturk skrifaði:Ss eigendur eiga að tapa á rekstrinum til að þú sért glaður....enginn má græða

Er þetta bara I/O?

Vilja þeir sem finnst að útgerðir borgi auðlindagjald að þeir komi út í stór tapi?

Er ekki möguleiki að þeir borgu hóflegt gjald og haldi samt áfram að græða ógeðslega mikið?


þeir eru að borga hóflegt gjald núna, gjaldið sem var í boði síðustu ríkisstjórnar var langt fram úr hófi mikið

en talandi um auðlindir þjóðarinnar, er ekki kominn tími til að ferðaþjónustan borgi eitthvað svipað gjald þá eins og veiðiliefagjaldið, þeir græða á okkar auðlindum og það hrikalega feitt


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf Daz » Fös 04. Okt 2013 12:48

biturk skrifaði:
Daz skrifaði:Fallegt af þeim að borga brotabrot af hagnaðinum sínum í "góð mál". Allir glaðir og hagnaðardólgurinn getur hirt sitt í friði og spekt.


Ss eigendur eiga að tapa á rekstrinum til að þú sért glaður....enginn má græða

Flott hjâ þeim að gefa styrki og borga góð laun og það er bara bull að ætlast til að þeir borgi sér ekki goðann arð


Fallegt af þér að snúa útúr orðunum mínum, er þinn málstaður svona veikur að þú hefur ekki önnur ráð?

Öll fyrirtæki ættu að hagnast, innan hefðbundinna laga og skynsemismarka. Ef hagnaðurinn er byggður á nýtingu auðlindar sem er í almannaeign myndi maður samt búast við að sanngjarnt gjald væri borgað í almannasjóði fyrir þá nýtingu, almenningi til hagsbótar. Það ættu allir að geta verið sammála um það vona ég.
Það er fyrirtæki styrki og/eða borgi ríflegt kaup gerir þau ekki betri eða verri fyrir vikið eða þjóðhagslega betri einingar, það er heildarmyndin sem skiptir máli. Upphugsað dæmi:
Fyrirtæki A hefur innkomu upp á 1 milljón vegna nýtingar á auðlind, sem Fyrirtæki B hefði getað nýtt jafn vel.
Fyrirtæki A borgar 500.000 í laun, 100.000 í styrki og 0 í afnotagjald
Fyrirtæki B hefði borgað 400.000 í laun, 0 í styrki og 300.000 í afnotagjald.
Hvort fyrirtækið er nú betra? (Eru fleiri þættir sem þarf að horfa til hérna?)

S.s. það er fyrirtæki borgi styrki eða borgi góð laun er ekki EITT OG SÉR ástæða til að leyfa því að nýta auðlind í almenningseign gegn lágu/engu gjaldi. Það þarf að skoða stærri mynd en það.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf dori » Fös 04. Okt 2013 12:50

biturk skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:
biturk skrifaði:Ss eigendur eiga að tapa á rekstrinum til að þú sért glaður....enginn má græða

Er þetta bara I/O?

Vilja þeir sem finnst að útgerðir borgi auðlindagjald að þeir komi út í stór tapi?

Er ekki möguleiki að þeir borgu hóflegt gjald og haldi samt áfram að græða ógeðslega mikið?


þeir eru að borga hóflegt gjald núna, gjaldið sem var í boði síðustu ríkisstjórnar var langt fram úr hófi mikið

en talandi um auðlindir þjóðarinnar, er ekki kominn tími til að ferðaþjónustan borgi eitthvað svipað gjald þá eins og veiðiliefagjaldið, þeir græða á okkar auðlindum og það hrikalega feitt

Var gistináttagjaldið sem var fellt niður ekki tilraun til að koma slíku á? Það er mjög erfitt að skattleggja ferðaþjónustu svona (s.s. fyrir auðlindina sem náttúran er). Það eru svo margir möguleikar. Á t.d. einhver sem kemur á ráðstefnu að borga þetta gjald eins og einhver sem fer að njóta náttúruperlanna okkar? Á að standa með posa fyrir framan fossa og rukka fólk? Á líka að rukka Íslendinga? Ætti að taka hluta af hagnaði fyrirtækja sem vinna á þessu sviði (svipað og með útgerðirnar)?

