Leviathan skrifaði:Ef á að leyfa vímuefni, þá ætti að gera það undir handleiðslu sbr. jöklaferðir.. afhverju er ekki hægt að leyfa vímuefnaneyslu undir handleiðslu og á ábyrgð einhverja sem hægt er að lögsækja ef einhver hlítur skaða af eða í "partýinu".
Þá er vímuefnaneyslan orðin að þjónustu og jafnvel einhver svæði innan borgarinnar þar sem neysla er leyfð og þar er haft strangara eftirlit lögreglu og meiri viðbúnað heilbrigðisstarfsfólks.
En ef einhver finnst með fíkniefni utan svæða, þá verður hann sendur í Hunger Game í Hljómskálagaðinum og öllu sjónvarpað...
Ég þekki svo rosalega mikið af fólki sem virðist ekki hafa neina stjórn á hvað það lætur ofan í sig. Eigum við þá ekki bara líka að banna fólki að elda mat, nema hafa réttindi til þess. Það verða bara staðir þar sem þú getur farið og borðað undir handleiðslu næringarfræðings sem segir þér hvað og hversu mikið þú átt að borða. Þannig getum við komið í veg fyrir offitu og ofneyslu á mat. Svo ef einhver sést borða/elda/selja mat án leyfis eða utan svæðis er honum hent í fangelsi.
SHEEPLEPrime Bbcode Spoiler Show Prime Bbcode Spoiler:Sorry ég er skakkur
Ekki vera að rugla einhverju lífsnauðsynlegu eins og að borða saman við vímuefni sem gera þig að tímabundnum "kálhaus".
En offita er stærra vandamál en vímuefnaneysla, ég er sammála því.
Og það er milljónum ef ekki milljörðum varið í að rannsaka, merkja, fræða og hafa efirlit með matvælum og neyslu fókls til að fyrirbyggja það vandamál.
Það er t.d. DDV sem er akkúrat svona fyrirbrigði sem viktar matinn, hefur eftirlit með neyslu fólks s.s. með matardagbókum.
Örlítið strangara fyrirkomulag með dóp ætti að vera í boði.
Það verður svo að sjálfsögðu réttur allra atvinnuveitenda að kanna hvort starfsfólkið sé "dópað".
Það er nefnilega ekki jafn áberandi og að vera fullur.
Þannig að vinnueftirlitið þarf að búa til verklag fyrir slík tékk o.s.frv.
Slíkt væri sjálfsagður fylgifiskur svona lögleiðingar.