Það ætti að vera mun auðveldara að rukka fyrir nýtingu á fiskinum. Þetta kerfi er mjög gallað og þið getið ekki þrætt fyrir það að það er ósanngjarnt þegar þeir eru sáttir með að greiða ríkinu klink fyrir veiðiréttindi og leigja sín á milli fyrir margfalda upphæð.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf biturk » Fös 04. Okt 2013 12:55

dori skrifaði:
biturk skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:
biturk skrifaði:Ss eigendur eiga að tapa á rekstrinum til að þú sért glaður....enginn má græða

Er þetta bara I/O?

Vilja þeir sem finnst að útgerðir borgi auðlindagjald að þeir komi út í stór tapi?

Er ekki möguleiki að þeir borgu hóflegt gjald og haldi samt áfram að græða ógeðslega mikið?


þeir eru að borga hóflegt gjald núna, gjaldið sem var í boði síðustu ríkisstjórnar var langt fram úr hófi mikið

en talandi um auðlindir þjóðarinnar, er ekki kominn tími til að ferðaþjónustan borgi eitthvað svipað gjald þá eins og veiðiliefagjaldið, þeir græða á okkar auðlindum og það hrikalega feitt

Var gistináttagjaldið sem var fellt niður ekki tilraun til að koma slíku á? Það er mjög erfitt að skattleggja ferðaþjónustu svona (s.s. fyrir auðlindina sem náttúran er). Það eru svo margir möguleikar. Á t.d. einhver sem kemur á ráðstefnu að borga þetta gjald eins og einhver sem fer að njóta náttúruperlanna okkar? Á að standa með posa fyrir framan fossa og rukka fólk? Á líka að rukka Íslendinga? Ætti að taka hluta af hagnaði fyrirtækja sem vinna á þessu sviði (svipað og með útgerðirnar)?

Það ætti að vera mun auðveldara að rukka fyrir nýtingu á fiskinum. Þetta kerfi er mjög gallað og þið getið ekki þrætt fyrir það að það er ósanngjarnt þegar þeir eru sáttir með að greiða ríkinu klink fyrir veiðiréttindi og leigja sín á milli fyrir margfalda upphæð.


nei, það á bara að veragjald sem leggst a reksturinn sem heitir "afnot af auðlindum þjóðarinnar" og er bara ákveðin prósenta af hagnaði ferðamennskunar, það er ekki mikið mál


Daz skrifaði:
biturk skrifaði:
Daz skrifaði:Fallegt af þeim að borga brotabrot af hagnaðinum sínum í "góð mál". Allir glaðir og hagnaðardólgurinn getur hirt sitt í friði og spekt.


Ss eigendur eiga að tapa á rekstrinum til að þú sért glaður....enginn má græða

Flott hjâ þeim að gefa styrki og borga góð laun og það er bara bull að ætlast til að þeir borgi sér ekki goðann arð


Fallegt af þér að snúa útúr orðunum mínum, er þinn málstaður svona veikur að þú hefur ekki önnur ráð?

Öll fyrirtæki ættu að hagnast, innan hefðbundinna laga og skynsemismarka. Ef hagnaðurinn er byggður á nýtingu auðlindar sem er í almannaeign myndi maður samt búast við að sanngjarnt gjald væri borgað í almannasjóði fyrir þá nýtingu, almenningi til hagsbótar. Það ættu allir að geta verið sammála um það vona ég.
Það er fyrirtæki styrki og/eða borgi ríflegt kaup gerir þau ekki betri eða verri fyrir vikið eða þjóðhagslega betri einingar, það er heildarmyndin sem skiptir máli. Upphugsað dæmi:
Fyrirtæki A hefur innkomu upp á 1 milljón vegna nýtingar á auðlind, sem Fyrirtæki B hefði getað nýtt jafn vel.
Fyrirtæki A borgar 500.000 í laun, 100.000 í styrki og 0 í afnotagjald
Fyrirtæki B hefði borgað 400.000 í laun, 0 í styrki og 300.000 í afnotagjald.
Hvort fyrirtækið er nú betra? (Eru fleiri þættir sem þarf að horfa til hérna?)

S.s. það er fyrirtæki borgi styrki eða borgi góð laun er ekki EITT OG SÉR ástæða til að leyfa því að nýta auðlind í almenningseign gegn lágu/engu gjaldi. Það þarf að skoða stærri mynd en það.


ég sneri ekki meir útúr en þú

og ég ítreka, það er borgað auðlindagjald eins og, það var bara lækkað mikið frá fyrri ríkisstjórn þarsem það var gert til að taka allan hagnað úr rekstrinum

og já, ég kýs fyrirtæki a, það myndi borga mér meira, borga í góð málefni og snngjarnt í afnotagjald meðann
fyrirtæki b borgar mér minn í laun, ekkert í góð málefni en risastóra fjárhæð í ríkið sem mun á endanum sennilega ekki fara þar sem maður myndi vilja.


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf Stutturdreki » Fös 04. Okt 2013 13:01

Vandamálið með þessi 'hva, mega þeir ekki græða' eru að það gleymist að ríkið þarf að græða líka. Hvort sem það er á fiski, rafmagni, vatni eða aðgengi ferðamanna að náttúrunni.



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf ManiO » Fös 04. Okt 2013 13:18

Stutturdreki skrifaði:Vandamálið með þessi 'hva, mega þeir ekki græða' eru að það gleymist að ríkið þarf að græða líka. Hvort sem það er á fiski, rafmagni, vatni eða aðgengi ferðamanna að náttúrunni.


Nei, ríkið á ekki að græða. Ríkið á að vera rekið eins nálægt hallarekstri og hægt er. Ríki á að reyna að forðast uppsöfnun á verðmætum.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf tlord » Fös 04. Okt 2013 13:19

rapport skrifaði:
tlord skrifaði:
rapport skrifaði:Við erum að fá helling fyrir þessar litlu krónur sem við greiðum í skatt, miklu meira en gengur og gerist út í heimi.


nei!




http://www.oecdbetterlifeindex.org/countries/iceland/

Veldu önnur lönd og skoðaðu samanburðinn...


Skattar á fyrirtæki, samanburður.... (og þeir ættu að borga eitthvað fyrir að nota auðlindir þjóðarinnar)

http://www.cbsnews.com/8301-505123_162- ... the-world/


Svo hér á wikipedia:

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_co ... _tax_rates


Við erum bara háværustu vælukjóarnir líka, viljum fá allt fyrir ekki neitt.

Sem fer alveg einstaklega illa saman við að vera eigingjörn gerpi sem vila ekki leggja samfélaginu lið.

:thumbsd


íslenskir námsmenn fá bara puttann frá ríkisvaldinu, þannig er það ekki í Noregi td

http://www.lanekassen.no/nb-NO/Hovedmen ... kan-du-fa/



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: [Politík] Umræða

Pósturaf Stutturdreki » Fös 04. Okt 2013 13:31

ManiO skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:Vandamálið með þessi 'hva, mega þeir ekki græða' eru að það gleymist að ríkið þarf að græða líka. Hvort sem það er á fiski, rafmagni, vatni eða aðgengi ferðamanna að náttúrunni.


Nei, ríkið á ekki að græða. Ríkið á að vera rekið eins nálægt hallarekstri og hægt er. Ríki á að reyna að forðast uppsöfnun á verðmætum.
Ríkið þarf að græða á þessu til að hafa efni að að reka samfélagsþjónustu með tapi, þe. svo að 'notendur' spítala/skóla borgi sem minnst fyrir sín afnot. Það væri óeðlilegt ef ríkið væri að safna auð sem væri ekki nýttur fyrir þegnana en á móti þarf ríkið að vera fjárhagslega sjálfstætt (frá öðrum ríkjum) og hafa efni á að takast á við áföll (td. náttúruhamfarir, lyfjakaup eins og bóluefni ofl.) svo það hlýtur að vera krafa að ríkið hafi einhvern varasjóð.